Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júní 2016 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérfræðingur BBC spáir 3-0 sigri Englands
Icelandair
Mark Lawrenson spáir tapi Íslands
Mark Lawrenson spáir tapi Íslands
Mynd: Getty Images
Mark Lawrenson, sérfræðingur BBC, spáir í spilin fyrir alla leikina á EM í Frakklandi.

Hann var með 42% rétt í riðlakeppninni og spáði svo rétt fyrir um sigurvegara í leikjunum 16-liða úrslitunum í gær.

Eini riðillinn sem hann náði ekki einum úrslitum rétt í var í riðli okkar Íslendingar þar sem Ísland og Ungverjar komu mikið á óvart.

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum á morgun og Lawrenson er ekki bjartsýnn fyrir hönd Íslands.

England 3 - 0 Ísland
„Við vitum við hverju má búast frá Íslandi - þeir munu liggja aftur, reyna að halda sér í leiknum og sækja hratt," segir Lawrenson.

„Það hefur virkað fyrir þá hingað til, en ég held að ef England mætir til leiks þá muni þeir skapa eins mikið af færum og þeir gerðu í riðlakeppninni og núna munu þeir skora."

„Lars Lagerback, þjálfari Íslands, tapaði ekki í sex leikjum gegn Englandi sem þjálfari Svíþjóðar, en annað kvöld mun hann tapa."

Athugasemdir
banner
banner
banner