Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 27. febrúar 2017 13:44
Magnús Már Einarsson
Dómararnir fóru heim með poka frá Real Madrid
Fernando Roig, forseti Villarreal.
Fernando Roig, forseti Villarreal.
Mynd: Getty Images
Fernando Roig, forseti Villarreal, var brjálaður út í dómarana eftir 3-2 tap liðsins gegn Real Madrid í gær.

Villarreal var 2-0 yfir eftir rúman klukkutíma en Real Madrid kom til baka og náði að landa stigunum þremur. Real Madrid skoraði meðal annars úr vítaspyrnu sem menn hjá Villarreal voru ósáttir með.

Roig sagði við fjölmiðla eftir leik að Jesus Gil Manzano, dómari leiksins, og aðstoðarmenn hans hefðu farið heim eftir leikinn með poka frá Real Madrid.

Í pokanum voru gjafir frá Real Madrid eins og pennar og lyklakippur.

„Gil Manzano og aðstoðarmenn hans fóru heim af leikvanginum með Real Madrid poka. Það er ekki rétt hegðun að mínu mati," sagði Roig.

Fjölmiðlar á Spáni segja að Real Madrid færi dómurum gjafir eftir alla heima og útileiki liðsins en um er að ræða poka með ýmsum smávarningi.
Athugasemdir
banner
banner