Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag sýnir Sveinn Aron Guðjohnsen leikmaður Vals í Pepsi-deild karla á sér hina hliðina.

Sveinn Aron gekk í raðir Vals frá HK á miðju tímabili 2016 eftir að hafa vakið athygli í Inkasso-deildinni. Hann á að baki 15 yngri landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk.

Fullt nafn: Sveinn Aron Guðjohnsen

Gælunafn sem þú þolir ekki:  Sonur Eiðs

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:  þegar ég var 16 ára, man samt ekki á móti hverjum

Uppáhalds drykkur: Rauður mango tango

Uppáhalds matsölustaður: Bangkok

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Atvinnumennirnir okkar (þáttur 5)

Uppáhalds tónlistarmaður: Sólon Breki

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: karamellu ídýfu, jarðaber og oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  Hringdu :)

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:  Útiloka ekki neitt

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Emre Mor

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:  Guðmann

Sætasti sigurinn: ÍBV heima

Mestu vonbrigðin: Klúðraði víti í 8-liða úrslit á N1 mótinu

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birkir Valur Jónsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ráða pabba sem yfirmann íþróttamála

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Alexandra J

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðmundur Júliusson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Orri Sigurður

Uppáhalds staður á Íslandi: Fossvogur

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Vekja kærustuna mína

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Íslensku

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Party for everybody

Vandræðalegasta augnablik: Man ekkert núna því miður

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jón Dagur Þorsteinsson alltaf til í einhverja vitleysu, Birkir Valur góður í pabba hlutverkinu og eldhúsinu og Rasmus Christiansen með allt á hreinu.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Tala 4 tungumál
Athugasemdir
banner
banner
banner