Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 02. júlí 2023 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að mæta á svona stórt mót með Íslandi," sagði Lúkas J. Blöndal Petersson, markvörður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu.

„Ég held að þetta verði geggjað," sagði Lúkas og bætti við að það hefði verið gaman að hitta strákana aftur, en liðið tryggði sér sætið á mótinu í mars síðastliðnum.

Á leið sinni á mótið þá vann íslenska liðið 1-0 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Englands. „Það var svakalegt. Leikurinn á móti Englandi, að vinna 1-0. Þetta er algjör hápunktur í lífinu mínu. Ég mun aldrei gleyma honum."

Ísland byrjar líklega á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Við unnum á móti Englandi og þar bjóst enginn við því. Við erum Ísland og við getum allt," segir Lúkas.

Þetta er mín þjóð
Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið. Lúkas hefur búið í landinu alla tíð, en foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal. Þau voru bæði í landsliðinu í handbolta. Alexander er algjör goðsögn á Íslandi en hann var stór hluti af handboltalandsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuverðlaunum í Peking árið 2008.

Kom aldrei til greina að fara í handboltann?

„Ég var alltaf í handbolta og fótbolta í Þýskalandi, en svo var meira gaman í fótbolta og það virkaði mjög vel," segir Lúkas en foreldrar voru ekki ósátt þó hann hafi ekki valið handboltann. „Þau eru bara glöð að ég er í einhverjum íþróttum. Þau styðja mig alltaf."

Lúkas getur einnig spilað fyrir Þýskaland og Lettland, en faðir hans er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Það kom hins vegar ekki til greina að spila fyrir aðra þjóð.

„Ég hef verið á æfingum hjá þýska landsliðinu, en ég er bara Íslendingur. Ég er mjög stoltur að vera í íslenska landsliðinu. Ég er bara Íslendingur, það er mín þjóð," sagði Lúkas en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir