Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 19. mars 2024 12:52
Hafliði Breiðfjörð
Myndir: Gylfi æfði í öllum veðrum undir leiðsögn þess sem hann hóf atvinnumannaferil með
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu Vals í morgun.
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu Vals í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til landsins og æfði í morgun á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrir fyrsta leik sinn með Val.

Valur mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikars karla klukkan 18:00 á morgun og það verður fyrsti leikur Gylfa í búningi Vals en hann gekk í raðir félagsins fyrir helgi.

Það var allra veðra víti á Hlíðarenda í morgun þegar æfingin fór fram, ýmist sól og logn, eða snjóbylur sem gekk yfir völlinn. Menn létu það þó ekki á sig fá.

Í þjálfarateymi Vals er Viktor Unnar Illugason sem leiðbeindi Gylfa á æfingunni í dag. Hann og Gylfi hófu atvinnumannaferilinn saman þegar þeir fóru ungir að árum til Reading frá Breiðaliki.

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir af æfingu Vals í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner