Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fös 23. febrúar 2024 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Svona var lið Íslands síðast gegn Serbíu - Algjört rúst
Icelandair
Glódís spilaði og skoraði í síðasta leik gegn Serbíu.
Glódís spilaði og skoraði í síðasta leik gegn Serbíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa kom inn af bekknum en hún er í dag aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Gunnhildur Yrsa kom inn af bekknum en hún er í dag aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danka Podovac.
Danka Podovac.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Serbía eigast við á eftir í mikilvægum leik í umspili fyrir Þjóðadeildina. Um er að ræða tveggja leikja einvígi en fyrri leikurinn fer fram í dag í Serbíu og seinni leikurinn verður á Kópavogsvelli í næstu viku.

Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014.

Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Harpa Þorsteinsdóttir (2), Dagný Brynjarsdóttir (2), Rakel Hönnudóttir (2), Glódís Perla Viggósdóttir, og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu.

Þá skoraði markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir úr vítaspyrnu á 65. mínútu í sínum síðasta landsleik.

Ísland hefur unnið alla leiki sína gegn Serbíu, samtals með markatölunni 27-2,

Mikið hefur breyst á tíu árum en aðeins einn leikmaður er eftir úr hópnum hjá Íslandi úr leiknum árið 2014. Það er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla en hún var í vörn Íslands í leiknum og skoraði eins og áður kemur fram. Arna Sif átti að vera í hópnum í dag en hún meiddist því miður illa.

Glódís var þarna á 19. aldursári en hún mun í dag spila sinn 121. landsleik fyrir Ísland. Í þessum leikjum hefur hún skorað tíu mörk.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á sem varamaður í leiknum en hún er í dag styrktarþjálfari landsliðsins.

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu 2014:
1. Þóra Björg Helgadóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Dagný Brynjarsdóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir
20. Elísa Viðarsdóttir
21. Fanndís Friðriksdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
26. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Á bekknum:
12. Sandra Sigurðardóttir
15. Anna Björk Kristjánsdóttir
17. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
23. Guðmunda Brynja Óladóttir
25. Guðný Björk Óðinsdóttir
27. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
28. Sigrún Ella Einarsdóttir

Í byrjunarliði Serbíu voru meðal annars Vesna Elísa Smiljkovic og Danka Podovac en þær spiluðu lengi hér á Íslandi. Sú síðarnefnda er í dag aðstoðarþjálfari serbneska landsliðsins.

Hjá Serbíu byrjaði einnig sóknarmaðurinn Jovana Damnjanovic en hún er þeirra stærsta stjarna í dag. Það vill svo skemmtilega til að hún er liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern München.

Það má búast við talsvert jafnari leik í dag en Serbía hefur verið að taka góð skref fram á við í kvennaboltanum á síðustu árum. Sigurliðið úr þessu einvígi verður í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Leikurinn í dag hefst klukkan 15:00 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Fótbolta.net.
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Athugasemdir
banner
banner