Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. mars 2015 11:35
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: BBC 
Gylfi vill fleiri mörk frá Gomis
Gomis og Gylfi ræða málin
Gomis og Gylfi ræða málin
Mynd: Getty Images
Gylfi Sigurðsson vonast til þess að Bafetimbi Gomis haldi áfram að skora en Gomis tryggði Swansea 1-0 sigur gegn Aston Villa í gær.

Gomis hefur verið undir miklu álagi undanfarnar vikur eftir að fyrrum aðalmarkaskorari liðsins, Wilfried Bony, gekk til liðs við Man City í janúar.

,,Við erum allir ánægðir fyrir hans hönd, það er mikil pressa á honum. Vonandi getur hann fylgt þessu eftir og skorað nokkur mörk það sem eftir lifir móts”.

,,Það trúa allir á hann. Auðvitað er erfitt fyrir sóknarmann þegar þú þarft að skora en hann hélt áfram og náði að skora fyrir rest. Það var mjög mikilvægt að ná sigri í dag og við viljum byggja ofan á það. Við viljum bæta stigamet Swansea í úrvalsdeildinni, það er eitt af markmiðum okkar”,
sagði Gylfi eftir leikinn gegn Aston Villa.

Swansea eru komnir með 43 stig en félagsmetið í úrvalsdeildinni er 47 stig og var sett af Gylfa og fleirum tímabilið 2011/2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner