Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 02. júlí 2023 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Gísli Gottskálk: Við fyrstu sýn var ég smá stressaður
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er góður staður, mikill hiti og svona. Við verðum klárir í fyrsta leik," segir Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður U19, landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu. Hér er mikill hiti og öðruvísi loftslag en á Íslandi.

„Þetta var erfitt fyrsta daginn en við gerum það besta úr þessu. Við erum spenntir fyrir fyrsta leiknum. Við þurfum að vinna með þennan hita næstu tíu dagana og vonandi eitthvað lengra. Þetta verða þrír mjög erfiðir leikir og svo verða þeir vonandi fleiri."

Ísland byrjar á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er líklega sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Þetta verður alvöru próf, við þurfum að undirbúa okkur vel og vera gíraðir. Við þurfum að halda áfram að spila okkar leik. Við erum búnir að stríða stórum þjóðum áður. Allir landsleikir eru erfiðir, en Spánn er stór þjóð með marga góða leikmenn. Við þurfum að gera það sem við gerum best, berjast. Ef við hittum á okkar dag, þá getur allt gerst."

Hefur verið að glíma við meiðsli
Gísli er leikmaður Víkings heima á Íslandi en hann meiddist í leik gegn í maí. Meiðslin voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið, en stóð þó tæpt að Gísli næði þessu móti.

„Við fyrstu sýn var ég smá stressaður, en þetta var staðan og ég gerði eins vel og ég mögulega gat í endurhæfingunni. Ég setti mikinn tíma og metnað í að koma til baka. Ég slapp við beinmar sem getur hægt mjög á batanum. Endurhæfingin var í raun eins góð og hún gat orðið," segir Gísli.

„Ég var alveg smá stressaður en sem betur fer er ég hérna í dag. Það var léttir þegar ég sá fram á að geta byrjað að spila fyrir mót. Ég ætla að njóta þess að vera hérna, þetta er geggjað tækifæri og stórt svið."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gísli meðal annars meira um Víking, sem er á toppi Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner