Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 02. júlí 2023 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Gísli Gottskálk: Við fyrstu sýn var ég smá stressaður
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er góður staður, mikill hiti og svona. Við verðum klárir í fyrsta leik," segir Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður U19, landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu. Hér er mikill hiti og öðruvísi loftslag en á Íslandi.

„Þetta var erfitt fyrsta daginn en við gerum það besta úr þessu. Við erum spenntir fyrir fyrsta leiknum. Við þurfum að vinna með þennan hita næstu tíu dagana og vonandi eitthvað lengra. Þetta verða þrír mjög erfiðir leikir og svo verða þeir vonandi fleiri."

Ísland byrjar á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er líklega sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Þetta verður alvöru próf, við þurfum að undirbúa okkur vel og vera gíraðir. Við þurfum að halda áfram að spila okkar leik. Við erum búnir að stríða stórum þjóðum áður. Allir landsleikir eru erfiðir, en Spánn er stór þjóð með marga góða leikmenn. Við þurfum að gera það sem við gerum best, berjast. Ef við hittum á okkar dag, þá getur allt gerst."

Hefur verið að glíma við meiðsli
Gísli er leikmaður Víkings heima á Íslandi en hann meiddist í leik gegn í maí. Meiðslin voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið, en stóð þó tæpt að Gísli næði þessu móti.

„Við fyrstu sýn var ég smá stressaður, en þetta var staðan og ég gerði eins vel og ég mögulega gat í endurhæfingunni. Ég setti mikinn tíma og metnað í að koma til baka. Ég slapp við beinmar sem getur hægt mjög á batanum. Endurhæfingin var í raun eins góð og hún gat orðið," segir Gísli.

„Ég var alveg smá stressaður en sem betur fer er ég hérna í dag. Það var léttir þegar ég sá fram á að geta byrjað að spila fyrir mót. Ég ætla að njóta þess að vera hérna, þetta er geggjað tækifæri og stórt svið."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gísli meðal annars meira um Víking, sem er á toppi Bestu deildarinnar.
Athugasemdir