Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2016 06:24
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Lionel Messi hættur í landsliði Argentínu (Staðfest)
Lionel Messi er óvænt hættur að spila með landsliði Argentínu eftir að hafa klúðrað víti í nótt.
Lionel Messi er óvænt hættur að spila með landsliði Argentínu eftir að hafa klúðrað víti í nótt.
Mynd: Getty Images
Einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, tilkynnti í nótt að hann sé hættur að leika með argentíska landsliðinu.

Þetta kom í kjölfar þess að Argentína tapaði fyrir Síle í úrslitaleik Suður Ameríkubikarsins, Copa America.

Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Messi tók eitt víti og skaut yfir mark Síle manna og lokatölur urðu 4-2 fyrir Síle í vító eftir að ekkert mark hafði verið skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu.

„Fyrir mér er landsliðið búið. Ég hef gert allt sem ég hef getað gert, það er sárt að vera ekki meistari," sagði Messi sem sjálfur skoraði fimm mörk á mótinu í ár.

Hann hefur unnið átta deildartitla og fjóra meistaradeildartitla með Barcelona en einu verðlaunin hans með landsliði voru Ólympíugullið árið 2008. Argentína hefur tapað þremur stórum úrslitaleikjum á síðustu þremur árum.

Liðið tapaði 1-0 gegn Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014 og svo tvisvar gegn Síle í úrslitaleik Copa America, bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni. Messi tapaði einnig úrslitaleik Copa America árið 2007 gegn Brasilíu.

Hann hefur skorað 453 mörk í 531 leik fyrir Barcelona, og þar á meðal eru 312 mörk í spænsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner