Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 14. ágúst 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Costa: Af hverju sleppa þeir mér ekki?
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Costa hefur verið einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Costa hefur verið einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Costa er ekki hrifinn af Conte sem manneskju.
Costa er ekki hrifinn af Conte sem manneskju.
Mynd: Getty Images
Diego Costa hefur verið í kuldanum hjá Chelsea frá því síðasta tímabili lauk. Antonio Conte sendi Costa SMS að tímabilinu loknu og sagði honum að leita sér að nýju liði. Þetta hafa breskir fjölmiðlar fjallað um í sumar. Costa hefur nú stigið fram og sagt frá sinni hlið.

Costa segir að það hafi verið komið fram við sig eins og glæpamann hjá félaginu. Hann er alls ekki sáttur.

Hann vill fá að fara, en hann segir að Chelsea eigi erfitt með að sleppa af sér takinu.

„Af hverju sleppa þeir mér ekki ef þeir vilja ekkert með mig hafa," sagði Costa í viðtali við Daily Mail í gær.

„Ég verð að gera það sem ég verð að gera. Ég verð að hugsa um sjálfan mig. Ég er búinn að vera góður hérna og ég hef alltaf reynt að breyta rétt. Mig langar að far aftur til Atletico."

Costa hefur verið orðaður við endurkomu til Atletico í sumar, en það hefur gengið hægt þar sem Atletico er félagsskiptabanni. Liðið getur ekki skráð leikmenn fyrr en í janúar og það er spurning hvað gerist.

Í janúar á þessu ári bárust fréttir af Costa að hann væri á förum til Kína. Hann átti að hafa rifist við styrktarþjálfara Chelsea. Að lokum fór hann ekki, hann var áfram og hjálpaði Chelsea að vinna titilinn.

Ekki hrifinn af Conte sem manneskju

Costa ber ekki hlýju í garð Antonio Conte, stjóra Chelsea.

„Í janúar þá gerðust hluti með stjórann," segir Costa í viðtalinu. „Ég var við það að skrifa undir nýjan samning, en allt í einu hættu þeir við. Ég held að knattspyrnustjórinn hafi verið á bakvið það. Hann bað um að það myndi gerast."

„Hugmyndir Conte eru mjög skýrar. Ég hef séð hvernig manneskja hann er. Hann er með sínar skoðanir og það breytist ekki."

„Ég ber virðingu fyrir honum sem frábærum stjóra. Hann hefur staðið sig vel og ég get séð það, en sem manneskja, nei. Hann er ekki stjóri sem er náinn leikmönnum sínum. Hann er mjög fjarlægur. Hann hefur enga persónutöfra," segir Costa um Conte.

Ekki búinn að eyða skilaboðunum

Eins og áður hefur komið fram þá fékk Costa send SMS-skilaboð frá Conte í júní þar sem hann fékk að vita það að hann væri ekki í plönum Chelsea fyrir tímabilið sem hófst um helgina.

„Ég er ekki búinn að eyða þessum skilaboðum. Ef fólk sakar mig um lygar, þá get ég sýnt skilaboðin. Þau voru mjög skýr, hann sagðist ekki treysta mér og síðan óskaði hann mér alls hins besta."

Costa hefur verið í heimalandi sínu, Brasilíu, en nú vill Chelsea að hann fari að mæta á æfingar með varaliðinu. Costa vill það alls ekki, honum langar það ekki. Hann vill vera frjáls.

Bíður eftir því að Chelsea sleppi sér

„Ég veit að stjórinn vill mig ekki," sagði Costa.

„Ég er að bíða eftir því að Chelsea sleppi mér lausum. Ég vildi ekki fara. Ég var ánægður. En þegar stjórinn vill ekkert með þig hafa, þá verðurðu að komast eitthvert annað."
Athugasemdir
banner