Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fim 22. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Icelandair
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marki fagnað í síðasta glugga.
Marki fagnað í síðasta glugga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María með dóttur sinni.
Sandra María með dóttur sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman þegar hópurinn kemur saman. Við erum staðráðnar að ná í góð úrslit. Það er góð stemning í hópnum og við erum mjög spenntar fyrir morgundeginum," sagði landsliðskonan Sandra María Jessen í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Ísland mikilvægan leik gegn Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er svo á Kópavogsvelli í næstu viku. Í dag æfði liðið á keppnisvellinum Stara Pazova, í smábæ fyrir utan Belgrað, eftir að hafa æft á æfingavelli Rauðu stjörnunnar í gær.

„Við erum allar að koma úr sitthvorri áttinni þegar hópurinn kemur saman og maður þarf alltaf að núllstilla og setja fókusinn á landsliðið. Mér finnst hafa gengið vel. Við höfum æft vel og gert eins vel og hægt er. Við erum að reyna að njóta og samstilla liðið. Það hefur verið flott."

Aðstæður á æfingasvæði Rauðu stjörnunnar voru ekki eins og best er kosið.

„Þetta eru ekki bestu aðstæður sem hægt er að vera í, en við reynum að eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á. Þrátt fyrir að þetta séu ekki bestu aðstæðurnar þá fannst mér góður fókus í liðinu og við vorum að gera vel. Það er gott að koma á góða grasið í dag og enn betra á morgun þegar við spilum hérna."

Verðum að bera virðingu fyrir þeim
Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna og alltaf unnið. Síðasti leikur þessara liða var í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014. Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Þóra Björg Helgadóttir, markvörður liðsins, var á meðal markaskorara. Glódís var einnig á meðal markaskorara í þeim leik en síðan þá hefur serbneska liðið þróast og orðið mun sterkara.

„Þetta verður allt öðruvísi leikur. Þær eru búnar að vera að bæta sig mikið frá ári til árs. Þær unnu Þýskaland sem segir rosalega mikið," segir Sandra María.

„Þetta er lið sem við verðum að bera virðingu fyrir en á sama ætlum við auðvitað að vinna þennan leik. Við þurfum að gera okkar allra besta. Við förum í þennan leik til að vinna og það er klárlega markmiðið. Við erum búnar að skoða þær vel og hvar þeirra veikleikar liggja. Við ætlum að nýta okkur þeirra veikleika til að sækja og skora mörk."

Byggja ofan á það
Síðasta ár var svolítið upp og niður hjá liðinu, en það endaði árið frábærlega, með tveimur góðum sigurleikjum.

„Það er búnar að vera miklar breytingar á okkar liði og stórir póstar búnir að detta út. Mér finnst liðið vera að bæta sig frá glugga til glugga. Í síðasta verkefni var kominn taktur í hópinn og hvernig við spilum okkar leik. Við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það og ná í góð úrslit á morgun," sagði Sandra.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir