Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   mán 03. júlí 2023 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Aldrei hægt að vanmeta Ísland - „Erum með lið og gæðin í það“
Icelandair
Haukur Andri Haraldsson
Haukur Andri Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumótið leggst vel í Skagamanninn, Hauk Andra Haraldsson, en hann ræddi um leikinn gegn Spánverjum, markmiðið og margt fleira í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur spilað fjóra leiki fyrir U19 ára landsliðið.

Hann kom við sögu bæði í undankeppninni og síðan í milliriðlunum í mars en hann er spenntur fyrir verkefninu.

„Þetta leggst mjög vel í okkur og virkilega spenntur að fá að taka þátt í þessari lokakeppni og við ætlum að standa okkur mjög vel. Við erum ekki komnir hingað af engri ástæðu og ætlum okkur að gera eitthvað,“ sagði Haukur við Fótbolta.net.

Haukur segist búinn að aðlagast hitanum og segir það fínt að komast úr rigningunni á Akranesi.

„Svo sannarlega. Það er bara skýjað og rigning á Skaganum en þetta er allt öðruvísi að koma í sól og 30 gráður. Kemur á óvart hvað ég er búinn að aðlagast þessu vel og fínt að komast í sól og venjast þessu veðri.“

Fyrsti leikur er á móti Spánverjum á morgun en hann telur að liðið geti nýtt sér veikleika liðsins.

„Þetta verður virkilega spennandi leikur á móti Spáni. Virkilega gott lið en alls ekki óstöðvandi. Það er hægt að vinna öll lið og ég er sannfærður um að ná að stríða þeim. Það má aldrei vanmeta Ísland og hvað við getum gert.“

„Þeir eru alveg með kláran veikleika í þessu liði þó það sé erfitt að sjá þá og eru með sterka einstaklinga í hverri stöðu en við náum alveg að skora á þá. Ég er klár á því.“


Riðillinn er sterkur. Ísland er með Spáni, Noregi og Grikklandi í riðli en hann telur að liðið geti skráð sig í sögubækurnar.

„Þetta er mjög sterkur riðill en það er allt mögulegt. Við ætlum upp úr þessum riðli og skrifa nýjar sögubækur. Það er stóra markmiðið í þessu og vil sjá það gerast. Við erum með lið til þess og gæðin í það.“

Kristan Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson fengu ekki leyfi frá sínum félögum að fara á mótið og þá er Hilmir Rafn Mikaelsson meiddur en það kemur maður í manns stað.

„Það er alveg klár missir að missa Kristian og Orri og Hilli líka en svona er þetta og það kemur maður í manns stað. Við getum alveg unnið Spánverja og hin liðin án þessara lykilmanna. Það er bara íslenska geðveikin og nýr maður í manns stað. Klárlega mjög gott lið þrátt fyrir að missa þá,“ sagði hann ennfremur en talaði einnig um bræður sína og ÍA í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner