Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. apríl 2016 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Daily Mail: Ranieri fær rúman milljarð fyrir að vinna titilinn
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því að Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, fái fimm milljónir punda í bónusgreiðslu takist Leicester að vinna Englandsmeistaratitilinn. Fimm milljónir punda samsvara tæplega einum milljarði íslenskra króna.

Leicester er aðeins þremur stigum frá því að tryggja sér titilinn og því líklegt að Ítalinn eigi gott sumar með stútfulla vasa af peningum.

Ranieri skrifaði undir þriggja ára samning síðasta sumar og heldur Daily Mail því fram að meðal samningsákvæða hafi verið 5 milljónir punda fyrir Englandsmeistaratitil.

Ranieri og umboðsmaður hans kröfðust þess að það yrðu samningsákvæði sem myndu verðlauna hann tækist félaginu að næla sér í evrópudeildar- eða meistaradeildarsæti eða landa afar ólíklegum, jafnvel ómögulegum, Englandsmeistaratitli.

Heimildarmenn Daily Mail segja að Ranieri fái 100 þúsund pund fyrir hvert sæti fyrir ofan fallsvæðið og bætast þær bónusgreiðslur ofan á titilgreiðsluna, þannig að Ítalinn ætti að fá um 6.7 milljónir fyrir árangurinn.

Ranieri er í óformlegum samningsviðræðum við Leicester og segir þessi 64 ára gamli þjálfari að Leicester gæti verið hans síðasta félag á ferlinum.

„Ég er ánægður hér og hugsa ekki um annað en Leicester. Ég held að Leicester verði mitt síðasta félag og ég vona að ég fái sex eða sjö ára samning og fái að ljúka ferlinum hér."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner