Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
   þri 04. júlí 2023 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Alexander mættur á völlinn: Ísland besta þjóð sem til er í íþróttum
Icelandair
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Petersson, sem er goðsögn í íslenskum handbolta, er mættur til Möltu þar sem hann fylgist með U19 landsliði Íslands á Evrópumótinu í fótbolta.

Sonur hans, Lúkas, er aðalmarkvörður Íslands og byrjar hann í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  2 Spánn U19

„Ég er mjög spenntur," sagði Alexander við Fótbolta.net í dag. „Það er fullt af Íslendingum hérna. Maður er ekki vanur að fara á svona leiki, maður er vanur að spila þá. Það er gaman að fylgjast með Lúkasi."

„Það er gaman að sjá Lúkas spila en það er líka alveg stressandi. Hann er markvörður og er síðasti maður, hann má ekki gera mistök. Það er stundum erfitt að horfa."

Alexander, sem spilaði lengi með landsliðinu eftir að hafa orðið íslenskur ríkissborgari, segist stoltur að sjá son sinn spila fyrir hönd Íslands.

„Já, mjög. Ísland er besta þjóð sem til er í íþróttum. Þetta er lítil þjóð sem gefur alltaf allt. Honum finnst gaman að vera Íslendingur og hann gefur hjartað í þetta," sagði Alexander.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner