Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. maí 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
Aukin öryggisgæsla í úrslitaleiknum eftir hryðjuverkin
Þjóðarleikvangurinn Wembley
Þjóðarleikvangurinn Wembley
Mynd: Getty Images
Ensk lögregluyfirvöld gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þess efnis að öryggisgæsla í kringum úrslitaleik enska bikarsins verði hert til muna í ljósi atburða mánudagskvöldsins.

Í yfirlýsingunni kom meðal annars fram að fjölgað verði talsvert vopnuðum lögreglumönnum í námunda við leikvanginn sem og í stúkunni.

Allt eru þetta varúðarráðstafanir vegna hryðjuverkaárásarinnar sem átti sér stað í Manchester á mánudagskvöldið, þegar að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á tónleikum hjá Ariana Grande. 22 létu lífið og að minnsta kosti 59 særðust.

Það eru Arsenal og Chelsea sem leika til úrslita á Wembley á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Athugasemdir
banner
banner