Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho sagður hafa brjálast út í Pogba eftir viðtalstruflunina
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um stirrt samband Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, og Paul Pogba, miðjumanns liðsins.

Daily Mail birti í morgun áhugaverða frétt þar sem segir að Mourinho hafi verið brjálaður eftir að Pogba truflaði viðtal við hann eftir 2-1 sigurinn á Liverpool á dögunum.

Pogba gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en var á Old Trafford og ákvað eftir leikinn að trufla viðtal við Mourinho. Það virtist bara ekki neitt fara í taugarnar á Mourinho, en Daily Mail vill meina að Mourinho hafi látið Pogba heyra það þegar myndavélarnar voru horfnar á braut.

„Mourinho leit á gjörðir Pogba sem vanvirðingu og lét hinn 25 ára gamla leikmann vita af því," segir á vef Daily Mail.

Pogba hefur verið inn og út úr liði Man Utd að undanförnu en hann hefur ekki byrjað síðustu tvo leiki eftir hann truflaði Mourinho í viðtalinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner