Leik lokið!
Spánn vinnur þennan leik
En margt flott hjá íslenska liðinu sem leikur á föstudaginn gegn Noregi.
Einkunnir, viðtöl og ýmislegt á leiðinni hér á Fótbolta.net en textalýsingunni er lokið.
94. mín
Mínúta eftir af uppgefnum uppbótartíma
Ísland, Ísland, Ísland! heyrist úr stúkunni. Náum við flautumarki??
92. mín
Inn:Felix Garreta (Spánn U19)
Út:César Palacios (Spánn U19)
92. mín
Inn:Edgar Pujol (Spánn U19)
Út:Alex Valle (Spánn U19)
91. mín
MARK!Ágúst Orri Þorsteinsson (Ísland U19)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
VIRKILEGA LAGLEGT MARK!!!
Róbert Frosti tekur smá dans með boltann og á svo spyrnu sem dettur fyrir Ágúst Orra sem nær afskaplega flottu skoti í bláhornið.
87. mín
Rautt spjald: Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Ísland U19)
Fær sitt annað gula spjald og þar með rautt
Stígur aftan í Palacios og klæðir hann um leið úr skónum.
85. mín
Ilias Akomach með skot, boltinn af Arnari Daníel og í horn.
84. mín
Inn:Aleix Garrido (Spánn U19)
Út:Manuel Ángel (Spánn U19)
83. mín
Gult spjald: Haukur Andri Haraldsson (Ísland U19)
Sagði eitthvað við dómarann.
82. mín
Hættuleg fyrirgjöf Spánverja, boltinn yfir Lúkas en sem betur fer enginn Spánverji sem nær til hans. Spænska liðið hættulegt í föstum leikatriðum.
81. mín
Bjarni Guðjón brýtur af sér og Spánn fær aukaspyrnu með fyrirgjafamöguleika. Bjarni á gulu og þarf að passa sig.
80. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Ísland U19)
Út:Eggert Aron Guðmundsson (Ísland U19)
Eggert átti góðan leik í kvöld.
79. mín
Róbert Frosti Þorkelsson að gera sig kláran í að koma inn.
79. mín
UEFA gefur upp að það sé 1-13 í marktilraunum, gleymdist að telja allavega eina tilraun frá okkar liði. En Spánverjar miklu betri.
78. mín
Arnar Daníel í miklu veseni í varnarleiknum og Samuel Omorodion skýtur yfir úr dauðafæri. Ísland heppið að þetta hafi ekki orðið að marki.
76. mín
Manuel Ángel virðist vera á einhverjum sérsamningi hjá dómaranum. Magnað að hann sé ekki kominn með gult spjald.
72. mín
Inn:Assane Diao (Spánn U19)
Út:Dani Pérez (Spánn U19)
71. mín
Inn:Samuel Omorodion (Spánn U19)
Út:Victor Barberá (Spánn U19)
69. mín
Sending úr aukaspyrnunni, náum ekki að skapa okkur skotfæri.
68. mín
Íslenska liðið átt mjög flottan kafla, halda boltanum vel innan liðsins núna. Adolf Daði fær aukaspyrnu á flottum stað. Mögulega skotfæri.
66. mín
Stutt hornspyrna hjá Íslandi sem ekkert kemur út úr.
66. mín
Sending inn í teiginn og Gonzalo skallar í hornspyrnu.
65. mín
Eggert Aron líflegasti leikmaður íslenska liðsins og krækir í aukaspyrnu á ágætis stað.
63. mín
Ísland virtist vera að fá vítaspyrnu, Fresneda braut á Daníel Frey. En flaggið fór svo á loft, dæmd rangstaða í aðdragandanum!
61. mín
Eggert Aron með lofandi sprett en Spánverjar ná að koma boltanum í burtu.
58. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Ísland U19)
Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Ísland U19)
58. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (Ísland U19)
Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Ísland U19)
58. mín
Inn:Daníel Freyr Kristjánsson (Ísland U19)
Út:Arnar Númi Gíslason (Ísland U19)
56. mín
Gult spjald: Eggert Aron Guðmundsson (Ísland U19)
Brot hjá Eggerti sem verðskuldaði alls ekki gult spjald... skiljanlegt að Eggert sé ekki sáttur við dómarann þarna.
55. mín
Daníel Freyr og Haukur Andri að gera sig klára í að koma inn.
53. mín
Gult spjald: Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Ísland U19)
Ýtir í bakið á Manuel Angel.
52. mín
Gonzalo með fyrirgjöf en boltinn fer af Gísla Gottskálki og til Lúkasar í markinu.
50. mín
Gonzalo með skot framhjá.
47. mín
MARK!Victor Barberá (Spánn U19)
Mjög klaufalegt hjá okkar strákum
Arnar Daníel nýkominn inn sem varamaður en tapar boltanum, Logi Hrafn reynir að bjarga en boltinn fer af honum og beint fyrir Barberá sem fær mark á silfurfati.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
Spánverjar byrja seinni hálfleikinn.
46. mín
Inn:Arnar Daníel Aðalsteinsson (Ísland U19)
Út:Þorsteinn Aron Antonsson (Ísland U19)
Þorsteinn Aron fer meiddur af velli.
45. mín
Hálfleikur
Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu, er að koma inn á.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér á Möltu. Spánverjar leiða með einu marki gegn engu en við erum heppnir að forystan sé ekki stærri. Eggert Aron verið langfrískastur af okkar mönnum. Vonandi að okkar drengir nái að svara fyrir sig í seinni hálfleik.
45. mín
Akomach er búinn að vera að leika sér að íslensku leikmönnunum. Okkar strákar hafa reynt að sparka hann niður en það gengur ekki, hann er alltof lipur.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn
44. mín
Það skapast dauðafæri úr hornspyrnunni en Lúkas ver. Svo er dæmd rangstaða.
44. mín
Þorsteinn Aron liggur eftir og þarf að fara út af í smástund.
43. mín
Lúkas aftur með góða vörslu!
Spánverjar hreyfa boltann gríðarlega vel. Gonzalo á svo fyrirgjöf inn á teiginn og reynir Barberá hjólhestaspyrnu. Hann hittir ekki boltann en það gerir Manuel Angel. Hann á fínt skot en Lúkas á enn betri vörslu.
41. mín
Manuel Ángel, sem er búinn að vera afskaplega góður í liði Spánverja, á hér skot sem fer fram hjá markinu. Ekki langt fram hjá, en þó fram hjá.
38. mín
Íslenska liðið að ná kafla núna þar sem þeir halda ágætlega í boltann. "Þolimnæði," heyrist kallað inn á vellinum.
35. mín
Annað markið liggur í loftinu
Stórhætta eftir hornspyrnu Spánverja en boltinn fer rétt fram hjá fjærstönginni.
33. mín
Það er ótrúlegt að horfa á þetta spænska lið, alvöru 'tiki-taka' fótbolti sem þeir eru að spila. Íslendingarnir hafa lítið náð að klukka þá enn sem komið er.
32. mín
Úffff
Barberá í algjöru dauðafæri á teignum en hittir ekki boltann.
30. mín
Ruglað góður
Ilias Akomach, fyrirliði Spánverja, er ekkert eðlilega góður í fótbolta. Þetta er besti leikmaður sem ég hef séð á mótinu hingað til. Hann er nýgenginn í raðir Villarreal frá Barcelona.
28. mín
Það kemur svo ekkert úr hornspyrnu Spánar.
27. mín
Akomach enn að valda usla, þessi er rosalega hæfileikaríkur! Valsar fram hjá Eggerti og Guðmundi áður en hann á skot sem fer af Gísla og fram hjá markinu.
25. mín
Íslenska liðið loksins að sýna sitt rétta andlit. Ná að róa sig og halda boltanum vel um dágott skeið.
24. mín
AFTUR!!!
Aftur er það Eggert Aron. Við tökum hornspyrnu og boltinn dettur fyrir utan teiginn á miðjumanninn sem kontrar hann í átt að marki. Fer rétt yfir!
Eggert að vekja íslenska liðið!
23. mín
EGGERT ARON!!!
Frábærlega gert hjá Stjörnumanninum. Er agressívur og vinnur boltann. Hann keyrir svo í átt að vörninni og reynir skot sem fer af varnarmanni og fram hjá.
Það langbesta sem Ísland hefur sýnt í þessum leik hingað til. Meira svona!
22. mín
Við töpum boltanum svo um leið og það er hornspyrna hinum megin.
21. mín
Fín pressa og Íslendingar vinna innkast hátt á vellinum.
19. mín
Vel varið!
Íslendingar tapa boltanum á hættulega stað og Akomach, sem er allt í öllu, keyrir í átt að markinu. Íslendingarnir bakka undan honum og hann fær að fara í skotið en Lúkas gerir vel í að verja það.
18. mín
Akomach með aukaspyrnu inn á teiginn en Hlynur Freyr skallar frá.
17. mín
Íslensku stuðningsmennirnir láta heyra í sér eftir markið, hvetja sína menn áfram.
16. mín
MARK!Yarek Gasiorowski (Spánn U19)
Fyrsta markið er komið
Þetta lá í loftinu... því miður.
Akomach með hornspyrnu og Gasiorowski, þeirra nýi Puyol, skorar. Dekkningin alls ekki til fyrirmyndar hjá íslenska liðinu.
15. mín
Íslendingarnir hafa ekki náð að halda boltanum. Lúkas hér með markspyrnu sem fer beint í innkast.
14. mín
Akomach tekur spyrnuna og gefur fyrir. Hann finnur Gonzalo á teignum en skalli hans er yfir markið. Hitti boltann ekki nægilega vel.
14. mín
Spánn fær aukaspyrnu á ágætis stað. Bæði hægt að skjóta og gefa fyrir.
13. mín
Stórveldin Barcelona og Real Madrid eiga flesta fulltrúa í byrjunarliði Spánar í kvöld.
10. mín
DAUÐAFÆRI!
Spánverjar í frábæru færi. Góð sókn hjá þeim sem endar með því að Victor Barberá á skalla sem fer rétt fram hjá markinu. Þetta byrjaði allt saman hjá Ilias Akomach, fyrirliða Spánverja.
Þarna skall hurð nærri hælum hjá Íslandi.
8. mín
Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Eggert Aron tekur...
En spyrnan er slök og fer aftur fyrir endamörk.
7. mín
Spánverjar með skalla að marki eftir hornspyrnu en þetta var aldrei líklegt.
5. mín
Spánverjar að eignast nýjan Carles Puyol í Yarek Gasiorowski? Þeir eru ekki ósvipaðir úr fjarðlægð, útlitslega séð. Gasiorowski einnig í treyju númer 5.
5. mín
Manuel Ángel með fyrstu skottilraun Spánverja en hún fer vel yfir markið.
4. mín
Spánverjar í hættulegri sókn og eru komnir inn á teiginn en þar er Bjarni Guðjón mættur til að loka, og hann gerir það vel.
2. mín
Maður sér það fljótt hversu góðir þær spænsku eru á boltann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þeir verða mun meira með boltann í þessum leik.
1. mín
Það er alveg búið að myrkra hér á Möltu, enda er klukkan orðin 21:15 að staðartíma. Það er frábært veður til fótboltaiðkunnar, alls ekki of heitt.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. Guðmundur Baldvin átti upphafsspyrnu Íslands á þessu móti!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Afskaplega vel sungið hjá strákunum!
Fyrir leik
Ásgeir Orri utan hóps
Það mega bara vera 20 leikmenn í leikdagshópnum og því er Ásgeir Orri Magnússon, markvörður Keflavíkur, utan hóps í kvöld. Hann situr upp í stúku með starfsfólki KSÍ.
Útsending á RÚV
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Upphitun lokið
Strákarnir hafa lokið upphitun og eru farnir inn í klefa. Það eru um tíu mínútur í að flautað verði til leiks.
Fyrir leik
Goðsögn á svæðinu
Íslenska stuðningsfólkið er auðvitað mætt á völlinn og mun vonandi styðja vel við bakið á liðinu. Á meðal stuðningsmanna er Alexander Petersson, handboltagoðsögn með meiru.
Ég spjallaði við hann fyrir leik en hægt er að horfa á það viðtal með því að smella
hérna.
Fyrir leik
Farið að kólna
Það hefur verið mikill hiti á Möltu frá því ég lenti á laugardaginn, alveg um 30 stiga hiti plús á daginn. En það kólnar alltaf aðeins á kvöldin og núna er hitinn kominn niður í um 25 stig sirka. Það er líka smávegis gola sem er býsna þægilegt.
Fyrir leik
Byrjunarliðið opinberað
Þrjár breytingar eru á liðinu frá síðasta leik liðsins í milliriðli fyrir mótið. Orri Steinn Óskarsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fengu ekki leyfi frá félagsliðum sínum til að taka þátt í mótinu og Sigurbergur Áki Jörundsson tekur sér sæti á bekknum.
Inn koma þeir Guðmundur Baldvin Nökkvason, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Ágúst Orri Þorsteinsson.
Sjö leikmenn í byrjunarliðinu spila í Bestu deildinni, þrír spila í Lengjudeildinni og Lúkas í markinu spilar með U23 liði Hoffenheim.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Spánn með tvo verðmætustu leikmennina
Spánverjar eru með tvo verðmætustu leikmenn mótsins. Bakvörðurinn Ivan Fresneda er lang verðmætasti leikmaður mótsins en hann hefur verið orðaður við ýmis stórlið í Evrópu. Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni en það má heyra á strákunum að þeir hafa fulla trú á verkefninu.
Fyrir leik
Áhugaverð saga spænska þjálfarans
Fyrir leik
Örugglega leiðinlegt fyrir leikmennina
Það er alveg hægt að setja spurningamerki við það að þetta mót sé ekki spilað í landsliðsglugga.
Fyrir leik
Stærstu stjörnurnar ekki með
Íslenska liðið er án lykilmanna á þessu móti. Það er ekki landsleikjagluggi þegar U19 keppnin fer fram og því geta félagslið bannað leikmönnum sínum að spila fyrir þjóð sína á mótinu. Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson, tvær stærstu stjörnur liðsins, fengu ekki leyfi frá félagsliðum sínum til að fara með íslenska liðinu til Möltu þar sem þeir eru að fara inn á undirbúningstímabil.
Núna síðast - í vikunni fyrir mótið - var svo Daníel Tristan Guðjohnsen meinað að fara með en hann er í aðalliði Malmö í Svíþjóð og er orðinn hluti af hópnum þar þrátt fyrir að vera 17 ára gamall. Það varð líka ljóst rétt fyrir mót að Hilmir Rafn Mikaelsson, leikmaður Tromsö, gat ekki spilað með vegna meiðsla.
"Auðvitað er þetta högg en við getum ekkert gert í þessu. Við erum með mjög hæfileikaríkan hóp. Þessi vegferð hefur samt alltaf snúist um liðið, ekki um einstaklinga. Við lifum eftir því. Við erum með leikmenn sem hafa komið inn og staðið sig mjög vel. Þetta er ekki áhyggjuefni," sagði Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari, í gær.
Orri Steinn Óskarsson.
Fyrir leik
Leikmannahópur Íslands
1. Lúkas J. Blöndal Petersson, Hoffenheim
2. Hlynur Freyr Karlsson, Valur
3. Arnar Númi Gíslason, Grótta
4. Logi Hrafn Róbertsson, FH
5. Þorsteinn Aron Antonsson, Selfoss
6. Sigurbergur Áki Jörundsson, Stjarnan
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Þór Ak.
8. Gísli Gottskálk Þórðarson, Víkingur R.
9. Adolf Daði Birgisson, Stjarnan
10. Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan
11. Guðmundur Baldvin Nökkvason, Stjarnan
12. Halldór Snær Georgsson, Fjölnir
13. Jóhannes Kristinn Bjarnason, KR
14. Daníel Freyr Kristjánsson, FC Midtjylland
15. Galdur Guðmundsson, FC Kaupmannahöfn
16. Róbert Frosti Þorkelsson, Stjarnan
17. Haukur Andri Haraldsson, ÍA
18. Arnar Daníel Aðalsteinsson, Grótta
19. Ágúst Orri Þorsteinsson, Breiðablik
20. Benóný Breki Andrésson, KR
21. Ásgeir Orri Magnússon, Keflavík
Fyrir leik
Noregur og Grikkland einnig í riðli Íslands
Noregur og Grikkland eru einnig í riðli Íslands, en þau lið mætast í dag klukkan 16:00.
Svona er leikjadagskrá Íslands í riðlinum:
Þriðjudagur 4. júlí
19:15 Ísland - Spánn (Centenary Stadium)
Föstudagur 7. júlí
19:00 Ísland - Noregur (Tony Bezzina Stadium)
Mánudagur 10. júlí
19:00 Grikkland - Ísland (Tony Bezzina Stadium)
Fyrir leik
Leið Íslands á EM
Íslenska liðið tók þátt í fyrsta undanriðlinum í nóvember á síðasta ári þar sem liðið var með Frakklandi, Kasakstan og Skotlandi. Strákarnir unnu leiki sína gegn Skotlandi og Kasakstan, en töpuðu 2-0 gegn Frakklandi. Það dugði liðinu til að komast áfram því tvö lið fóru áfram upp úr riðlinum og í milliriðla.
Undanriðill 8
1. Frakkland - 9 stig
2. Ísland - 6 stig
3. Skotland - 3 stig
4. Kasakstan - 0 stig
Milliriðlarnir fóru fram í mars á síðasta ári en Ísland var í riðli með Englandi, Ungverjalandi og Tyrklandi. Þá var verkefnið erfiðara því aðeins eitt lið fór upp úr riðlinum. Riðillinn fór fram á Englandi, en hann byrjaði erfiðlega fyrir Ísland þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Tyrklandi eftir að hafa verið lengst af einum fleiri og á kafla tveimur fleiri. En strákarnir svöruðu því með stórkostlegum sigri á Englandi og svo flottum sigri gegn Ungverjum.
Milliriðill 7
1. Ísland - 7 stig
2. England - 6 stig
3. Tyrkland - 2 stig
4. Ungverjaland - 1 stig
Úr sigri Íslands gegn Englandi.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Og verið velkomin í beina textalýsingu frá Möltu þar sem U19 landslið Íslands hefur leik á lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikur er gegn Spánverjum, sigursælasta liði í sögu keppninnar.