Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. október 2017 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki Þór Viðarsson í Þór (Staðfest)
Bjarki Þór Viðarsson semur við Þór til tveggja ára
Bjarki Þór Viðarsson semur við Þór til tveggja ára
Mynd: Heimasíða Þórs
Þór í 1. deild karla samdi í dag við Bjarka Þór Viðarsson en hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Bjarki, sem er fæddur árið 1997, er uppalinn í KA en hann á að baki 41 leik og 1 mark fyrir félagið í bæði efstu- og fyrstu deildinni.

Hann lék tíu leiki í Pepsi-deildinni fyrir KA í sumar en hefur ákveðið að fara yfir í Þór.

Hann gerði tveggja ára samning við Þór í dag en Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, er ánægður með komu hans.

„Hann uppfyllir þær kröfur sem við gerum, hann er ungur og efnilegur og umfram allt metnaðarfullur. Við hlökkum til að vinna með Bjarka," sagði Lárus við heimasíðu Þórs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner