Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 03. júlí 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Markmiðið að komast upp úr riðlinum - „Þeir eru ekkert betri en við“
Icelandair
Eggert Aron Guðmundsson
Eggert Aron Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U19 ára og yngri hefur leik á Evrópumótinu á morgun er liðið spilar við Spánverja klukkan 19:15 á Möltu.

Eggert Aron Guðmundsson er lykilmaður í íslenska liðinu en hann er með góða tilfinningu fyrir mótinu.

„Ógeðslega vel. Þetta er geðveikt að við séum saman á lokamóti EM á Möltu,“ sagði hann við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttaritara Fótbolta.net, í dag.

Spænska liðið er gríðarlega sterkt en það er með veikleika eins og öll önnur lið.

„Við erum búnir að skoða þá vel og þeir eru alveg góðir á flestum stöðum vallarins en eru með veikleika eins og flest önnur lið. Við höfum sýnt það að þegar við mætum öðrum sterkum liðum að við gefum þessum liðum leik.“

„Já, við erum búnir að fara ágætlega yfir þetta og það eru einhverjir veikleikar. Við erum komnir hérna af ástæðu og engin heppni að við séum hérna.“

Það væsir ekkert um hópinn á Möltu og smá tilbreyting að komast út í hitann.

„Þetta er búið að vera léttara en maður bjóst við. Hitinn er mikill en það er alveg vindur og það slakar aðeins á hitanum. Við erum líka með frábært teymi sem sér um að vökva okkur vel og sjá til þess að við séum í standi.“

„Þetta er tilbreyting miðað hvernig þetta er heima. Þetta er geðveikt en þetta er allt í topp standi.“


Markmiðið er að komast upp úr riðlinum. Búið er að fara yfir liðin í riðlinum en Eggert telur að að Grikkir gætu komið sterkir inn og er þá viss um að íslenska liðið sé alls ekki slakara en það norska.

„Við höldum áfram að vaxa saman og orðnir allir geggjaðir saman. Ævintýri hófst fyrir sirka einu ári síðan á Spáni og við erum að halda því áfram hérna.“

„Við erum búnir að leggja góðan grunn og erum að bæta áherslum við leik okkar. Það er gleði að upplifa þetta en markmið númer eitt er að komast upp úr riðlinum.“

„Ég býst líka við hörkuleik gegn Grikkjum. Ég er búinn að sjá þá og þeir líta út fyrir að vera ágætir í fótbolta, en við höfum mætt Norðmönnum áður í æfingaleik og þeir eru ekkert betri en við,“
sagði Eggert við Fótbolta.net en hann ræðir einnig tímabilið hjá Stjörnunni í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner