Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   sun 02. júlí 2023 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að mæta á svona stórt mót með Íslandi," sagði Lúkas J. Blöndal Petersson, markvörður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu.

„Ég held að þetta verði geggjað," sagði Lúkas og bætti við að það hefði verið gaman að hitta strákana aftur, en liðið tryggði sér sætið á mótinu í mars síðastliðnum.

Á leið sinni á mótið þá vann íslenska liðið 1-0 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Englands. „Það var svakalegt. Leikurinn á móti Englandi, að vinna 1-0. Þetta er algjör hápunktur í lífinu mínu. Ég mun aldrei gleyma honum."

Ísland byrjar líklega á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Við unnum á móti Englandi og þar bjóst enginn við því. Við erum Ísland og við getum allt," segir Lúkas.

Þetta er mín þjóð
Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið. Lúkas hefur búið í landinu alla tíð, en foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal. Þau voru bæði í landsliðinu í handbolta. Alexander er algjör goðsögn á Íslandi en hann var stór hluti af handboltalandsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuverðlaunum í Peking árið 2008.

Kom aldrei til greina að fara í handboltann?

„Ég var alltaf í handbolta og fótbolta í Þýskalandi, en svo var meira gaman í fótbolta og það virkaði mjög vel," segir Lúkas en foreldrar voru ekki ósátt þó hann hafi ekki valið handboltann. „Þau eru bara glöð að ég er í einhverjum íþróttum. Þau styðja mig alltaf."

Lúkas getur einnig spilað fyrir Þýskaland og Lettland, en faðir hans er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Það kom hins vegar ekki til greina að spila fyrir aðra þjóð.

„Ég hef verið á æfingum hjá þýska landsliðinu, en ég er bara Íslendingur. Ég er mjög stoltur að vera í íslenska landsliðinu. Ég er bara Íslendingur, það er mín þjóð," sagði Lúkas en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner