Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. ágúst 2014 16:40
Magnús Már Einarsson
Ólafur Karl: Vona að það verði baulað á mig á San Siro
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen og félagar í Stjörnunni mæta Inter á San Siro annað kvöld í síðari leik liðanna í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar.

,,Það er spenna í flestum en ég er vanur að spila á svona völlum. Ég er rólegur og er að reyna að segja þeim að þetta sé skrýtið fyrst en síðan venst þetta," sagði Ólafur Karl við Fótbolta.net í dag.

Stjarnan tapaði fyrri leiknum 3-0 en Ólafur Karl segir að ekki sé öll nótt úti enn. ,,Við ætlum að reyna, það sakar ekki. Fólk má alveg hlægja af því ef það vill," sagði Ólafur Karl.

Nemanja Vidic, varnarmaður Inter, var ekki sáttur eftir fyrri leikinn þar sem Ólafur Karl tók myndband af honum í tengslum við lyfjapróf eins og kom fram í viðtali eftir leik.

,,Fólk sem heldur að ég hafi tekið þetta í miðju lyfjaprófi er eitthvað að misskilja hlutina. Við vorum að bíða eftir að fara í lyfjapróf og sátum í dómaraklefa saman."

Ólafur Karl deildi myndbandinu á snapchat en hann útilokar ekki að taka aftur upp skot af Vidic annað kvöld. ,,Ég ætla að vera með alvöru kameru og taka aftur upp núna, í stað þess að taka upp á símann," sagði Ólafur Karl léttur í bragði.

,,Ég vona innilega að þetta hafi lekið í ítalska fjölmiðla og það verði baulað á mig á San Siro. Það er draumurinn."
Athugasemdir
banner
banner