Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mán 03. júlí 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Markmiðið að komast upp úr riðlinum - „Þeir eru ekkert betri en við“
Icelandair
Eggert Aron Guðmundsson
Eggert Aron Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U19 ára og yngri hefur leik á Evrópumótinu á morgun er liðið spilar við Spánverja klukkan 19:15 á Möltu.

Eggert Aron Guðmundsson er lykilmaður í íslenska liðinu en hann er með góða tilfinningu fyrir mótinu.

„Ógeðslega vel. Þetta er geðveikt að við séum saman á lokamóti EM á Möltu,“ sagði hann við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttaritara Fótbolta.net, í dag.

Spænska liðið er gríðarlega sterkt en það er með veikleika eins og öll önnur lið.

„Við erum búnir að skoða þá vel og þeir eru alveg góðir á flestum stöðum vallarins en eru með veikleika eins og flest önnur lið. Við höfum sýnt það að þegar við mætum öðrum sterkum liðum að við gefum þessum liðum leik.“

„Já, við erum búnir að fara ágætlega yfir þetta og það eru einhverjir veikleikar. Við erum komnir hérna af ástæðu og engin heppni að við séum hérna.“

Það væsir ekkert um hópinn á Möltu og smá tilbreyting að komast út í hitann.

„Þetta er búið að vera léttara en maður bjóst við. Hitinn er mikill en það er alveg vindur og það slakar aðeins á hitanum. Við erum líka með frábært teymi sem sér um að vökva okkur vel og sjá til þess að við séum í standi.“

„Þetta er tilbreyting miðað hvernig þetta er heima. Þetta er geðveikt en þetta er allt í topp standi.“


Markmiðið er að komast upp úr riðlinum. Búið er að fara yfir liðin í riðlinum en Eggert telur að að Grikkir gætu komið sterkir inn og er þá viss um að íslenska liðið sé alls ekki slakara en það norska.

„Við höldum áfram að vaxa saman og orðnir allir geggjaðir saman. Ævintýri hófst fyrir sirka einu ári síðan á Spáni og við erum að halda því áfram hérna.“

„Við erum búnir að leggja góðan grunn og erum að bæta áherslum við leik okkar. Það er gleði að upplifa þetta en markmið númer eitt er að komast upp úr riðlinum.“

„Ég býst líka við hörkuleik gegn Grikkjum. Ég er búinn að sjá þá og þeir líta út fyrir að vera ágætir í fótbolta, en við höfum mætt Norðmönnum áður í æfingaleik og þeir eru ekkert betri en við,“
sagði Eggert við Fótbolta.net en hann ræðir einnig tímabilið hjá Stjörnunni í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir