Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 04. júlí 2023 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Alexander mættur á völlinn: Ísland besta þjóð sem til er í íþróttum
Icelandair
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Petersson, sem er goðsögn í íslenskum handbolta, er mættur til Möltu þar sem hann fylgist með U19 landsliði Íslands á Evrópumótinu í fótbolta.

Sonur hans, Lúkas, er aðalmarkvörður Íslands og byrjar hann í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  2 Spánn U19

„Ég er mjög spenntur," sagði Alexander við Fótbolta.net í dag. „Það er fullt af Íslendingum hérna. Maður er ekki vanur að fara á svona leiki, maður er vanur að spila þá. Það er gaman að fylgjast með Lúkasi."

„Það er gaman að sjá Lúkas spila en það er líka alveg stressandi. Hann er markvörður og er síðasti maður, hann má ekki gera mistök. Það er stundum erfitt að horfa."

Alexander, sem spilaði lengi með landsliðinu eftir að hafa orðið íslenskur ríkissborgari, segist stoltur að sjá son sinn spila fyrir hönd Íslands.

„Já, mjög. Ísland er besta þjóð sem til er í íþróttum. Þetta er lítil þjóð sem gefur alltaf allt. Honum finnst gaman að vera Íslendingur og hann gefur hjartað í þetta," sagði Alexander.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Athugasemdir
banner