Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 02. júlí 2023 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Gísli Gottskálk: Við fyrstu sýn var ég smá stressaður
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er góður staður, mikill hiti og svona. Við verðum klárir í fyrsta leik," segir Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður U19, landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu. Hér er mikill hiti og öðruvísi loftslag en á Íslandi.

„Þetta var erfitt fyrsta daginn en við gerum það besta úr þessu. Við erum spenntir fyrir fyrsta leiknum. Við þurfum að vinna með þennan hita næstu tíu dagana og vonandi eitthvað lengra. Þetta verða þrír mjög erfiðir leikir og svo verða þeir vonandi fleiri."

Ísland byrjar á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er líklega sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Þetta verður alvöru próf, við þurfum að undirbúa okkur vel og vera gíraðir. Við þurfum að halda áfram að spila okkar leik. Við erum búnir að stríða stórum þjóðum áður. Allir landsleikir eru erfiðir, en Spánn er stór þjóð með marga góða leikmenn. Við þurfum að gera það sem við gerum best, berjast. Ef við hittum á okkar dag, þá getur allt gerst."

Hefur verið að glíma við meiðsli
Gísli er leikmaður Víkings heima á Íslandi en hann meiddist í leik gegn í maí. Meiðslin voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið, en stóð þó tæpt að Gísli næði þessu móti.

„Við fyrstu sýn var ég smá stressaður, en þetta var staðan og ég gerði eins vel og ég mögulega gat í endurhæfingunni. Ég setti mikinn tíma og metnað í að koma til baka. Ég slapp við beinmar sem getur hægt mjög á batanum. Endurhæfingin var í raun eins góð og hún gat orðið," segir Gísli.

„Ég var alveg smá stressaður en sem betur fer er ég hérna í dag. Það var léttir þegar ég sá fram á að geta byrjað að spila fyrir mót. Ég ætla að njóta þess að vera hérna, þetta er geggjað tækifæri og stórt svið."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gísli meðal annars meira um Víking, sem er á toppi Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner