Alexander Petersson, sem er goðsögn í íslenskum handbolta, er mættur til Möltu þar sem hann fylgist með U19 landsliði Íslands á Evrópumótinu í fótbolta.
Sonur hans, Lúkas, er aðalmarkvörður Íslands og byrjar hann í leiknum í kvöld.
Sonur hans, Lúkas, er aðalmarkvörður Íslands og byrjar hann í leiknum í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland U19 1 - 2 Spánn U19
„Ég er mjög spenntur," sagði Alexander við Fótbolta.net í dag. „Það er fullt af Íslendingum hérna. Maður er ekki vanur að fara á svona leiki, maður er vanur að spila þá. Það er gaman að fylgjast með Lúkasi."
„Það er gaman að sjá Lúkas spila en það er líka alveg stressandi. Hann er markvörður og er síðasti maður, hann má ekki gera mistök. Það er stundum erfitt að horfa."
Alexander, sem spilaði lengi með landsliðinu eftir að hafa orðið íslenskur ríkissborgari, segist stoltur að sjá son sinn spila fyrir hönd Íslands.
„Já, mjög. Ísland er besta þjóð sem til er í íþróttum. Þetta er lítil þjóð sem gefur alltaf allt. Honum finnst gaman að vera Íslendingur og hann gefur hjartað í þetta," sagði Alexander.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir