Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 20. mars 2024 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær númerið hans Adams Páls - Verður númer 23
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Mynd: Valur
Gylfi Þór Sigurðsson mun í kvöld spila sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðustu viku en um er að ræða einhver stærstu félagaskipti í sögu íslenska boltans.

Valur hefur núna opinberað treyjunúmer með Gylfa með flottu myndbandi.

Gylfi hefur oftar en ekki verið númer 10 á sínum ferli og hefur til að mynda alltaf verið með það númer á bakinu þegar hann spilar með landsliðinu.

En hjá Val er Kristinn Freyr Sigurðsson númer 10 og hann mun halda því númeri. Gylfi verður númer 23. Það er númer sem Gylfi þekkir líka vel en hann var með það númer á bakinu á tíma sínum hjá Swansea þar sem hann átti stórkostleg ár.

Adam Ægir Pálsson var númer 23 hjá Val á síðasta tímabili en hann gefur Gylfa númerið sitt og fer í treyju númer 24.

Leikur Vals og ÍA er klukkan 18:00 í kvöld en það er frítt inn á völlinn.

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem Valur gerði við opinberun treyjunúmers Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner
banner