Gylfi Þór Sigurðsson mun í kvöld spila sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðustu viku en um er að ræða einhver stærstu félagaskipti í sögu íslenska boltans.
Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðustu viku en um er að ræða einhver stærstu félagaskipti í sögu íslenska boltans.
Valur hefur núna opinberað treyjunúmer með Gylfa með flottu myndbandi.
Gylfi hefur oftar en ekki verið númer 10 á sínum ferli og hefur til að mynda alltaf verið með það númer á bakinu þegar hann spilar með landsliðinu.
En hjá Val er Kristinn Freyr Sigurðsson númer 10 og hann mun halda því númeri. Gylfi verður númer 23. Það er númer sem Gylfi þekkir líka vel en hann var með það númer á bakinu á tíma sínum hjá Swansea þar sem hann átti stórkostleg ár.
Adam Ægir Pálsson var númer 23 hjá Val á síðasta tímabili en hann gefur Gylfa númerið sitt og fer í treyju númer 24.
Leikur Vals og ÍA er klukkan 18:00 í kvöld en það er frítt inn á völlinn.
Hér fyrir ofan má sjá myndband sem Valur gerði við opinberun treyjunúmers Gylfa.
Athugasemdir