Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   sun 02. júlí 2023 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Gísli Gottskálk: Við fyrstu sýn var ég smá stressaður
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Gísli meiddist í leik með Víkingi í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er góður staður, mikill hiti og svona. Við verðum klárir í fyrsta leik," segir Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður U19, landsliðsins í samtali við Fótbolta.net.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu. Hér er mikill hiti og öðruvísi loftslag en á Íslandi.

„Þetta var erfitt fyrsta daginn en við gerum það besta úr þessu. Við erum spenntir fyrir fyrsta leiknum. Við þurfum að vinna með þennan hita næstu tíu dagana og vonandi eitthvað lengra. Þetta verða þrír mjög erfiðir leikir og svo verða þeir vonandi fleiri."

Ísland byrjar á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er líklega sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Þetta verður alvöru próf, við þurfum að undirbúa okkur vel og vera gíraðir. Við þurfum að halda áfram að spila okkar leik. Við erum búnir að stríða stórum þjóðum áður. Allir landsleikir eru erfiðir, en Spánn er stór þjóð með marga góða leikmenn. Við þurfum að gera það sem við gerum best, berjast. Ef við hittum á okkar dag, þá getur allt gerst."

Hefur verið að glíma við meiðsli
Gísli er leikmaður Víkings heima á Íslandi en hann meiddist í leik gegn í maí. Meiðslin voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið, en stóð þó tæpt að Gísli næði þessu móti.

„Við fyrstu sýn var ég smá stressaður, en þetta var staðan og ég gerði eins vel og ég mögulega gat í endurhæfingunni. Ég setti mikinn tíma og metnað í að koma til baka. Ég slapp við beinmar sem getur hægt mjög á batanum. Endurhæfingin var í raun eins góð og hún gat orðið," segir Gísli.

„Ég var alveg smá stressaður en sem betur fer er ég hérna í dag. Það var léttir þegar ég sá fram á að geta byrjað að spila fyrir mót. Ég ætla að njóta þess að vera hérna, þetta er geggjað tækifæri og stórt svið."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gísli meðal annars meira um Víking, sem er á toppi Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner