Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 18. mars 2024 12:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hefði viljað að Gylfi fengi tækifæri til að sýna sig á æfingum landsliðsins
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór að gefa eiginhandaráritun.
Tómas Þór að gefa eiginhandaráritun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mikið hefur verið rætt og ritað um þá ákvörðun Age Hareide að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Ísrael. Sjálfur sagði Gylfi í viðtali við 433.is að það væru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki verið valinn.

Gylfi spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, fyrir rúmum fjórum mánuðum, með Lyngby en hann hefur verið í endurhæfingu á Spáni og samdi í síðustu viku við Val um að leika með liðinu næstu tvö árin.

„Ég skil alveg þá sem vilja Gylfa í hópinn, kannski getur hann gefið okkur 20 mínútur eða hálftíma en við vitum ekki nákvæmlega hver staðan á honum er. Það er ekki hægt að orða það þannig að það sé óskiljanlegt að hafa hann ekki í hópnum því það eru mörg rök fyrir því að hafa hann ekki í hópnum," segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Allt sem hann segir er magnað upp um fimmtán því hann er besti landsliðsmaður sögunnar og topp þrír íslenski fótboltamaðurinn. Allt sem hann lætur út úr sér hefur svo mikið vægi. Ég hefði viljað hafa hans viðbrögð aðeins vægari," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Það er alveg rétt að það yrði skrítið fyrir hina strákana ef hann mætir þarna eftir að hafa lítið sem ekkert spilað. Ljóta leyndarmálið er að hann gati eiginlega ekkert með Lyngby," segir Tómas og Elvar bætir við:

„Í Lyngby var hann bara verkefni í þróun, hann spilaði fimm leiki í dönsku úrvalsdeildinni en skoraði hvorki né lagði upp."

„Þetta verkefni er núna komið aftur af stað í Val því hann hefur ekki náð neinni samfellu í því að spila fótboltaleiki. En við vitum hvernig vél hann er og hvaða mann hann hefur að geyma. Hann er pottþétt vaknaður klukkan sex til að taka teygjuæfingar. Hann gerir ekkert nema 100%. Ef Gylfi er valinn og einhver fer í fýlu þá segirðu honum bara að þegja. Það má enginn væla ef hann yrði þarna," segir Tómas.

Tómas hefði viljað sjá Gylfa hafa verið valinn sem aukamann í hópinn og fá tækifæri til að sýna Hareide á æfingum að hann ætti að vera í leikmannahópnum á leikdegi.

„Af hverju er hann ekki tekinn með og látinn æfa? Ef hann er flottur og í standi, svo kemur kannski í ljós að hann er klár og getur spilað einhverjar 20 mínútur. Ef við erum undir, Ísrael pakkar í vörn og þurfum að fá gæðabolta inn í teiginn, hornspyrnur og aukaspyrnur," segir Tómas.

„Þú færð Gylfa inn á æfingar og hann getur hjálpað hinum leikmönnunum. Ef hann væri bestur á æfingum ætti hann að fá tækifæri til að vera í hópnum. Mér finnst ekkert sturlað að hann sé ekki í hópnum en ég hefði hugsað um þessa lausn."
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner