Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   mán 03. júlí 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Markmiðið að komast upp úr riðlinum - „Þeir eru ekkert betri en við“
Icelandair
Eggert Aron Guðmundsson
Eggert Aron Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U19 ára og yngri hefur leik á Evrópumótinu á morgun er liðið spilar við Spánverja klukkan 19:15 á Möltu.

Eggert Aron Guðmundsson er lykilmaður í íslenska liðinu en hann er með góða tilfinningu fyrir mótinu.

„Ógeðslega vel. Þetta er geðveikt að við séum saman á lokamóti EM á Möltu,“ sagði hann við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttaritara Fótbolta.net, í dag.

Spænska liðið er gríðarlega sterkt en það er með veikleika eins og öll önnur lið.

„Við erum búnir að skoða þá vel og þeir eru alveg góðir á flestum stöðum vallarins en eru með veikleika eins og flest önnur lið. Við höfum sýnt það að þegar við mætum öðrum sterkum liðum að við gefum þessum liðum leik.“

„Já, við erum búnir að fara ágætlega yfir þetta og það eru einhverjir veikleikar. Við erum komnir hérna af ástæðu og engin heppni að við séum hérna.“

Það væsir ekkert um hópinn á Möltu og smá tilbreyting að komast út í hitann.

„Þetta er búið að vera léttara en maður bjóst við. Hitinn er mikill en það er alveg vindur og það slakar aðeins á hitanum. Við erum líka með frábært teymi sem sér um að vökva okkur vel og sjá til þess að við séum í standi.“

„Þetta er tilbreyting miðað hvernig þetta er heima. Þetta er geðveikt en þetta er allt í topp standi.“


Markmiðið er að komast upp úr riðlinum. Búið er að fara yfir liðin í riðlinum en Eggert telur að að Grikkir gætu komið sterkir inn og er þá viss um að íslenska liðið sé alls ekki slakara en það norska.

„Við höldum áfram að vaxa saman og orðnir allir geggjaðir saman. Ævintýri hófst fyrir sirka einu ári síðan á Spáni og við erum að halda því áfram hérna.“

„Við erum búnir að leggja góðan grunn og erum að bæta áherslum við leik okkar. Það er gleði að upplifa þetta en markmið númer eitt er að komast upp úr riðlinum.“

„Ég býst líka við hörkuleik gegn Grikkjum. Ég er búinn að sjá þá og þeir líta út fyrir að vera ágætir í fótbolta, en við höfum mætt Norðmönnum áður í æfingaleik og þeir eru ekkert betri en við,“
sagði Eggert við Fótbolta.net en hann ræðir einnig tímabilið hjá Stjörnunni í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner