Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. október 2017 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Sverrir skoraði af vítapunktinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tosno 1 - 1 Rostov
1-0 Evgeni Markov ('17)
1-1 Sverrir Ingi Ingason ('56, víti)

Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason opnaði markareiking sinn fyrir rússneska liðið Rostov í dag.

Sverrir samdi við Rostov í sumar og hefur verið að spila mjög vel.

Í dag mætti heimsótti Rostov lið Tosno í rússnesku úrvalsdeildinni. Tosno komst yfir þegar 17 mínútur voru búnar og staðan var 1-0 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Snemma í seinni hálfleiknum fékk Rostov vítaspyrnu og viti menn, Sverrir Ingi fékk að taka vítið. Miðvörðurinn skoraði úr spyrnunni og jafnaði metin fyrir Rostov, 1-1.

Þannig endaði leikurinn, eitt stig á báða bóga. Rostov er í 11. sæti með 16 stig, en fyrir þennan leik hafði Rostov tapað þremur í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner