Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   sun 02. júlí 2023 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Gísli Gottskálk: Við fyrstu sýn var ég smá stressaður
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er góður staður, mikill hiti og svona. Við verðum klárir í fyrsta leik," segir Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður U19, landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu. Hér er mikill hiti og öðruvísi loftslag en á Íslandi.

„Þetta var erfitt fyrsta daginn en við gerum það besta úr þessu. Við erum spenntir fyrir fyrsta leiknum. Við þurfum að vinna með þennan hita næstu tíu dagana og vonandi eitthvað lengra. Þetta verða þrír mjög erfiðir leikir og svo verða þeir vonandi fleiri."

Ísland byrjar á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er líklega sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Þetta verður alvöru próf, við þurfum að undirbúa okkur vel og vera gíraðir. Við þurfum að halda áfram að spila okkar leik. Við erum búnir að stríða stórum þjóðum áður. Allir landsleikir eru erfiðir, en Spánn er stór þjóð með marga góða leikmenn. Við þurfum að gera það sem við gerum best, berjast. Ef við hittum á okkar dag, þá getur allt gerst."

Hefur verið að glíma við meiðsli
Gísli er leikmaður Víkings heima á Íslandi en hann meiddist í leik gegn í maí. Meiðslin voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið, en stóð þó tæpt að Gísli næði þessu móti.

„Við fyrstu sýn var ég smá stressaður, en þetta var staðan og ég gerði eins vel og ég mögulega gat í endurhæfingunni. Ég setti mikinn tíma og metnað í að koma til baka. Ég slapp við beinmar sem getur hægt mjög á batanum. Endurhæfingin var í raun eins góð og hún gat orðið," segir Gísli.

„Ég var alveg smá stressaður en sem betur fer er ég hérna í dag. Það var léttir þegar ég sá fram á að geta byrjað að spila fyrir mót. Ég ætla að njóta þess að vera hérna, þetta er geggjað tækifæri og stórt svið."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gísli meðal annars meira um Víking, sem er á toppi Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner