Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mán 21. maí 2018 22:42
Stefán Marteinn Ólafsson
Lárus Orri: Ég held að allir geti verið sammála um að þetta séu sanngjörn úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lárus Orri Sigurðsson var að vonum ánægður með sigur sinna manna í dag þegar Þórsarar sigruðu Njarðvík 0-1 á Njarðtaksvelli í Njarðvík.
Þetta var þolinmæðisverk, þeir eru mjög þéttir tilbaka og vörðust vel en það hafðist." Sagði Lárus Orri eftir leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Þór

Þórsarar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og áttu sigurinn mögulega fylliega skilið miðað við gang leiksins.

„Við vorum örugglega með boltan 80-85% af leiknum og ég held að allir séu sammála um að þetta sé sanngjarnt, þó það sé kannski svolítið dramatískt hversu seint þetta kom." Sagði Lárus Orri.

Njarðvíkingarnir í stúkunni voru margir hverjir mjög ósáttir með hversu miklu var bætt við leikinn og fannst ekkert um tafir í leiknum þó leikurinn hafi farið yfir 5 mín í uppbótartíma en Lárus Orri var ekki sammála þeim efasemdarröddum.
„Það voru tafir allan seinni hálfleikinn, í hvert skipti sem markmaðurinn þeirra fékk boltann voru tafir og að hann hafi bara bætt við þrem mínútum það fannst mér svolítið sérstakt"

Baráttan um sæti í Pepsí að ári er gríðarlega hörð og mikið um óskrifuð blöð og lið óvænt að blanda sér í þessa baráttu en er Þór með í þeirri baráttu?
„Ekki eins og er, við erum ekki í þeirri baráttu eins og er"  
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner