Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   mán 03. júlí 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Markmiðið að komast upp úr riðlinum - „Þeir eru ekkert betri en við“
Icelandair
Eggert Aron Guðmundsson
Eggert Aron Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U19 ára og yngri hefur leik á Evrópumótinu á morgun er liðið spilar við Spánverja klukkan 19:15 á Möltu.

Eggert Aron Guðmundsson er lykilmaður í íslenska liðinu en hann er með góða tilfinningu fyrir mótinu.

„Ógeðslega vel. Þetta er geðveikt að við séum saman á lokamóti EM á Möltu,“ sagði hann við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttaritara Fótbolta.net, í dag.

Spænska liðið er gríðarlega sterkt en það er með veikleika eins og öll önnur lið.

„Við erum búnir að skoða þá vel og þeir eru alveg góðir á flestum stöðum vallarins en eru með veikleika eins og flest önnur lið. Við höfum sýnt það að þegar við mætum öðrum sterkum liðum að við gefum þessum liðum leik.“

„Já, við erum búnir að fara ágætlega yfir þetta og það eru einhverjir veikleikar. Við erum komnir hérna af ástæðu og engin heppni að við séum hérna.“

Það væsir ekkert um hópinn á Möltu og smá tilbreyting að komast út í hitann.

„Þetta er búið að vera léttara en maður bjóst við. Hitinn er mikill en það er alveg vindur og það slakar aðeins á hitanum. Við erum líka með frábært teymi sem sér um að vökva okkur vel og sjá til þess að við séum í standi.“

„Þetta er tilbreyting miðað hvernig þetta er heima. Þetta er geðveikt en þetta er allt í topp standi.“


Markmiðið er að komast upp úr riðlinum. Búið er að fara yfir liðin í riðlinum en Eggert telur að að Grikkir gætu komið sterkir inn og er þá viss um að íslenska liðið sé alls ekki slakara en það norska.

„Við höldum áfram að vaxa saman og orðnir allir geggjaðir saman. Ævintýri hófst fyrir sirka einu ári síðan á Spáni og við erum að halda því áfram hérna.“

„Við erum búnir að leggja góðan grunn og erum að bæta áherslum við leik okkar. Það er gleði að upplifa þetta en markmið númer eitt er að komast upp úr riðlinum.“

„Ég býst líka við hörkuleik gegn Grikkjum. Ég er búinn að sjá þá og þeir líta út fyrir að vera ágætir í fótbolta, en við höfum mætt Norðmönnum áður í æfingaleik og þeir eru ekkert betri en við,“
sagði Eggert við Fótbolta.net en hann ræðir einnig tímabilið hjá Stjörnunni í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner