Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Diego Costa reynir að binda endi á dramatíkina
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Diego Costa, sóknarmanns Chelsea, reynir nú hvað hann getur til þess að koma honum til Atletico Madrid.

Ofurumbinn, Jorge Mendes vill binda endi á dramatíkina.

Viðræður eru í gangi á milli Atletico og Chelsea, en ekkert er í höfn. Talið er að Atletico sé að bjóða Chelsea stærri upphæð en Chelsea borgaði fyrir en árið 2014, sú upphæð er 32 milljónir punda.

Costa hefur farið í nokkur viðtöl að undanförnu. Hann hefur m.a. sakað Chelsea um að koma fram við sig eins og glæpamann.

Hann vill fara, en hann er ekki mættur heim úr sumarfríi. Nú verður spennandi að sjá hvort hann fái að fara áður en glugginn lokar.

Sjá einnig:
Diego Costa: Af hverju sleppa þeir mér ekki?
Athugasemdir
banner
banner
banner