Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Valur
5
6
ÍA
0-1 Albert Hafsteinsson '12
Tryggvi Hrafn Haraldsson '40 1-1
Adam Ægir Pálsson '91 , misnotað víti 1-1
1-2 Arnór Smárason '91 , víti
Sigurður Egill Lárusson '91 , víti 2-2
2-3 Ingi Þór Sigurðsson '91 , víti
Aron Jóhannsson '91 , víti 3-3
3-4 Viktor Jónsson '91 , víti
Lúkas Logi Heimisson '91 , víti 4-4
4-5 Oliver Stefánsson '91 , víti
Gylfi Þór Sigurðsson '91 , víti 5-5
5-6 Marko Vardic '91 , víti
20.03.2024  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Lengjubikar karla - Undanúrslit
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
4. Elfar Freyr Helgason ('70)
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('70)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('59)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
17. Lúkas Logi Heimisson
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('70)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Orri Hrafn Kjartansson
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Adam Ægir Pálsson ('59)
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('70)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Skagamenn sem mæta Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins næstkomandi miðvikudag.

Takk fyrir mig í kvöld.
91. mín Mark úr víti!
Marko Vardic (ÍA)
Marko Vardic skorar
91. mín Mark úr víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Gylfi Sig öruggur!
91. mín Mark úr víti!
Oliver Stefánsson (ÍA)
91. mín Mark úr víti!
Lúkas Logi Heimisson (Valur)
91. mín Mark úr víti!
Viktor Jónsson (ÍA)
91. mín Mark úr víti!
Aron Jóhannsson (Valur)
Beint á markið.
91. mín Mark úr víti!
Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
Sendir Schram í vitlaust horn og skorar.
91. mín Mark úr víti!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Siggi Lár skorar, setur boltann í hægra hornið.
91. mín Mark úr víti!
Arnór Smárason (ÍA)
Fyrirliðinn öruggur!
91. mín Misnotað víti!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Adam Ægir setur boltann bara beint á Árna Marinó
90. mín
Búið.

Við förum í vítaspyrnukeppni.
90. mín
Patti Pedersen!

Fær boltann frá Gylfa og gerir vel og nær skoti en Árni ver í horn.
90. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.
90. mín
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
86. mín
Gylfi Þór! Valsmenn í reitarbolta á vallarhelming ÍA sem endar með því að Gylfi fær boltann, snýr og á skot en boltinn beint á Árna.

Ef ekkert mark kemur í venjulegum leiktíma verður farið beint í vítaspyrnukeppni.
83. mín
Valsmenn fá hornspyrnu sem Gylfi Þór tekur.
82. mín
Viktor Jóns að gera sig líklegan. Fær boltann i teignum og nær skoti en Schram ver.
78. mín
Johannes Vall með hörku tilraun en boltinn rétt framhjá.
77. mín
Inn:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
72. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
70. mín
Inn:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Út:Elfar Freyr Helgason (Valur)
Velkominn í Íslenska boltann Gylfi Þór Sigurðsson!
70. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
69. mín
ADAM ÆGIR MINN!!! Jónatan Ingi gerir frábærlega og kemur sér inn á teiginn og leggur boltann út á Adam sem hamrar boltanum í slánna.
68. mín
Gylfi Þór Sigurðsson að gera sig kláran!
62. mín
Guðfinnur Þór fellur rétt fyrir utan vítateig Vals en Jóhann Ingi og hans menn dæma hér hornspyrnu en boltinn af Valsmanni.
61. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
59. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
55. mín
Jónatan Ingi gerir vel hægra megin og lyftir boltanum fyrir á Trixxa Haralds sem nær fínum skalla en Árni ver í marki ÍA.
54. mín
Viktor Jónsson fær boltann og nær skoti á markið en boltinn rétt framhjá.
53. mín
Arnór Smára með skot sem fer hátt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Munum við sjá Gylfa Sig hér í síðari hálfleiknum? Samkvæmt mínum heimildum fær hann mínútur hér í kvöld.
45. mín
Hálfleikur
Tökum okkur korters pásu og síðan seinni hálfleikurinn í beinni frá Hlíðarenda.
41. mín
Aron Jóhansson Patrik Pedersen fær boltann með bakið í markið, leggur boltann út á Aron sem ætlaði að lauma boltanum í hornið en boltinn rétt framhjá.
40. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Þarna komu gæðin hjá Val!! Jónatan Ingi fær boltann og leggur boltann til hliðar á Tryggva Hrafn sem leggur boltann í fjær.

Allt jafnt.
37. mín
Steindautt Tryggvi Hrafn fær boltann við vítateiginn en skotið hans æfingabolti fyrir Árna í marki Skagamanna.

Fátt annað gerst hérna síðustu 10 mínútur leiksins.
25. mín
Viktor Jónsson í færi! Steinar fær boltann út til hægri og setur boltann inn á teiginn þar sem Viktor er aleinn og potar boltanum rétt framhjá.
17. mín
Jónatan Ingi með skot fyrir utan teig en boltinn af varnarmanni og rétt framhjá.

Aron Jóhansson tekur spyrnuna frá hægri og Valsmenn ná ekki að gera sér mat og markspyrna frá marki ÍA.
15. mín Gult spjald: Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Tryggvi Hrafn er sloppinn í gegn og Árni Marinó klippir Tryggva niður og Valsmenn fá aukaspyrnu við vítarteigslínuna.
14. mín
Lúkas Logi fær boltann við D-bogan en á skot sem er beint á Árna Marinó.
12. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Arnleifur Hjörleifsson
Skagamenn refsa!! Arnleifur fær boltann út vinstra megin og finnur Albert Hafsteinsson inn á teignum sem tekur við honum og setur hann í fjær hornið framhjá Frederik Schram í marki Valsmanna!

0-1.
10. mín
Aron Jó með lélega ákvörðun þarna Aron Jóhansson fær boltann við miðjuna og Valsmenn koma sér í frábæra stöðu 3 á tvo. Aron Jóhansson reynir að finna Birki Má upp hægra megin í staðin fyrir að geta rennt honum í gegn á Tryggva sem var í frábæru hlaupi.
7. mín
Bæði lið að þreyfa fyrir sér og lítið um sénsa þessar fyrstu sjö mínðútur leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Ingi flautar þetta á Viktor Jónsson á upphafsspyrnu leiksins og Skagamenn sækja í átt að Perlunni!
Fyrir leik
Vallaþulur Valsmanna býður gesti velkomna Vallarþulur Valsmanna kynnir liðin.

Styttist í þetta allt smaman.
Fyrir leik
Gylfi lætur sjá sig! Gylfi Þór Sigurðsson er mættur inn á og er byrjaður að leika sér með Orra Hrafni.

Það er eitthvað við þetta!!
Fyrir leik
Bæði lið eru komin út til upphitunar Hálftími í leik, Tryggvi og Arnór Smára tóku innilegt Skagamannaknús, fyrrum liðsfélagar úr Val. Gylfi hefur ekki enn látið sjá sig.

Valsmenn eru að bjóða upp á topp umgjörð, matur og drykkir til sölu, það er búið að setja upp sölubás með Gylfa Sig 23 treyjum og það er von á góðri mætingu, maður hreinlega finnur spennuna í loftinu hérna á Hlíðarenda.
Baldvin Már Borgarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Gylfi byrjar á bekknum.

Ágiskun á liðsuppstillingar:

Valur 4-3-3:
Frederik
Birkir, Jakob, Hólmar, Siggi Lár
Aron Jó, Elli Helga, Lúkas Logi
Jónatan, Patrick, Tryggvi Hrafn

ÍA 3-4-3:
Árni Marinó
Marko Vardic, Oliver Stef, JohannesVall
Jón Gísli, Arnór Smára, Guðfinnur, Arnleifur
Albert Hafsteins, Viktor Jóns, Steinar
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Viðtal við Gylfa: Guðmundur Aðalsteinn heimsótti Gylfa í dag og tók við hann ítarlegt viðtal. Hægt er að horfa á viðtalið og lesa það hér:

   20.03.2024 14:55
Gylfi í löngu viðtali: Kominn tími á að vera heima í eðlilegu lífi
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jóhann Ingi flautar KSÍ sendir alvöru teymi til leiks á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld, Jóhann Ingi mun flauta leikinn og honum til halds og trausts verða Andri Vigfússon og Hreinn Magnússon með flöggin, Gunnar Oddur fær svo að sjá um þjálfaratuðið og skiltið, þá verður Hjalti Þór Halldórsson eftirlitsmaður og gefur þessum fjórum áðurnefndu einkunnir fyrir sínar frammistöður, sem vonandi verða góðar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigga Lár leiðist ekki að tuða í dómurunum, þarna tuðar hann í téðum Jóhanni Inga.
Baldvin Már Borgarsson
Fyrir leik
Gylfi Sig Eins og öllum er kunnugt um, þá er Gylfi Sigurðsson kominn heim til Íslands og samdi við Val, ég fullyrði að þetta verður hans fyrsti leikur eftir heimkomuna.

Það vantar ekki fréttaúrvalið hér á síðunni varðandi Gylfa undanfarna daga, svo mætti nefna eftirfarandi og hægt er að smella á setningarnar til að opna fréttirnar:

Gylfi verður númer 23, myndband frá Val.
Adam Páls bauð Gylfa númerið sitt.
Myndir frá fyrstu æfingu Gylfa á Íslandi eftir undirskriftina.
Gylfi vonsvikinn með að vera ekki með landsliðinu.
Mikil hitaumræða hefur verið um hvort Gylfi hefði átt að vera í landsliðinu eða ekki.
Mynd: Valur

Baldvin Már Borgarsson
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Liðin hafa mæst 147 sinnum í sögunni í keppnum á vegum KSÍ, í þeim leikjum hafa Valsmenn sigrað 70 leiki, 21 leikur endað með jafntefli og Skagamenn sigrað 56.
Í þessum leikjum hefur Valur skorað 258 mörk og Skagamenn skorað 223, sem gerir 481 mark í 147 leikjum, eða að meðaltali 3,27 mörk í leik, fyrir áhugasama.

Ef við förum svo ofan í saumana á þessari öld þá fækkar leikjum niður í 40, þar sem Valur hefur unnið 24, Skagamenn 12 og 4 jafntefli.
Baldvin Már Borgarsson
Fyrir leik
Sigurvegarinn mætir Breiðablik Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Þór og Breiðablik þar sem Blikar sigruðu með marki djúpt í uppbótartíma eftir skemmtilegan leik þar sem hart var barist og lítið gefið eftir í Boganum.

Búið er að setja úrslitaleikinn á eftir slétta viku, miðvikudaginn 27. mars. - Verða það Valsmenn eða Skagamenn sem mæta Blikum í úrslitaleik?
Baldvin Már Borgarsson
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur! Og verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Vals og ÍA í undanúrslitum Lengjubikars karla.
Baldvin Már Borgarsson
Byrjunarlið:
Albert Hafsteinsson ('61)
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('77)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('72)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason

Varamenn:
17. Ingi Þór Sigurðsson ('61)
20. Ísak Máni Guðjónsson ('77)
22. Árni Salvar Heimisson ('72)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
26. Matthías Daði Gunnarsson
99. Robert Elli Vífilsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Dino Hodzic
Orri Þór Jónsson

Gul spjöld:
Árni Marinó Einarsson ('15)

Rauð spjöld: