0
Sport Center FA of Serbia
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
Aðstæður: Milt veður, 10 stiga hiti
Dómari: Ewa Augustyn (Pólland)
Serbar hafa leikið íslenska liðið grátt. Skot í slá hér. Staðan er þó enn jöfn, 1-1. pic.twitter.com/RU7vjPy6Xq
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 23, 2024
Þessi fyrri hálfleikur hefur alls ekki verið góður. Höfum lítið skapað af opnum færum og eigum í erfiðleikum með að halda í ??.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 23, 2024
Hlín og Diljá fá varla ??. Alltaf upp á Sveindísi.
Langt innkast/fast leikatriði að skila okkur marki og bjarga okkur eins og oft áður.#fotboltinet
Serbar eru komnir 1-0 yfir á móti Íslandi. pic.twitter.com/dg67I7smEz
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 23, 2024
Íslendingar voru fljótir að jafna gegn Serbum. Var þetta ekki sjálfsmark? pic.twitter.com/B5suhlBbPx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 23, 2024
Erfið byrjun en íslenska liðið að bíta frá sér núna. Svona á að svara!
Það leit út fyrir að þetta mark yrði ekki dæmt. Aðstoðardómarinn setti flaggið á loft. Íslenska liðið brjálaðist og aðaldómarinn dæmdi mark.
Ísland skorar úr sínu fyrsta færi í leiknum. Sveindís með langt innkast, Glódís skallar í Alexöndru og boltinn lekur yfir línuna. Ekki fallegasta mark í heimi en mark samt sem áður.
Fyrsta korterið alveg eins og síðustu leikir. Höldum ekkert í ?? og erum undir stanslausri pressu og eltingarleik. Hödum þeim ???????? samt frá alvöru færum.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 23, 2024
Þurfum að nýta styrkleika okkar betur - nota báða kanta og fá Karólínu á ?? og skapa 1 á 1 stöðu fyrir Sveindísi #fotboltinet
Serbarnir spila stutt úr hornspyrnunni. Selma og Karólína ekki alveg á tánum og Filipovic fær fínasta skotfæri í teignum. Hún hittir boltann vel og yfir Telmu fer hann.
Sofandaháttur í íslenska liðinu. Ekki boðlegt í svona leik.
Áfram Ísland!
Það er frítt á leikinn en mætingin er engin.
Það er gríðarlega mikilvægt að við vinnum einvígið gegn Serbíu.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 23, 2024
Þær ???????? eru með nokkra hörkuleikmenn en tap í einvíginu hjá okkar stelpum yrði samt mikil vonbrigði.
Vil sjá alvöru frammistöðu í dag og að við spilum ??.
Áfram ???????? pic.twitter.com/bJp2X315xG
Liðið er byrjað að hita upp á vellinum undir handleiðslu Gunnhildar sem spilaði yfir 100 landsleiki á sínum ferli.
Hann gerir þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum á Dönum. Telma Ívarsdóttir kemur í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttur og þá kemur Sveindís Jane Jónsdóttir á hægri kantinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur.
Ingibjörg Sigurðardóttir kemur þá inn fyrir Guðnýju Árnadóttur í vörnina.
Davíð Snorri hefur starfað sem þjálfari U21 landsliðsins frá 2021 en þar áður var hann þjálfari U17 landsliðs karla. Hann þjálfaði hjá Leikni og Stjörnunni áður en hann hóf störf hjá KSÍ.
Ewa Augustyn poprowadzi dzi? mecz Ligi Mistrzy? – spotkanie AS Roma z zespo?em Ajaxu Amsterdam! ???? W zespole s?dziowskim znajd? si? tak?e Aleksandra Ulanowska, Julia Bukarowicz oraz Monika Mularczyk. ????????
— ??czy nas pi?ka kobieca (@laczynaskobieca) November 23, 2023
???? Pomorski Zwi?zek Pi?ki No?nej pic.twitter.com/1TD0av8BHB
Á stærsta fréttamiðli landsins er fjallað um tenniskappann Novak Djokovic, körfuboltastjörnuna Nikola Jokic, Partizan Belgrad og Rauðu stjörnuna en það er ekkert fjallað um kvennalandsleikinn sem fer fram í Stara Pazova
Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Harpa Þorsteinsdóttir (2), Dagný Brynjarsdóttir (2), Rakel Hönnudóttir (2), Glódís Perla Viggósdóttir, og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu.
Þá skoraði markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir úr vítaspyrnu á 65. mínútu í sínum síðasta landsleik.
Ísland hefur unnið alla leiki sína gegn Serbíu, samtals með markatölunni 27-2,
Mikið hefur breyst á tíu árum en aðeins einn leikmaður er eftir úr hópnum hjá Íslandi úr leiknum árið 2014. Það er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla en hún var í vörn Íslands í leiknum og skoraði eins og áður kemur fram. Arna Sif átti að vera í hópnum í dag en hún meiddist því miður illa.
Glódís var þarna á 19. aldursári en hún mun í dag spila sinn 121. landsleik fyrir Ísland. Í þessum leikjum hefur hún skorað tíu mörk.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á sem varamaður í leiknum en hún er í dag styrktarþjálfari landsliðsins.
Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu 2014:
1. Þóra Björg Helgadóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Dagný Brynjarsdóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir
20. Elísa Viðarsdóttir
21. Fanndís Friðriksdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
26. Arna Sif Ásgrímsdóttir
Í byrjunarliði Serbíu voru meðal annars Vesna Elísa Smiljkovic og Danka Podovac en þær spiluðu lengi hér á Íslandi. Sú síðarnefnda er í dag aðstoðarþjálfari serbneska landsliðsins.
Ísland hefur komist inn á síðustu fjögur á Evrópumót og með innkomu Þjóðadeildarinnar verður næsta undankeppni svolítið öðruvísi. Það verður ekki hefðbundin undankeppni, heldur verður hún með Þjóðadeildarbragi, ef svo má að orði komast.
Örugg í umspil ef við vinnum
Til að gera þetta ekki of flókið þá verðum við áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar ef við vinnum þetta tveggja leikja einvígi gegn Serbíu. Þá erum við allavega örugg um að komast í umspil fyrir Evrópumótið.
Við förum þá í undankeppnina í A-deild og mætum öðrum liðum úr þeirri deild í riðlakeppni. Það verða erfiðari leikir en möguleikarnir okkar verða betri.
Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Ef allt er eðlilegt ætti það að vera frekar auðvelt fyrir liðin úr A-deild að standa uppi sem sigurvegari þar.
Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.
Ef stelpurnar okkar vinna einvígið gegn Serbíu, þá eru þær öruggar með að komast allavega í umspil og eiga þá möguleika að komast beint inn á mótið líka. Ef þær falla niður í B-deild þá eiga þær ekki möguleika á því að fara beint inn á mótið og fá líklega erfiðari leið í umspilinu ef þær komast þangað. Þær þurfa þá líklega að fara í gegnum lið úr A-deild til að komast inn á mótið.
Samkvæmt upplýsingum sem Fótbolti.net hefur fengið þá verða fáir Íslendingar á vellinum, en mögulega nokkrir.
Mikill áhugi en valdi heimahagana - „Rétt ákvörðun fyrir mig og okkur" https://t.co/8SOTKcwyvo
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) February 23, 2024
Við spáum því að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, muni halda sig við svipað byrjunarlið og í sigurleiknum gegn Danmörku í desember síðastliðnum. Það var afar vel uppsettur leikur sem endaði með 0-1 sigri Íslands.
Frá þeim leik þarf hann hins vegar að gera tvær breytingar að minnsta kosti. Fanney Inga Birkisdóttir, sem átti draumaleik þar, er meidd og spáum við því að Telma Ívarsdóttir komi inn í liðið í hennar stað. Agla María Albertsdóttir er þá ekki með af persónulegum ástæðum og giskum við á að Sveindís komi inn í liðið fyrir hana.
Þá spáum við því að Ingibjörg Sigurðardóttir komi inn í liðið fyrir Guðnýju Árnadóttur og Guðrún Arnardóttir muni þá færast í hægri bakvörðinn. Möguleiki er líka á því að Ingibjörg muni þá spila í hægri bakverðinum ef þessi breyting verður.
Rosaleg áskorun eftir sáran endi - „Tilboðið kom að lokum ekki" https://t.co/9nEB4pZcW0
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) February 22, 2024
Í liði Serbíu er meðal annars Jovana Damnjanovic, liðsfélagi Glódís í Bayern München. Hún er sóknarmaður en framarlega á vellinum hjá Serbíu er einnig leikmaður úr Chelsea, Jelena Cankovic, sem er eitt sterkasta lið Evrópu.
„Ég þekki tvo leikmenn, báðar mjög góðar. Þær eru með leikmenn í góðum liðum og ég held að Serbía hafi tekið miklum framförum frá því við spiluðum seinast við þær. Það eru geggjaðar aðstæður hér og það er greinilega verið að leggja mikið í þetta lið. Það eru tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði og við þurfum að vera vakandi fyrir því," sagði Glódís.
„Þær hafa tekið miklum framförum og hafa hægt og rólega verið að vinna sig upp. Þær unnu Þýskaland í fyrra og eru með gríðarlega gott lið sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Við þurfum að mæta 100 prósent í þetta. Þær vilja roslega mikið og það er serbneskt að vera með mikla ástríðu. Þær vilja gera allt fyrir þjóðina sína og við þurfum að geta mætt þeim 100 prósent. Við þurfum að vera ofan á í þeirri baráttu."
„Þær eru góðar fram á við. Það eru nokkrir góðir leikmenn þarna sem spila frammi. Þeim líður vel á boltanum og vilja mikið vera með hann. Að sama skapi hafa þær á móti verið að tapa boltanum á hættulegum stöðum og við verðum að vera fljót að refsa ef við vinnum boltann á hættulegum stöðum. Það skiptir miklu máli á móti þeim að koma þeim í ákveðin svæði, vinna boltann og keyra á þær," sagði Steini.
„Við förum í þennan leik til að vinna. Það kemur ekkert til greina annað en að spila til sigurs. En auðvitað er þetta tveggja leikja einvígi þannig að þú ert ekki að taka endalausa sénsa. Varnarleikurinn skiptir miklu máli, að við séum ekki að gefa færi á okkur. Maður býst við því að þær pressi á okkur og stefni á að vera í góðri stöðu þegar þær koma til Íslands. Við þurfum að vera tilbúin í allt. Þær eru grimmar og líkamlegar sterkar, og við þurfum að vera tilbúin í alvöru baráttu."
Mikilvægi leiksins á morgun er mikið.
„Já, algjörlega. Þetta skiptir okkur máli varðandi niðurröðun fyrir undankeppnina. Það er algjört lykilatriði að vera áfram í A-deild og það er það eina sem við hugsum um. Við ætlum okkur þetta og við munum gera þetta," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum en í spilaranum að ofan er hægt að sjá viðtalið í heild sinni.
Það er mikill sveitabragur yfir bænum Stara Pazova en hér er knattspyrnusamband Serbíu með aðstöðu sem kölluð er „hús fótboltans". Sambandið ræður yfir landsvæði og á því er flott hótel og nokkrir æfingavellir. Og einn fótboltavöllur með flottri stúku þar sem kvennalandslið Serbíu spilar leiki sína.
Það verður að segjast að það er kannski erfitt að mæla með heimsókn til Stara Pazova en leikurinn á í dag verður virkilega áhugaverður, og mikilvægur.
Þá þurfti Þorsteinn Halldórsson að gera tvær breytingar eftir að upprunalegi hópurinn var tilkynntur. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir meiddust. Inn í þeirra stað komu Natasha Anasi og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Markverðir:
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 9 leikir
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Stjarnan
Aldís Guðlaugsdóttir - FH
Útileikmenn:
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 25 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 57 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 120 leikir, 10 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 33 leikir, 1 mark
Natasha Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga Fotball - 5 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 38 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 39 leikir, 4 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 10 leikir, 1 mark
Lára Kristín Pedersen - Fortuna Sittard - 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Leverkusen - 35 leikir, 9 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC Nürnberg - 34 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 17 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 3 leikir
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 32 leikir, 8 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir, 4 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 10 leikir, 1 mark
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 10 leikir, 1 mark
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 4 leikir, 2 mörk
Ísland 1 - 0 Wales
Þýskaland 4 - 0 Ísland
Ísland 0 - 1 Danmörk
Ísland 0 - 2 Þýskaland
Wales 1 - 2 Ísland
Danmörk 0 - 1 Ísland
???????? Serbía - Ísland
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 23, 2024
???? Sport Center FA of Serbia
???? Í dag klukkan 15:00
???? Í beinni á RÚV#dottir pic.twitter.com/qxJ0qs8KYs