Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Serbía
1
1
Ísland
Tijana Filipovic '19 1-0
1-1 Alexandra Jóhannsdóttir '23
Dina Blagojevic '83
23.02.2024  -  15:00
Sport Center FA of Serbia
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
Aðstæður: Milt veður, 10 stiga hiti
Dómari: Ewa Augustyn (Pólland)
Byrjunarlið:
1. Milica Kostic (m)
3. Andela Frajtovic
5. Violeta Slovic
6. Nevena Damjanovic
8. Dina Blagojevic
9. Jovana Damnjanovic
10. Jelena Cankovic
14. Vesna Milivojevic
17. Allegra Poljak
18. Emilija Petrovic
20. Tijana Filipovic ('64)

Varamenn:
12. Sara Cetinja (m)
23. Jefimija Skandro (m)
2. Isidora Vuckovic
4. Marija Ilic
7. Milica Mijatovic ('64)
11. Biljana Bradic
13. Andela Krstic
15. Sofija Sremcevic
16. Sara Pavlovic
19. Tajla Dzej Vlajnic
21. Mina Cavic
22. Nina Matejic

Liðsstjórn:
Dragisa Zecevic (Þ)

Gul spjöld:
Violeta Slovic ('45)
Dina Blagojevic ('82)

Rauð spjöld:
Dina Blagojevic ('83)
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan í Serbíu. Íslenska liðið spilaði ekki vel í þessum leik en úrslitin eru fín fyrir seinni leikinn heima. Þar getum við klárað þetta einvígi og það er eins gott að fólk mæti á Kópavogsvöll.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
92. mín
Serbar með fyrirgjöf inn á teiginn en Telma gerir vel í að grípa boltann.
90. mín
Fjórum mínútum var bætt við
87. mín
TÆPT! Kom laglegur bolti á fjærstöngina á Sveindísi en Serbar komust fyrir skotið. Munaði ekki miklu!
Brynjar Ingi Erluson
86. mín
Hildur dæmd brotleg á miðsvæðinu eftir hörkuskallaeinvígi. Serbar fá aukaspyrnu og koma henni inn í teiginn, en boltanum hreinsað frá.
Brynjar Ingi Erluson
83. mín Rautt spjald: Dina Blagojevic (Serbía)
Fær hér tvö gul og þar með rautt með skömmu millibili. Þetta þurfum við að nýta okkur.
82. mín Gult spjald: Dina Blagojevic (Serbía)
80. mín
Sveindís með langt innkast en þau hafa ekki verið eins hættuleg í seinni hálfleiknum. Serbar skalla frá.
78. mín
Mijatovic komin í ágætis skotfæri en setur boltann í en Glódís kemur sér fyrir skotið á ögurstundu. Leikurinn aðeins róast þessar síðustu mínútur.
75. mín
Poljak skallar frá og svo á Sveindís fyrirgjöf sem Kostic kýlir frá markinu.
75. mín
Jæja, fáum langt innkast.
74. mín
Karólína liggur eftir og heldur utan um höfuð sitt. Serbarnir eru brjálaðir að dómarinn skula stoppa leikinn og dæma aukaspyrnu.
69. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Tveir íslenskir áhorfendur í stúkunni sem klappa þegar Hlín fer af velli og Olla kemur inn á.
68. mín
Það er eins og við séum bara að bíða eftir því að Serbía skori. Verðum að fara að sparka frá okkur.
67. mín
Hvernig eru þær ekki búnar að skora? Það er í raun með ólíkindum að Serbía hafi ekki skorað í þessum seinni hálfleik. Cankovic núna með hornspyrnu og skallinn í kjölfarið fer í slánna.

66. mín
Damnjanovic með stórhættulega fyrirgjöf en það mætir engin úr serbneska liðinu til að stýra boltanum inn.
64. mín
Inn:Milica Mijatovic (Serbía) Út:Tijana Filipovic (Serbía)
64. mín
Andela Frajtovic með skot lengst utan af velli en það er engin hætta í kringum það.
63. mín
Íslenska liðið er að gera alltof mikið af mistökum með boltann. Það er pirrandi að fylgjast með þessu.
60. mín
Hættulegt! Damnjanovic með fast skot fyrir utan teig sem fer rétt fram hjá! Það var klárlega brotið á Alexöndru í aðdragandanum en ekkert dæmt. Boltinn fer af varnarmanni og Serbía fær hornspyrnu en það kemur ekkert úr henni. Telma kýlir boltann frá.
58. mín
Tvöföld skipting hjá Íslandi. Hafrún Rakel fer út á hægri kantinn og Sveindís fer yfir vinstra megin.
57. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
57. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
57. mín
Veik köll eftir vítaspyrnu hjá Serbíu eftir hornspyrnu en ekkert dæmt.
55. mín
Stórhætta upp við mark Íslands! Flott sókn hjá Serbíu. Damnjanovic tekur boltann vel með sér og finnur Filipovic á teignum, en Guðrún kemur sér fyrir skotið. Ef þetta heldur áfram svona er bara tímaspursmál hvenær Serbía skorar aftur.
53. mín
Damnjanovic með skot að marki en Telma grípur boltann.
51. mín
Íslenska liðið að byrja þennan hálfleik eins og þann fyrri. Kraftlítið og lélegt.
50. mín
Hættulegt! Serbarnir spila sig í gegnum vörnina hjá Íslandi. En sem betur er sendingin frá Cankovic of föst. Annars hefði Milivojevic sloppið ein í gegn.
49. mín
Sveindís gerir vel og reynir sendingu á bak við vörnina. Fínasta sending en Diljá nær ekki að taka boltann með sér. Aftur fyrir endamörk fer boltinn.
46. mín
Úffffff Serbarnir bara nálægt því að skora í upphafi seinni hálfleiks. Damnjanovic með fyrirgjöf og Alexandra setur boltann næstum því í eigið mark. Smá hætta svo í kjölfarið úr hornspyrnunni en íslenska liðið kemur boltanum frá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn Engar breytingar
45. mín
Hálfleikur
Staðan jöfn þegar gengið er til búningsklefa. Íslenska liðið getur betur. Höfum átt í erfiðleikum með að halda í boltann og Serbarnir hafa skapað hættulegar stöður án þess þó kannski að skapa sér mjög hættuleg færi. Verður fróðlegt að sjá hvernig seinni hálfleikurinn spilast.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
45. mín
Aukaspyrnan tekin stutt á Selmu sem neglir boltanum í Hlín. Ekki góð útfærsla, vægast sagt.
45. mín Gult spjald: Violeta Slovic (Serbía)
Fyrirliði Serbíu brýtur harkalega á Hlín út við hliðarlínu. Tækifæri fyrir Ísland að taka forystuna inn í hálfleikinn. Aukaspyrnan kemur inn á teiginn.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn
45. mín
Víti? Cankovic með boltann og setur hann í höndina á Sædísi af stuttu færi. Höndin var úti og því spurning um vítaspyrnu, en sem betur fer ekkert dæmt. Serbarnir í stúkunni ekki sáttir.
44. mín
Ingibjörg setur boltann yfir úr hornspyrnunni.
43. mín
Sveindís í ágætis skotfæri en setur boltann í varnarmann og fær hornspyrnu. Náum við að gera eitthvað úr henni?
41. mín
Sædís hittir boltann illa og Serbarnir með boltann á teig Íslendinga en Glódís kemur honum frá.
37. mín
Taka aukaspyrnuna stutt og setja boltann svo fyrir, en Sveindís er mætt til að koma boltanum frá.
36. mín
Serbía fær hér afar ódýra aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Sædís ekki sátt við þá pólsku.
33. mín
Alexandra með skallann eftir hornspyrnuna en boltinn yfir markið. Alveg frír skalli en svolítið utarlega í teignum.
32. mín
Líklega besta sókn Íslands í leiknum til þessa. Færa boltann vel úr vörninni og upp völlinn. Hlín á svo fyrirgjöf sem skapar smá hættu en Serbar setja boltann út fyrir í hornspyrnu.
29. mín
Markið sem Serbía skoraði
28. mín
Sjálfsmark?
27. mín
Poljak með skot úr fínni stöðu en Telma ver það í hornspyrnu. Það kemur síðan ekkert úr hornspyrnunni.
26. mín
Löngu innköstin að skapa hættu Maður hefur saknað hraðans sem Sveindís býr yfir en löngu innköstin hennar eru ekkert minna vopn. Hafa skapað öll færi okkar hingað til.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
24. mín
Dauðafæri!!! Sveindís með langt innkast og Guðrún setur boltann fram hjá markinu í dauðafæri. Þarna átti hún að gera betur.

Erfið byrjun en íslenska liðið að bíta frá sér núna. Svona á að svara!
23. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
ÍSLAND JAFNAR!!! MARK!!!!!!

Það leit út fyrir að þetta mark yrði ekki dæmt. Aðstoðardómarinn setti flaggið á loft. Íslenska liðið brjálaðist og aðaldómarinn dæmdi mark.

Ísland skorar úr sínu fyrsta færi í leiknum. Sveindís með langt innkast, Glódís skallar í Alexöndru og boltinn lekur yfir línuna. Ekki fallegasta mark í heimi en mark samt sem áður.
19. mín MARK!
Tijana Filipovic (Serbía)
Og þarna kemur það... Íslenska liðið hefur ekki mætt til leiks hérna og þetta er bara fullkomlega verðskuldað.

Serbarnir spila stutt úr hornspyrnunni. Selma og Karólína ekki alveg á tánum og Filipovic fær fínasta skotfæri í teignum. Hún hittir boltann vel og yfir Telmu fer hann.

Sofandaháttur í íslenska liðinu. Ekki boðlegt í svona leik.
18. mín
Það liggur mark í loftinu Cankovic spilar á bak við vörn Íslands og svo á Petrovic hættulega fyrirgjöf. Sveindís, sem er mætt til baka, nær að bjarga á síðustu stundu. Serbía færist nær því að skora fyrsta markið í þessum leik.
15. mín
Poljak núna með skot að marki en Telma grípur boltann. Steini orðinn pirraður á hliðarlínunni hinum megin á vellinum.
14. mín
Serbar reyna að senda fyrir en Ingibjörg setur boltann í hornspyrnu. Allt í einu stemning á vellinum eftir þessa flottu byrjun hjá heimakonum.
11. mín
Sveindís kastar rosalega langt en Serbar skalla frá.
11. mín
Fáum langt innkast frá Sveindísi. Þetta er vopn sem við höfum saknað!
10. mín
Vakna! Cankovic með skot fyrir utan teig sem fer rétt fram hjá markinu. Þarna mátti ekki miklu muna. Þeir fáu áhorfendur sem létu sjá sig í dag klappa fyrir þessari byrjun hjá Serbíu.
9. mín
Serbneska liðið er að hreyfa boltann afar vel og það gengur illa hjá okkar stelpum að halda í við. Erum eftir á í flestum aðgerðum til að byrja með.
7. mín
Heimakonur með boltann fyrir en Glódís og Sædís ná að skalla frá.
4. mín
Serbarnir við það að komast í mjög hættulega stöðu en Alexandra á góða tæklingu sem bjargar málunum. Boltinn endar hjá Telmu í markinu. Smá værukærð yfir þessari byrjun hjá íslenska liðinu, hafa tapað boltanum nokkrum sinnum frekar illa.
1. mín
Leikur hafinn
Hlín með fyrstu spyrnu leiksins. Þetta er farið af stað.

Áfram Ísland!
Fyrir leik
Það eru svona 150-200 manns í stúkunni. Leikurinn að hefjast.
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl Liðin ganga hér út á völlinn undir besta stefi allra tíma, Þjóðadeildarstefinu. Við fáum að heyra íslenska þjóðsönginn fyrst.
Fyrir leik
Áhorfendamætingin... hvað er hægt að segja? Ég fékk upplýsingar um það í gær að Serbarnir væru að búast við 1000 til 1500 áhorfendum á leikinn, en þar voru menn greinilega eitthvað að missa sig í gleðinni. Það eru innan við 100 manns mætt á leikinn þegar korter er í upphafsflaut. Kvennaboltinn er ekki háttskrifaður hér í Serbíu en þetta er hálf vandræðalegt þegar svona mikið er undir.

Það er frítt á leikinn en mætingin er engin.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Gunnhildur Yrsa með liðið í alvöru upphitun Fyrrum landsliðskonan sem er núna styrktarþjálfari landsliðsins kom fyrst inn á völlinn og kallaði á eftir liðinu: ,,Í dag er góður dagur fyrir fótbolta."

Liðið er byrjað að hita upp á vellinum undir handleiðslu Gunnhildar sem spilaði yfir 100 landsleiki á sínum ferli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Nokkrar myndir frá Stara Pozova Áhugaverð borg svo ekki sé meira sagt. Ekki sú líflegasta í heimi en hún er með ágætis karakter. Ég tók nokkrar myndir á göngutúrnum á völlinn en hér fyrir neðan má sjá þessar myndir.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þær sem við þurfum helst að varast í serbneska liðinu Stærsta stjarnan í liði Serbíu er Jovana Damnjanovic, sóknarmaður Bayern München. Það verður fróðlegt að fylgjast með baráttu hennar og Glódísar Perlu, sem eru liðsfélagar í félagsliði sínu. Jelena Cankovic á kantinum er leikmaður Chelsea og svo er Allegra Poljak, leikmaður Levante, virkilega spennandi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breytingarnar þrjár talsins Þorsteinn Halldórsson hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn og er það nákvæmlega eins og Fótbolti.net spáði fyrir um.

Hann gerir þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum á Dönum. Telma Ívarsdóttir kemur í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttur og þá kemur Sveindís Jane Jónsdóttir á hægri kantinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur.

Ingibjörg Sigurðardóttir kemur þá inn fyrir Guðnýju Árnadóttur í vörnina.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands!
Mynd: Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Davíð Snorri aðstoðar kvennalandsliðið í Serbíu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðs karla, er hluti af teymi kvennalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbíu.

Davíð Snorri hefur starfað sem þjálfari U21 landsliðsins frá 2021 en þar áður var hann þjálfari U17 landsliðs karla. Hann þjálfaði hjá Leikni og Stjörnunni áður en hann hóf störf hjá KSÍ.

   22.02.2024 16:50
Davíð Snorri aðstoðar kvennalandsliðið í Serbíu
Fyrir leik
Enduðu síðasta ár frábærlega Eins og mikið hefur verið fjallað um, þá hafa miklar breytingar orðið á íslenska kvennalandsliðinu frá því að Evrópumótinu 2022 lauk. Það hefur tekið tíma fyrir liðið að spila sig saman en það voru jákvæð merki undir lok síðasta árs þegar liðið vann Wales og Danmörku á útivelli í sama verkefninu. Það er vonandi eitthvað sem liðið tekur með sér og byggir á í þessu mikilvæga verkefni.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Dómarateymið frá Póllandi Dómarateymið í dag kemur frá Póllandi og er aðaldómari Ewa Augustyn. Hún dæmdi meðal annars tvo leiki Íslands á Evrópumóti U19 landsliða síðasta sumar; sigurleikinn gegn Tékkum og tapleik gegn Frakklandi. Vonandi dæmir hún sinn annan sigurleik hjá Íslandi í dag.

Fyrir leik
Leikurinn stóri nánast ósýnilegur Hér í Serbíu lítur ekki út fyrir það að kvennalandsliðið hér í landi sé að fara að spila mikilvægan leik í umspili Þjóðadeildarinnar á eftir. Það eru engar auglýsingar þess efnis og á stærstu fréttamiðlum þjóðarinnar er leikurinn stóri nánast ósýnilegur.

Á stærsta fréttamiðli landsins er fjallað um tenniskappann Novak Djokovic, körfuboltastjörnuna Nikola Jokic, Partizan Belgrad og Rauðu stjörnuna en það er ekkert fjallað um kvennalandsleikinn sem fer fram í Stara Pazova

   23.02.2024 11:42
Leikurinn stóri nánast ósýnilegur - „Þau eru bara eftir á hérna"
Fyrir leik
Svona var liðið síðast gegn Serbíu Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014.

Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Harpa Þorsteinsdóttir (2), Dagný Brynjarsdóttir (2), Rakel Hönnudóttir (2), Glódís Perla Viggósdóttir, og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu.

Þá skoraði markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir úr vítaspyrnu á 65. mínútu í sínum síðasta landsleik.

Ísland hefur unnið alla leiki sína gegn Serbíu, samtals með markatölunni 27-2,

Mikið hefur breyst á tíu árum en aðeins einn leikmaður er eftir úr hópnum hjá Íslandi úr leiknum árið 2014. Það er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla en hún var í vörn Íslands í leiknum og skoraði eins og áður kemur fram. Arna Sif átti að vera í hópnum í dag en hún meiddist því miður illa.

Glódís var þarna á 19. aldursári en hún mun í dag spila sinn 121. landsleik fyrir Ísland. Í þessum leikjum hefur hún skorað tíu mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á sem varamaður í leiknum en hún er í dag styrktarþjálfari landsliðsins.

Byrjunarlið Íslands gegn Serbíu 2014:
1. Þóra Björg Helgadóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir
10. Dóra María Lárusdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Dagný Brynjarsdóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir
20. Elísa Viðarsdóttir
21. Fanndís Friðriksdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
26. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Í byrjunarliði Serbíu voru meðal annars Vesna Elísa Smiljkovic og Danka Podovac en þær spiluðu lengi hér á Íslandi. Sú síðarnefnda er í dag aðstoðarþjálfari serbneska landsliðsins.

   23.02.2024 10:50
Svona var lið Íslands síðast gegn Serbíu - Algjört rúst
Fyrir leik
Mikilvægt einvígi Af hverju er svona mikilvægt fyrir Ísland að vinna þetta einvígi sem er framundan?

Ísland hefur komist inn á síðustu fjögur á Evrópumót og með innkomu Þjóðadeildarinnar verður næsta undankeppni svolítið öðruvísi. Það verður ekki hefðbundin undankeppni, heldur verður hún með Þjóðadeildarbragi, ef svo má að orði komast.

Örugg í umspil ef við vinnum
Til að gera þetta ekki of flókið þá verðum við áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar ef við vinnum þetta tveggja leikja einvígi gegn Serbíu. Þá erum við allavega örugg um að komast í umspil fyrir Evrópumótið.

Við förum þá í undankeppnina í A-deild og mætum öðrum liðum úr þeirri deild í riðlakeppni. Það verða erfiðari leikir en möguleikarnir okkar verða betri.

Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Ef allt er eðlilegt ætti það að vera frekar auðvelt fyrir liðin úr A-deild að standa uppi sem sigurvegari þar.

Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.

Ef stelpurnar okkar vinna einvígið gegn Serbíu, þá eru þær öruggar með að komast allavega í umspil og eiga þá möguleika að komast beint inn á mótið líka. Ef þær falla niður í B-deild þá eiga þær ekki möguleika á því að fara beint inn á mótið og fá líklega erfiðari leið í umspilinu ef þær komast þangað. Þær þurfa þá líklega að fara í gegnum lið úr A-deild til að komast inn á mótið.

   23.02.2024 11:12
Af hverju skiptir svona miklu máli fyrir Ísland að vinna einvígið?
Fyrir leik
Frítt á leikinn Það er frítt á leikinn hér í Serbíu og er búist við því að það verði á milli 1000 og 1500 áhorfendur á leiknum í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum sem Fótbolti.net hefur fengið þá verða fáir Íslendingar á vellinum, en mögulega nokkrir.

   23.02.2024 10:30
Búast við 1000-1500 áhorfendum - Fáir Íslendingar
Fyrir leik
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Íslands Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt aftur í hópinn og hún er í líklegu byrjunarliði fyrir leikinn að mati Fótbolta.net. Sveindís er byrjuð að spila aftur með Wolfsburg og verður spennandi að sjá hana aftur í bláu.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Við spáum því að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, muni halda sig við svipað byrjunarlið og í sigurleiknum gegn Danmörku í desember síðastliðnum. Það var afar vel uppsettur leikur sem endaði með 0-1 sigri Íslands.

Frá þeim leik þarf hann hins vegar að gera tvær breytingar að minnsta kosti. Fanney Inga Birkisdóttir, sem átti draumaleik þar, er meidd og spáum við því að Telma Ívarsdóttir komi inn í liðið í hennar stað. Agla María Albertsdóttir er þá ekki með af persónulegum ástæðum og giskum við á að Sveindís komi inn í liðið fyrir hana.

Þá spáum við því að Ingibjörg Sigurðardóttir komi inn í liðið fyrir Guðnýju Árnadóttur og Guðrún Arnardóttir muni þá færast í hægri bakvörðinn. Möguleiki er líka á því að Ingibjörg muni þá spila í hægri bakverðinum ef þessi breyting verður.
Fyrir leik
Fyrir leik
Hvað sagði landsliðsfyrirliðinn? „Þetta eru tveir úrslitaleikir og það er mikilvægt fyrir okkur að halda okkur í A-deildinni. Þetta verða örugglega mjög erfiðir leikir en við höfum undirbúið okkur vel og erum klárar í verkefnið."

Í liði Serbíu er meðal annars Jovana Damnjanovic, liðsfélagi Glódís í Bayern München. Hún er sóknarmaður en framarlega á vellinum hjá Serbíu er einnig leikmaður úr Chelsea, Jelena Cankovic, sem er eitt sterkasta lið Evrópu.

„Ég þekki tvo leikmenn, báðar mjög góðar. Þær eru með leikmenn í góðum liðum og ég held að Serbía hafi tekið miklum framförum frá því við spiluðum seinast við þær. Það eru geggjaðar aðstæður hér og það er greinilega verið að leggja mikið í þetta lið. Það eru tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði og við þurfum að vera vakandi fyrir því," sagði Glódís.

„Þær hafa tekið miklum framförum og hafa hægt og rólega verið að vinna sig upp. Þær unnu Þýskaland í fyrra og eru með gríðarlega gott lið sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Við þurfum að mæta 100 prósent í þetta. Þær vilja roslega mikið og það er serbneskt að vera með mikla ástríðu. Þær vilja gera allt fyrir þjóðina sína og við þurfum að geta mætt þeim 100 prósent. Við þurfum að vera ofan á í þeirri baráttu."

   22.02.2024 13:35
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Fyrir leik
Ætlum okkur þetta og við munum gera þetta Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014. Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Þóra Björg Helgadóttir, markvörður liðsins, var á meðal markaskorara. Glódís Perla Viggósdóttir, sem er fyrirliði Íslands í dag, var einnig á meðal markaskorara í þeim leik.

„Þær eru góðar fram á við. Það eru nokkrir góðir leikmenn þarna sem spila frammi. Þeim líður vel á boltanum og vilja mikið vera með hann. Að sama skapi hafa þær á móti verið að tapa boltanum á hættulegum stöðum og við verðum að vera fljót að refsa ef við vinnum boltann á hættulegum stöðum. Það skiptir miklu máli á móti þeim að koma þeim í ákveðin svæði, vinna boltann og keyra á þær," sagði Steini.

„Við förum í þennan leik til að vinna. Það kemur ekkert til greina annað en að spila til sigurs. En auðvitað er þetta tveggja leikja einvígi þannig að þú ert ekki að taka endalausa sénsa. Varnarleikurinn skiptir miklu máli, að við séum ekki að gefa færi á okkur. Maður býst við því að þær pressi á okkur og stefni á að vera í góðri stöðu þegar þær koma til Íslands. Við þurfum að vera tilbúin í allt. Þær eru grimmar og líkamlegar sterkar, og við þurfum að vera tilbúin í alvöru baráttu."

Mikilvægi leiksins á morgun er mikið.

„Já, algjörlega. Þetta skiptir okkur máli varðandi niðurröðun fyrir undankeppnina. Það er algjört lykilatriði að vera áfram í A-deild og það er það eina sem við hugsum um. Við ætlum okkur þetta og við munum gera þetta," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum en í spilaranum að ofan er hægt að sjá viðtalið í heild sinni.

   22.02.2024 13:22
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Fyrir leik
Æfðu á keppnisvellinum í gær Íslenska liðið dvelur í höfuðborginni Belgrað en í um hálftíma akstursfjarlægð er leikvöllurinn Sportski centar FSS í Stara Pazova. Liðið æfði á þeim velli í gærmorgun. Hann er ekki í fullkomnu ástandi en lítur betur út en æfingavöllur Rauðu stjörnunnar sem liðið æfði á dagana á undan.

Það er mikill sveitabragur yfir bænum Stara Pazova en hér er knattspyrnusamband Serbíu með aðstöðu sem kölluð er „hús fótboltans". Sambandið ræður yfir landsvæði og á því er flott hótel og nokkrir æfingavellir. Og einn fótboltavöllur með flottri stúku þar sem kvennalandslið Serbíu spilar leiki sína.

Það verður að segjast að það er kannski erfitt að mæla með heimsókn til Stara Pazova en leikurinn á í dag verður virkilega áhugaverður, og mikilvægur.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Leikmannahópur okkar Það eru alls fjórar breytingar frá síðasta hóp. Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, kemur inn fyrir Guðnýju Geirsdóttur, markvörð ÍBV, og Sveindís Jane Jónsdóttir mætir aftur í hópinn eftir fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur sem er ekki með af persónulegum ástæðum.

Þá þurfti Þorsteinn Halldórsson að gera tvær breytingar eftir að upprunalegi hópurinn var tilkynntur. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir meiddust. Inn í þeirra stað komu Natasha Anasi og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.

Markverðir:
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 9 leikir
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Stjarnan
Aldís Guðlaugsdóttir - FH

Útileikmenn:
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 25 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 57 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 120 leikir, 10 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 33 leikir, 1 mark
Natasha Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga Fotball - 5 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 38 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 39 leikir, 4 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 10 leikir, 1 mark
Lára Kristín Pedersen - Fortuna Sittard - 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Leverkusen - 35 leikir, 9 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC Nürnberg - 34 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 17 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 3 leikir
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 32 leikir, 8 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir, 4 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 10 leikir, 1 mark
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 10 leikir, 1 mark
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 4 leikir, 2 mörk

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Hvernig komst Ísland í þetta umspil? Þjóðadeildin var sett á laggirnar á síðasta ári í kvennaboltanum en Ísland var þar í riðli með Danmörku, Þýskalandi og Wales. Stelpurnar okkar enduðu með níu stig í riðli síum og eru þess vegna að taka þátt í þessu umspili um að halda sér í Þjóðadeildinni.

Ísland 1 - 0 Wales
Þýskaland 4 - 0 Ísland
Ísland 0 - 1 Danmörk
Ísland 0 - 2 Þýskaland
Wales 1 - 2 Ísland
Danmörk 0 - 1 Ísland

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Serbíu og Íslands í umspili í Þjóðadeild kvenna. Leikið er í Stara Pazova í Serbíu en þetta er fyrri leikur liðanna í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn fer svo fram á Kópavogsvelli í næstu viku en sigurliðið verður í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('57)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers ('57)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('69)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Auður S. Scheving (m)
Aldís Guðlaugsdóttir
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
3. Sandra María Jessen
5. Lára Kristín Pedersen
11. Natasha Anasi
11. Natasha Anasi
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('69)
16. Hildur Antonsdóttir ('57)
17. Bryndís Arna Níelsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('57)
22. Amanda Andradóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Ásta Árnadóttir
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir
Svala Sigurðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: