Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 ára landsliðs karla, er vongóður fyrir fyrsta leik Evrópumótsins sem fer fram á Möltu á morgun.
Spánn er andstæðingur morgundagsins og er það lið sem er með fáa veikleika. Ólafur Ingi hefur þó fundið nokkra sem íslenska liðið getur einbeitt sér að.
„Hún er mjög góð og erum búnir að eiga góðan undirbúning síðan við komum út. Höfum átt tvær góðar æfingar og núna þriðju síðustu æfinguna fyrir leik. Þeir eru vel undirbúnir, búnir að skoða Spánverjana vel og klárir í þetta.“
„Já, eins og ég sagði þá eru þeir ekki margir. Þetta er óvenju vel skipulagt spænskt lið. Þeir eru ekki eins opnir í 'transition' og í skyndisóknum eins og maður þekkir. Þeir sækja eins hátt á bakvörðunum eins og maður hefur séð spænsk lið gera. Við erum klárir á því að við getum meitt þá í ákveðnum mómentum en snýst að mörgu leiti um að við komum þeim í erfiðar stöður þar sem þeir eru að sækja upp í staði sem við viljum vinna boltann á og þá eru möguleikar í 'transition'. Við þurfum að sinna varnarleiknum vel eins og við höfum gert og meitt þá þegar við getum.“
„Ég er alltaf vongóður eins og ég hef oft sagt með þetta lið. Ef að við náum því besta fram úr okkar leik þá er allt hægt. Við sýndum það í mars þannig þetta snýst um okkur sjálfa og þurfum að ná upp góðri frammistöðu og þá er ég vongóður,“ sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net.
Hitinn er mikill og rakinn fylgir með á Möltu en Ólafur fagnar því að leikirnir fari fram klukkan 21:15. Það hentar íslenska liðinu vel en það verður séð til þess að strákarnir fái næga næringu til að halda sér ferskum.
„Það er áskorun líka sem fylgir þessu en sem betur fer eru allir okkar leikir í riðlinum klukkan níu og það hjálpar örlítið en auðvitað er smá raki og hiti. Leikmenn eru kannski ekkert vanir því og það er áskorun líka en við tökum henni fagnandi. Það er gott að geta æft föst leikatriði og labbað í gegnum suma hluti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að menn kólni niður. Við sjáum bara jákvæða punkta úr því.“
Liðið fær engar vatnspásur en hitastigið þarf að vera 28 gráður eða meira til þess að það verði.
„Mér skilst að það sé ekki vatnspásur hjá okkur. Ef að hitastigið fer yfir 28 gráður á meðan leik stendur eru vatnspásur en allt undir því er víst ekkert stopp. Við pössum upp á að strákarnir borði vel og drekki vel og fái nóg af steinefnum. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sjá til að þeir verði eins ferskir og hægt er. Svo er þetta bara partur af þessu og geggjað að vera hérna og gaman að takast á við þetta.“
„Nei, við vorum bara heppnir með það. Norðmenn og Grikkir spila á morgun klukkan sex og við erum í seinni leiknum fyrstu tvo spildagana, en svo eru allir leikirnir klukkan níu í síðustu umferðinni í riðlakeppninni.“
Í höndunum á strákunum að finna nýtt veðmál
Ólafur Ingi þurfti að aflita á sér hárið eftir að U19 komst í milliriðla en það er nú í höndum strákana að finna nýtt veðmál í lokakeppninni.
„Það er í höndunum á strákunum og hafa ekki komið með neitt ennþá. Það er bara fínt en vont að þú sért að taka þetta upp núna því ég held að þeir séu búnir að gleyma því að búa eitthvað til. Við erum þéttur hópur og höfum gaman af því að hafa létt yfir þessu, þannig sjáum hvað verður,“ sagði Ólafur Ingi í lokin.
Athugasemdir