Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Davíð Snorri aðstoðar kvennalandsliðið í Serbíu
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðs karla, er hluti af teymi kvennalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni á morgun.

Davíð Snorri var viðstaddur æfingu landsliðsins í Stara Pazova, úthverfi Belgrað, dag en hann sér um að leikgreina Serbíu fyrir þetta einvígi.

Tom Goodall sér vanalega um leikgreiningu hjá A-landsliði kvenna en hann gat ekki verið með í þessu verkefni.

Davíð Snorri hefur starfað sem þjálfari U21 landsliðsins frá 2021 en þar áður var hann þjálfari U17 landsliðs karla. Hann þjálfaði hjá Leikni og Stjörnunni áður en hann hóf störf hjá KSÍ.

Ísland mætir á morgun Serbíu í mikilvægum leik. Sá leikur hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner