Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. maí 2017 15:58
Kristófer Kristjánsson
Pepsi kvenna: KR með fyrsta sigurinn í sumar
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í sumar
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 3 KR
0-1 Sigríður María S Sigurðardóttir ('27)
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir ('30)
1-2 Jesse Shugg ('40)
1-3 Hólmfríður Magnúsdóttir ('65)
Lestu nánar um leikinn

Einn leikur var á dagskrá í Pepsi-deild kvenna í dag en það var viðureign Fylkis og KR á Floridana vellinum í Árbænum.

KRingar voru á botninum fyrir leikinn án stiga, aðeins búnir að skora eitt mark.

Það voru hinsvegar stelpurnar úr Vesturbænum sem sem komust yfir á 27. mínútu þökk sé glæsilegu marki Sigríðar Maríu Sigurðardóttur, stöngin inn.

Forystan var tvöföld aðeins þremur mínútum síðar þegar Hólmfríður Magnúsdóttir slapp ein í gegn og vippaði yfir Ástu Vigdísi í marki Fylkis, 0-2.

Heimamenn minnkuðu muninn fyrir hálfleik en þar var á ferðinni Jesse Shugg en KRingar voru ekki búnir.

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði sitt annað mark og þriðja mark KR eftir rúman klukkutíma leik eftir hornspyrnu en þetta var hennar fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar.

Fleiri urðu mörkin ekki og fyrsti sigur KR í sumar staðreynd. KR fer því upp fyrir Hauka í 9. sætið en Fylkir er áfram í 8. sæti með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner