Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Búast við 1000-1500 áhorfendum - Fáir Íslendingar
Icelandair
Ísland fagnar marki.
Ísland fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið spilar á eftir mikilvægan leik gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.

Leikurinn fer fram á svæði serbneska knattspyrnusambandsins í Stara Pazova, sem er smábær í um hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni Belgrað.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Það er frítt á leikinn hér í Serbíu og er búist við því að það verði á milli 1000 og 1500 áhorfendur á leiknum í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum sem Fótbolti.net hefur fengið þá verða fáir Íslendingar á vellinum, en mögulega nokkrir.

Það er mikilvægt fyrir íslenska liðið að ná í góð úrslit í dag en seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner