Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. janúar 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Palace náði ekki í Eder - Ólíklegt að Sturridge fari
Sturridge hefur skorað 63 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool.
Sturridge hefur skorað 63 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það virðist ólíklegt að félagsskipti Daniel Sturridge til Inter gangi í gegn þar sem ítalska félaginu tókst ekki að selja Eder til Crystal Palace.

Ítalskir fjölmiðlar telja að samræðum milli Inter og Crystal Palace hafi lokið endanlega í gær og þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp í dag.

Enska félagið vildi fá Eder á láni út tímabilið með kaupmöguleika, en Inter vill ekki láta sóknarmanninn frá sér án kaupskuldbindingar. Palace hefði fengið Eder fyrir 8.5 milljónir punda.

Eder sjálfur, sem er 31 árs, vill helst ganga til liðs við Roberto Mancini og lærisveina hans í Zenit frá Pétursborg.

Eder og Sturridge eiga það sameiginlegt að fá lítinn spilatíma hjá sínum félögum. Eder vill burt frá Inter en Sturridge gæti reynt að berjast fyrir byrjunarliðssæti Liverpool, enda á hann bestu ár ferilsins framundan.

Sevilla hefur einnig sýnt Sturridge áhuga en Liverpool ætlar ekki að selja hann ódýrt. Liverpool vill 2 milljónir fyrir að lána hann út tímabilið og aðrar 25 milljónir í kaupskuldbindingu næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner