Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 20. mars 2024 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær númerið hans Adams Páls - Verður númer 23
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Mynd: Valur
Gylfi Þór Sigurðsson mun í kvöld spila sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðustu viku en um er að ræða einhver stærstu félagaskipti í sögu íslenska boltans.

Valur hefur núna opinberað treyjunúmer með Gylfa með flottu myndbandi.

Gylfi hefur oftar en ekki verið númer 10 á sínum ferli og hefur til að mynda alltaf verið með það númer á bakinu þegar hann spilar með landsliðinu.

En hjá Val er Kristinn Freyr Sigurðsson númer 10 og hann mun halda því númeri. Gylfi verður númer 23. Það er númer sem Gylfi þekkir líka vel en hann var með það númer á bakinu á tíma sínum hjá Swansea þar sem hann átti stórkostleg ár.

Adam Ægir Pálsson var númer 23 hjá Val á síðasta tímabili en hann gefur Gylfa númerið sitt og fer í treyju númer 24.

Leikur Vals og ÍA er klukkan 18:00 í kvöld en það er frítt inn á völlinn.

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem Valur gerði við opinberun treyjunúmers Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner