Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mán 26. febrúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
FH fær miðvörð frá Gínea-Bissau (Staðfest)
Edigeison Gomes í leik á Ólympíuleikunum með Dönum 2016.
Edigeison Gomes í leik á Ólympíuleikunum með Dönum 2016.
Mynd: Getty Images
FH hefur fengið varnarmanninn Edigerson Gomes Almeida í sínar raðir á láni frá Henan Jianye í Kína en hann fékk leikheimild hjá KSÍ í dag. Gomes er 29 ára gamall miðvörður en hann á að hjálpa til við að fylla skarð Kassim Doumbia og Bergsveins Ólafssonar sem eru báðir farnir frá FH.

Gomes er frá Gínea-Bissau en hann er með portúgalskt og danskt vegabréf. Frá sex til ellefu ára bjó hann í Portúgal með möður sinni en hann flutti síðan til föður síns í Danmörku þar sem hann lék í yngri flokkunum.

Gomes hóf meitaraflokksferil sinn með Herlev en hann lék síðan með Köge og Esbjerg áður en hann fór til Henan Jianye í úrvalsdeildinni í Kína árið 2015. Á síðasta tímabili spilaði hann 22 leiki í úrvalsdeildinni í Kína.

Árið 2016 lék Gomes sem eldri leikur með landsliði Dana á Ólympíuleikunum. Í fyrra ákvað hann hins vegar að hefja landsliðsferil sinn með Gínea-Bissau en hann skoraði í fyrsta leik gegn Namibíu í júní í fyrra.

FH er í æfinga og keppnisferð á Marbella á Spáni en þar er kantmaðurinn Zeiko Lewis á reynslu hjá félaginu. Lewis er landsliðsmaður Bermúda.

Komnir:
Edigerson Gomes Almeida frá Henan Jianye
Geoffrey Castillion frá Víkingi R.
Guðmundur Kristjánsson frá Start
Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro
Kristinn Steindórsson frá GIF Sundsvall

Farnir:
Böðvar Böðvarsson til Jagiellonia Białystok (Pólland)
Bergsveinn Ólafsson í Fjölni
Emil Pálsson til Sandefjord
Guðmundur Karl Guðmundsson í Fjölni
Jón Ragnar Jónsson hættur
Kassim Doumbia til Maribor
Matija Dvornekovic
Athugasemdir
banner
banner
banner