Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
   mið 20. mars 2024 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær númerið hans Adams Páls - Verður númer 23
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Mynd: Valur
Gylfi Þór Sigurðsson mun í kvöld spila sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðustu viku en um er að ræða einhver stærstu félagaskipti í sögu íslenska boltans.

Valur hefur núna opinberað treyjunúmer með Gylfa með flottu myndbandi.

Gylfi hefur oftar en ekki verið númer 10 á sínum ferli og hefur til að mynda alltaf verið með það númer á bakinu þegar hann spilar með landsliðinu.

En hjá Val er Kristinn Freyr Sigurðsson númer 10 og hann mun halda því númeri. Gylfi verður númer 23. Það er númer sem Gylfi þekkir líka vel en hann var með það númer á bakinu á tíma sínum hjá Swansea þar sem hann átti stórkostleg ár.

Adam Ægir Pálsson var númer 23 hjá Val á síðasta tímabili en hann gefur Gylfa númerið sitt og fer í treyju númer 24.

Leikur Vals og ÍA er klukkan 18:00 í kvöld en það er frítt inn á völlinn.

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem Valur gerði við opinberun treyjunúmers Gylfa.
Athugasemdir
banner