Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 04. júlí 2023 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Alexander mættur á völlinn: Ísland besta þjóð sem til er í íþróttum
Icelandair
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Petersson, sem er goðsögn í íslenskum handbolta, er mættur til Möltu þar sem hann fylgist með U19 landsliði Íslands á Evrópumótinu í fótbolta.

Sonur hans, Lúkas, er aðalmarkvörður Íslands og byrjar hann í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  2 Spánn U19

„Ég er mjög spenntur," sagði Alexander við Fótbolta.net í dag. „Það er fullt af Íslendingum hérna. Maður er ekki vanur að fara á svona leiki, maður er vanur að spila þá. Það er gaman að fylgjast með Lúkasi."

„Það er gaman að sjá Lúkas spila en það er líka alveg stressandi. Hann er markvörður og er síðasti maður, hann má ekki gera mistök. Það er stundum erfitt að horfa."

Alexander, sem spilaði lengi með landsliðinu eftir að hafa orðið íslenskur ríkissborgari, segist stoltur að sjá son sinn spila fyrir hönd Íslands.

„Já, mjög. Ísland er besta þjóð sem til er í íþróttum. Þetta er lítil þjóð sem gefur alltaf allt. Honum finnst gaman að vera Íslendingur og hann gefur hjartað í þetta," sagði Alexander.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Athugasemdir
banner