Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   þri 04. júlí 2023 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Alexander mættur á völlinn: Ísland besta þjóð sem til er í íþróttum
Icelandair
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Handboltagoðsögnin Alexander Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Petersson, sem er goðsögn í íslenskum handbolta, er mættur til Möltu þar sem hann fylgist með U19 landsliði Íslands á Evrópumótinu í fótbolta.

Sonur hans, Lúkas, er aðalmarkvörður Íslands og byrjar hann í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  2 Spánn U19

„Ég er mjög spenntur," sagði Alexander við Fótbolta.net í dag. „Það er fullt af Íslendingum hérna. Maður er ekki vanur að fara á svona leiki, maður er vanur að spila þá. Það er gaman að fylgjast með Lúkasi."

„Það er gaman að sjá Lúkas spila en það er líka alveg stressandi. Hann er markvörður og er síðasti maður, hann má ekki gera mistök. Það er stundum erfitt að horfa."

Alexander, sem spilaði lengi með landsliðinu eftir að hafa orðið íslenskur ríkissborgari, segist stoltur að sjá son sinn spila fyrir hönd Íslands.

„Já, mjög. Ísland er besta þjóð sem til er í íþróttum. Þetta er lítil þjóð sem gefur alltaf allt. Honum finnst gaman að vera Íslendingur og hann gefur hjartað í þetta," sagði Alexander.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Athugasemdir
banner