Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
   fim 22. febrúar 2024 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Ísland mætir Serbíu í fyrri leik í umspili á morgun
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg í leik með landsliðinu í desember síðastliðnum.
Ingibjörg í leik með landsliðinu í desember síðastliðnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér finnst þetta rosalega flottar aðstæður sem serbneska sambandið er með. Þetta er töluvert betri völlur sem við erum að æfa á í dag en við höfum æft á síðustu daga. Ég er mjög ánægð með það," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Ísland mikilvægan leik gegn Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er svo á Kópavogsvelli í næstu viku. Í dag æfði liðið á keppnisvellinum Stara Pazova, í smábæ fyrir utan Belgrað, eftir að hafa æft á æfingavelli Rauðu stjörnunnar í gær.

„Við höfum farið mikið yfir taktík og við höfum skoðað Serbana vel. Ég held að við séum mjög klárar í þetta."

Vinnum ekki 9-1
Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014. Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Þóra Björg Helgadóttir, markvörður liðsins, var á meðal markaskorara. Serbneska liðið hefur þróast mikið frá þeim leik og hefur mikil bæting orðið á þeirra leik.

„Við erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu. Serbarnir eru flottir. Þær eru með marga góða leikmenn sem spila með góðum liðum í sterkum deild. Þetta verður hörkuleikur og við þurfum að vera með fulla einbeitingu."

„Ég hef spilað með nokkrum Serbum og spilað á móti Serbum í deildunum sem ég hef verið í. Þetta eru mjög góðir, téknískir leikmenn. Þær eru öðruvísi en við Íslendingar en samt líkir hvað varðar orku og keppnisskap."

Lærir mest á keppnisleikjum
Þetta er fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni í kvennaboltaum en í staðinn fyrir að fara í æfingaleiki, þá er Ísland að fara að spila tvo úrslitaleiki við Serbíu um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hvernig þetta einvígi endar mun hafa áhrif inn í næstu undankeppni Evrópumótsins.

„Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Það eru kostir og gallar við þetta. Það eru margir kostir við að hafa æfingaleiki þar sem maður nær að prófa nýja hluti en núna er meiri pressa á að ná góðum úrslitum. Ég held að maður læri mest á keppnisleikjum og maður fær mest út úr þeim. Það er bara gott," segir Ingibjörg.

„Ég er spennt að sjá hvað leikirnir núna framundan núna sýna. Vonandi náum við að halda okkur uppi í A-deild. Leikirnir í desember gáfu okkur mikið sjálfstraust og við þurftum á því að halda. Við vitum að við erum góðar og við getum spilað góðan fótbolta saman. Það þarf stundum bara nokkra sigurleiki svo að fólk fái sjálfstraust."

Ingibjörg skipti nýverið yfir til Duisburg í Þýskalandi en í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner