Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. apríl 2016 19:28
Magnús Már Einarsson
Myndband: Leyfðu þeir andstæðingi að labba framhjá sér?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjar velta því fyrir sér hvort úrslitum hafi verið hagrætt í leik Marchamalo og Toleod II í spænsku D-deildinni um helgina.

Mario, leikmaður Marchamalo, skoraði þá eftir að hafa átt 70 metra sprett með boltann.

Mario hljóp framhjá fjórum leikmönnum Toledo II áður en hann lék á markvörðinn og skora.

Varnarmenn Toledo II reyndu lítið að stöðva Mario og máttlausar tilraunir þeirra hafa vakið margar spurningar.

Myndband af markinu má sjá hér að neðan. Leyfðu leikmenn Toledo II andstæðingi sínum að skora þetta mark viljandi?


Athugasemdir
banner
banner