Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   þri 29. júlí 2014 23:26
Mist Rúnarsdóttir
Kristín Ýr: Búin að plana að skora
Kristín Ýr var hetja Vals í kvöld
Kristín Ýr var hetja Vals í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristín Ýr Bjarnadóttir átti svokalla draumainnkomu í lið Vals þegar hún tryggði Valskonum 2-1 sigur á Aftureldingu í uppbótartíma. Kristín Ýr hefur verið að glíma við þrálát meiðsli og var að koma inn á í sínum fyrsta mótsleik á árinu. Hún var skiljanlega alsæl þegar Fótbolti.net náði tali af henni eftir leik.

„Þetta var allavegana mjög ljúft,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði nánast í sinni fyrstu snertingu.

„Ég held reyndar að þær hafi verið aðeins fleiri en ein en þetta er svona. Ég vissi bara að Hallbera myndi gefa á mig í horninu. Við vorum búnar að eiga þarna gott augnsamband rétt fyrir hornið. Svona vinnum við vel saman vinkonurnar.“

Var það planað að Kristín Ýr myndi koma inná í lokin ef Valur fengi hornspyrnu?

„Ég var bara búin að plana að skora þegar ég kæmi inná. Það var það eina sem var planað.“

Eins og áður segir var Kristín Ýr að koma inná í sínum fyrsta leik á árinu en ýmiskonar meiðsli hafa haldið henni utan vallar. Hún segist vongóð um að hún geti leikið með Val út tímabilið.

„Ég er bara komin aftur. Vona ég. All in. Þetta er búið að vera svolítið langdregið. Brjóskskemmdir og liðþófavesen og svona. Smá vökvavesen á mér en ég er svo heppin að vera með Björn Zoega á kantinum sem tappar af mér reglulega. Ég er allavega eins tilbúin og ég get verið.“

Hún var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn í dag. Nægja henni kannski bara 5 mínútur í leik?

„Ef að þjálfarinn myndi heyra í mér núna þá myndi ég helst vilja fá 90 sko. Þá myndi ég örugglega bara skora fleiri ef ég fengi fleiri tækifæri en svo getur maður klúðrað líka. Fótboltinn er svo mikið genalottó sko.“

„Ég er allavegana komin í stand í hausnum.. Þór er að reyna að gefa mér einhverjar vísbendingar. Ég var að vona að hann væri að segja mér að ég væri klár“,
sagði Kristín Ýr en þjálfari hennar Þór Hinriksson reyndi að koma til hennar einhverjum skilaboðum á meðan viðtalinu stóð.

„Ég er allavegana í góðu standi í hausnum. Kannski hefur maður verið fljótari í fyrstu skrefunum en hugurinn hefur nú fleytt mér langt hingað til, kannski frekar en einhver mega fótboltageta og jú, jú. Ég er klár í slaginn.“

Leikur Vals hefur verið afar sveiflukenndur í sumar en Kristín Ýr er mjög bjartsýn á framhaldið og telur að Valsliðið geti unnið þá leiki sem eftir eru.

„Svona rúllum við í Val. Við erum soddan jójó-stelpur, ha? Það leggst bara rosalega vel í mig. Nú held ég að við vinnum bara rest. Þannig líður mér allavegana í hjartanu. Ég hef rosalega mikla trú á okkur og ég veit að það er rosalega mikil trú í liðinu á að við vinnum bara rest. Útaf því að við erum Valur og við erum bestar.“
Athugasemdir
banner
banner
banner