Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. apríl 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Guardiola ætlar að gera breytingar hjá City fyrir næsta tímabil
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segist vera farinn að undirbúa breytingar hjá félaginu fyrir næsta tímabil þegar liðið mun reyna að vera Englandsmeistaratitilinn.

Kylian Mbappe hjá PSG og Thiago Alcantara hjá Bayern eru sagðir á óskalista Guardiola fyrir næsta tímabil.

Guardiola vill fá þrjá nýja byrjunarliðsleikmenn í sumar og mun hann fá um 200 milljónir punda til þess að eyða í leikmannakaup.

„Nú er tíminn til þess að byrja að hugsa um hópinn. Við þurfum að breyta nokkrum hlutum til þess að taka næsta skref. Við höfum eitt ár til þess að verja titilinn."

„Ég er viss um að önnur lið eru að fara að undirbúa sig vel til þess að ná okkur. Ef við gerum það ekki líka þá munu þau gera það."
Athugasemdir
banner
banner