Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. apríl 2016 16:37
Magnús Már Einarsson
Tveir leikir á Hásteinsvelli áður en mótið hefst
Frá Hásteinsvelli.
Frá Hásteinsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum kemur mjög vel undan vetri og er heldur betur klár í slaginn fyrir fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á sunnudag þegar ÍBV fær ÍA í heimsókn.

Um síðustu helgi hafði Breiðablik betur gegn ÍBV í æfingaleik á Hásteinsvelli en lokatölurnar urðu 2-1.

Næstkomandi fimmtudag mætast sömu lið í kvennaflokki en um er að ræða úrslitaleik Lengjubikarsins.

Úrslitaleikurinn í Lengjubikar kvenna hefur farið fram á gervigrasi undanfarin ár en leikurinn á fimmtudag fer fram á Hásteinsvelli.

Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á fimmtudagskvöld á Hásteinsvelli en á sunnudag mætast ÍBV og ÍA í Pepsi-deild karla klukkan 17:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner