Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 09:42
Magnús Már Einarsson
Gylfi er besti leikmaður í sögu Swansea
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er efstur í kjöri Wales Online en þar er könnun á því hver sé besti leikmaðurinn í sögu Swansea.

Gylfi hefur hefur skorað 37 mörk í 131 leik með Swansea en hann dró vagninn þegar liðið bjargaði sér frá falli á nýliðnu tímabili.

Þegar þetta er skrifað er Gylfi með 31% atkvæða en miðjumaðurinn Leon Britton kemur næstur með 21%.

Smelltu hér til að taka þátt í könnuninni

Leikmennirnir sem koma til greina
Gylfi Þór Sigurðsson
Ashley Williams
Leon Britton
Lee Trundle
Mel Nurse
Robbie James
Ivor Allchurch
Cliff Jones
Alan Curtis
Mel Charles
Leighton James
Bob Latchford
Ante Rajkovic
Roger Freestone
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner