Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. júlí 2014 10:00
Elvar Geir Magnússon
Valbuena í enska boltann?
Powerade
Marseille hefur fengið tilboð frá West Ham og QPR í Mathieu Valbuena.
Marseille hefur fengið tilboð frá West Ham og QPR í Mathieu Valbuena.
Mynd: Getty Images
Barcelona og Manchester United hafa áhuga á Juan Cuadrado.
Barcelona og Manchester United hafa áhuga á Juan Cuadrado.
Mynd: Getty Images
Góðan daginn! Það er komið að slúðurpakkanum en starfsmenn BBC skoða alla helstu fjölmiðla heims og þefa uppi það bitastæðasta.

Ron Vlaar, varnarmaður Aston Villa, mun funda með knattspyrnustjóranum Paul Lambert um helgina en Southampton hefur mikinn áhuga á að fá þennan 29 ára leikmann í sínar raðir. (Daily Mirror)

Nýliðar Queens Park Rangers undirbýr 4 milljóna punda tilboð í kólumbíska miðjumanninn Carlos Sanchez (28 ára) sem er hjá Elche. (Daily Mirror)

Marseille hefur fengið tilboð frá West Ham og QPR í Mathieu Valbuena (29) sem hafnaði þeim möguleika að ganga í raðir Dynamo Moskvu. (L'Equipe)

Sunderland er í viðræðum við Lazio um belgíska varnarmanninn Luis Pedro Cavanda (23) eftir að hafa mistekist að ná samkomulagi um Marcos Alonso hjá Fiorentina sem var á láni á Leikvangi ljóssins á síðasta tímabili. (Daily Mail)

Manchester United og Barcelona eru enn að reyna að fá Juan Cuadrado, leikmann Fiorentina. 32 milljóna punda verðmiðinn á kólumbíska landsliðsmanninum gæti fælt félögin frá. (Marca)

Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við Juventus um kaup á Arturo Vidal fyrir 47 milljónir punda. (Tuttosport)

Roma hafnar þeim sögusögnum að Marokkóski varnarmaðurinn Mehdi Benatia (27) sé á leiðinni til Manchester City. (Le Figaro)

Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, segir að verstu þrír mánuðir lífs síns séu að baki. Hann missti af enska meistaratitlinum, féll snemma út úr HM með Englandi og lagði landsliðsskóna á hilluna. (Daily Telegraph)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, varar við því að liðið gæti átt í erfiðleikum fyrstu þrjá mánuði tímabilsins á meðan leikmenn aðlagast hans hugmyndafræði. (Times)

Yaya Toure segist geta hugsað sér að enda ferilinn hjá Manchester City. (Guardian)

Didier Drogba segir að Diego Costa, nýr liðsfélagi sinn hjá Chelsea, hafi allt sem þarf til að slá strax í gegn í enska boltanum. (The Sun)

David Gold, eigandi West Ham, hefur beðið Stóra Sam Allardyce afsökunar eftir að hafa óvart ýtt á favorite á færslu stuðningsmanns á Twitter sem kallaði eftir því að Stóri Sam yrði rekinn. (The Sun)

AC Milan er í viðræðum við brasilíska framherjann Robino (30). (Le Figaro)

Atletico Madrid hefur ekki gefist upp á því að reyna að fá Santi Cazorla (29) frá Arsenal, Fernando Torres (30) frá Chelsea og Zakaria Bakkali (18) frá PSV Eindhoven. (AS.com)

Xherdan Shaqiri gæti hafnað möguleika á að fara til Liverpool til að vera áfram hjá Bayern München og reyna að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. (Tuttosport)

Þýsku félögin Borussia Dortmund og Schalke hafa áhuga á serbneska framherjanum Aden Ljajic (22) hjá Roma. (Bild)

Southampton og Real Sociedad hafa áhuga á alsírska miðjumanninum Ryad Boudebouz (24) hjá Bastia í Frakklandi. (Le Figaro)
Athugasemdir
banner
banner