Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
banner
   sun 02. júlí 2023 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að mæta á svona stórt mót með Íslandi," sagði Lúkas J. Blöndal Petersson, markvörður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu.

„Ég held að þetta verði geggjað," sagði Lúkas og bætti við að það hefði verið gaman að hitta strákana aftur, en liðið tryggði sér sætið á mótinu í mars síðastliðnum.

Á leið sinni á mótið þá vann íslenska liðið 1-0 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Englands. „Það var svakalegt. Leikurinn á móti Englandi, að vinna 1-0. Þetta er algjör hápunktur í lífinu mínu. Ég mun aldrei gleyma honum."

Ísland byrjar líklega á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Við unnum á móti Englandi og þar bjóst enginn við því. Við erum Ísland og við getum allt," segir Lúkas.

Þetta er mín þjóð
Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið. Lúkas hefur búið í landinu alla tíð, en foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal. Þau voru bæði í landsliðinu í handbolta. Alexander er algjör goðsögn á Íslandi en hann var stór hluti af handboltalandsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuverðlaunum í Peking árið 2008.

Kom aldrei til greina að fara í handboltann?

„Ég var alltaf í handbolta og fótbolta í Þýskalandi, en svo var meira gaman í fótbolta og það virkaði mjög vel," segir Lúkas en foreldrar voru ekki ósátt þó hann hafi ekki valið handboltann. „Þau eru bara glöð að ég er í einhverjum íþróttum. Þau styðja mig alltaf."

Lúkas getur einnig spilað fyrir Þýskaland og Lettland, en faðir hans er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Það kom hins vegar ekki til greina að spila fyrir aðra þjóð.

„Ég hef verið á æfingum hjá þýska landsliðinu, en ég er bara Íslendingur. Ég er mjög stoltur að vera í íslenska landsliðinu. Ég er bara Íslendingur, það er mín þjóð," sagði Lúkas en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner