Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 22. febrúar 2024 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Ísland mætir Serbíu í fyrri leik í umspili á morgun
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg í leik með landsliðinu í desember síðastliðnum.
Ingibjörg í leik með landsliðinu í desember síðastliðnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér finnst þetta rosalega flottar aðstæður sem serbneska sambandið er með. Þetta er töluvert betri völlur sem við erum að æfa á í dag en við höfum æft á síðustu daga. Ég er mjög ánægð með það," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Ísland mikilvægan leik gegn Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er svo á Kópavogsvelli í næstu viku. Í dag æfði liðið á keppnisvellinum Stara Pazova, í smábæ fyrir utan Belgrað, eftir að hafa æft á æfingavelli Rauðu stjörnunnar í gær.

„Við höfum farið mikið yfir taktík og við höfum skoðað Serbana vel. Ég held að við séum mjög klárar í þetta."

Vinnum ekki 9-1
Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014. Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Þóra Björg Helgadóttir, markvörður liðsins, var á meðal markaskorara. Serbneska liðið hefur þróast mikið frá þeim leik og hefur mikil bæting orðið á þeirra leik.

„Við erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu. Serbarnir eru flottir. Þær eru með marga góða leikmenn sem spila með góðum liðum í sterkum deild. Þetta verður hörkuleikur og við þurfum að vera með fulla einbeitingu."

„Ég hef spilað með nokkrum Serbum og spilað á móti Serbum í deildunum sem ég hef verið í. Þetta eru mjög góðir, téknískir leikmenn. Þær eru öðruvísi en við Íslendingar en samt líkir hvað varðar orku og keppnisskap."

Lærir mest á keppnisleikjum
Þetta er fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni í kvennaboltaum en í staðinn fyrir að fara í æfingaleiki, þá er Ísland að fara að spila tvo úrslitaleiki við Serbíu um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hvernig þetta einvígi endar mun hafa áhrif inn í næstu undankeppni Evrópumótsins.

„Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Það eru kostir og gallar við þetta. Það eru margir kostir við að hafa æfingaleiki þar sem maður nær að prófa nýja hluti en núna er meiri pressa á að ná góðum úrslitum. Ég held að maður læri mest á keppnisleikjum og maður fær mest út úr þeim. Það er bara gott," segir Ingibjörg.

„Ég er spennt að sjá hvað leikirnir núna framundan núna sýna. Vonandi náum við að halda okkur uppi í A-deild. Leikirnir í desember gáfu okkur mikið sjálfstraust og við þurftum á því að halda. Við vitum að við erum góðar og við getum spilað góðan fótbolta saman. Það þarf stundum bara nokkra sigurleiki svo að fólk fái sjálfstraust."

Ingibjörg skipti nýverið yfir til Duisburg í Þýskalandi en í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner