Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júní 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi sagður kosta að minnsta kosti 40 milljónir punda
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leicester Mercury, staðarblaðið í Leicester, segir að Gylfi Þór Sigurðsson fari ekki frá Swansea í sumar fyrir minna en 40 milljónir punda.

Leicester er á meðal félaga sem hefur sýnt Gylfa áhuga eftir frábæra frammistöðu á síðasta tímabili.

Um helgina bárust fréttir af því að Swansea hefði hafnað 27 milljóna punda tilboði frá Everton í Gylfa en hann hefur einnig verið orðaður við Leicester, Tottenham og Southampton.

Eigendur Swansea hafa sagt að Gylfi sé ekki til sölu en Leicester Mercury segir að tilboð upp á 40 milljónir punda geti þó mögulega breytt þeirri skoðun þeirra.

Gylfi fær hins vegar ekki að fara frá Swansea á lægri upphæð en það samkvæmt frétt Leicester Mercury.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner