Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 03. júlí 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Markmiðið að komast upp úr riðlinum - „Þeir eru ekkert betri en við“
Icelandair
Eggert Aron Guðmundsson
Eggert Aron Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U19 ára og yngri hefur leik á Evrópumótinu á morgun er liðið spilar við Spánverja klukkan 19:15 á Möltu.

Eggert Aron Guðmundsson er lykilmaður í íslenska liðinu en hann er með góða tilfinningu fyrir mótinu.

„Ógeðslega vel. Þetta er geðveikt að við séum saman á lokamóti EM á Möltu,“ sagði hann við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttaritara Fótbolta.net, í dag.

Spænska liðið er gríðarlega sterkt en það er með veikleika eins og öll önnur lið.

„Við erum búnir að skoða þá vel og þeir eru alveg góðir á flestum stöðum vallarins en eru með veikleika eins og flest önnur lið. Við höfum sýnt það að þegar við mætum öðrum sterkum liðum að við gefum þessum liðum leik.“

„Já, við erum búnir að fara ágætlega yfir þetta og það eru einhverjir veikleikar. Við erum komnir hérna af ástæðu og engin heppni að við séum hérna.“

Það væsir ekkert um hópinn á Möltu og smá tilbreyting að komast út í hitann.

„Þetta er búið að vera léttara en maður bjóst við. Hitinn er mikill en það er alveg vindur og það slakar aðeins á hitanum. Við erum líka með frábært teymi sem sér um að vökva okkur vel og sjá til þess að við séum í standi.“

„Þetta er tilbreyting miðað hvernig þetta er heima. Þetta er geðveikt en þetta er allt í topp standi.“


Markmiðið er að komast upp úr riðlinum. Búið er að fara yfir liðin í riðlinum en Eggert telur að að Grikkir gætu komið sterkir inn og er þá viss um að íslenska liðið sé alls ekki slakara en það norska.

„Við höldum áfram að vaxa saman og orðnir allir geggjaðir saman. Ævintýri hófst fyrir sirka einu ári síðan á Spáni og við erum að halda því áfram hérna.“

„Við erum búnir að leggja góðan grunn og erum að bæta áherslum við leik okkar. Það er gleði að upplifa þetta en markmið númer eitt er að komast upp úr riðlinum.“

„Ég býst líka við hörkuleik gegn Grikkjum. Ég er búinn að sjá þá og þeir líta út fyrir að vera ágætir í fótbolta, en við höfum mætt Norðmönnum áður í æfingaleik og þeir eru ekkert betri en við,“
sagði Eggert við Fótbolta.net en hann ræðir einnig tímabilið hjá Stjörnunni í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner