Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. apríl 2017 22:33
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stjóri Hull hefur ekki tapað á heimavelli í 41 deildarleik
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: Getty Images
Marco Silva stjóri Hull City hefur ekki tapað á heimavelli í síðustu 41 deildarleikjum sínum.

Hann hefur stjórnað Hull City síðan í janúar og hluti af þessum leikjum eru heimaleikir þegar hann stjórnaði portúgölsku liðunum Estoril og Sporting Lissabon.

Áður en hann kom til Hull hafði hann verið í Grikkland þar sem hann stjórnaði Olympiakos og náði þar fínum árangri.

Að Hull City hafi ekki tapað heimaleik síðan hann tók við stjórastarfinu þar hefur skipt gríðarlega miklu máli því að Hull City er í harðri fallbaráttu.

Hull á tvo heimaleiki eftir í deildinni á þessu tímabili, leikirnir eru gegn Sunderland og Tottenham.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner