Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   mán 03. júlí 2023 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Aldrei hægt að vanmeta Ísland - „Erum með lið og gæðin í það“
Icelandair
Haukur Andri Haraldsson
Haukur Andri Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumótið leggst vel í Skagamanninn, Hauk Andra Haraldsson, en hann ræddi um leikinn gegn Spánverjum, markmiðið og margt fleira í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur spilað fjóra leiki fyrir U19 ára landsliðið.

Hann kom við sögu bæði í undankeppninni og síðan í milliriðlunum í mars en hann er spenntur fyrir verkefninu.

„Þetta leggst mjög vel í okkur og virkilega spenntur að fá að taka þátt í þessari lokakeppni og við ætlum að standa okkur mjög vel. Við erum ekki komnir hingað af engri ástæðu og ætlum okkur að gera eitthvað,“ sagði Haukur við Fótbolta.net.

Haukur segist búinn að aðlagast hitanum og segir það fínt að komast úr rigningunni á Akranesi.

„Svo sannarlega. Það er bara skýjað og rigning á Skaganum en þetta er allt öðruvísi að koma í sól og 30 gráður. Kemur á óvart hvað ég er búinn að aðlagast þessu vel og fínt að komast í sól og venjast þessu veðri.“

Fyrsti leikur er á móti Spánverjum á morgun en hann telur að liðið geti nýtt sér veikleika liðsins.

„Þetta verður virkilega spennandi leikur á móti Spáni. Virkilega gott lið en alls ekki óstöðvandi. Það er hægt að vinna öll lið og ég er sannfærður um að ná að stríða þeim. Það má aldrei vanmeta Ísland og hvað við getum gert.“

„Þeir eru alveg með kláran veikleika í þessu liði þó það sé erfitt að sjá þá og eru með sterka einstaklinga í hverri stöðu en við náum alveg að skora á þá. Ég er klár á því.“


Riðillinn er sterkur. Ísland er með Spáni, Noregi og Grikklandi í riðli en hann telur að liðið geti skráð sig í sögubækurnar.

„Þetta er mjög sterkur riðill en það er allt mögulegt. Við ætlum upp úr þessum riðli og skrifa nýjar sögubækur. Það er stóra markmiðið í þessu og vil sjá það gerast. Við erum með lið til þess og gæðin í það.“

Kristan Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson fengu ekki leyfi frá sínum félögum að fara á mótið og þá er Hilmir Rafn Mikaelsson meiddur en það kemur maður í manns stað.

„Það er alveg klár missir að missa Kristian og Orri og Hilli líka en svona er þetta og það kemur maður í manns stað. Við getum alveg unnið Spánverja og hin liðin án þessara lykilmanna. Það er bara íslenska geðveikin og nýr maður í manns stað. Klárlega mjög gott lið þrátt fyrir að missa þá,“ sagði hann ennfremur en talaði einnig um bræður sína og ÍA í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir