Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. nóvember 2014 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Liverpool gerði jafntefli - Arsenal vann
Alexis er óstöðvandi.
Alexis er óstöðvandi.
Mynd: Getty Images
Allt jafnt hjá Liverpool gegn Ludogorets í Búlgaríu.
Allt jafnt hjá Liverpool gegn Ludogorets í Búlgaríu.
Mynd: Getty Images
Mandzukic gerði þrennu gegn Olympiakos.
Mandzukic gerði þrennu gegn Olympiakos.
Mynd: Getty Images
Liverpool gerði jafntefli við Ludogorets í Meistaradeildinni í kvöld og er því með fjögur stig eftir fimm umferðir í B-riðli.

Liðið mætir Basel í lokaumferðinni og verður sú viðureign hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kemst í 16-liða úrslit.

Arsenal lagði þá Borussia Dortmund í toppbaráttu D-riðils og tryggði þannig þátttöku sína í 16-liða úrslitum.

Mario Mandzukic skoraði þrennu í stórsigri Atletico Madrid gegn Olympiakos, Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Real Madrid í sigri gegn Basel og Juventus lagði Malmö af velli.

Anderlecht hafði betur gegn Galatasaray og endar því í þriðja sæti D-riðils sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Monaco lagði Bayer Leverkusen gegn gangi leiksins og er toppbarátta C-riðils því galopin.

A-riðill:
Atletico Madrid 4 - 0 Olympiakos
1-0 Raul Garcia ('9)
2-0 Mario Mandzukic ('38)
3-0 Mario Mandzukic ('62)
4-0 Mario Mandzukic ('65)

Malmö 0 - 2 Juventus
0-1 Fernando Llorente ('49)
0-2 Carlos Tevez ('88)
Rautt spjald: Erik Johansson, Malmö ('89)

B-riðill:
Basel 0 - 1 Real Madrid
0-1 Cristiano Ronaldo ('35)

Ludogorets 2 - 2 Liverpool
1-0 Dani Abalo ('3)
1-1 Rickie Lambert ('8)
1-2 Jordan Henderson ('37)
2-2 Georgi Terziev ('88)

C-riðill:
Bayer Leverkusen 0 - 1 Monaco
0-1 Lucas Ocampos ('72)

Zenit 1 - 0 Benfica
1-0 Danny ('79)

D-riðill:
Arsenal 2 - 0 Borussia Dortmund
1-0 Yaya Sanogo ('2)
2-0 Alexis Sanchez ('57)

Anderlecht 2 - 0 Galatasaray
1-0 Chancel Mbemba ('44)
2-0 Chancel Mbemba ('86)
Rautt spjald: Selcuk Inan, Galatasaray ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner