Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 14. mars 2024 21:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Gylfi um að vera ekki í landsliðinu: Gríðarleg vonbrigði
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarleg vonbrigði, það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland," segir Gylfi Þór Sigurðsson um þá staðreynd að hann hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi umspil.

Gylfi ræddi við 433.is en á morgun verður landsliðshópurinn fyrir umspilsleikinn gegn Úkraínu opinberaður. Greint hefur verið frá því að Gylfi verður ekki í hópnum.

Gylfi spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, fyrir rúmum fjórum mánuðum, með Lyngby en hann hefur verið í endurhæfingu á Spáni og samdi í morgun við Val um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Gylfi segist hafa lagt mikið í sölurnar til að verða klár fyrir landsliðsverkefnið og verið mikil vonbrigði þegar Age Hareide landsliðsþjálfari tilkynnti honum að hann yrði ekki valinn.

„Ég hefði treyst mér til þess, mér finnst ég í betra standi en gegn Liechenstein síðasta haust þrátt fyrir smá meiðsli. Mér líður betur, líkamlega. Er sterkari í löppunum og þetta er ekki sami langi tíma þessir tveir mánuðir án fótbolta og fyrir landsleikina síðasta haust. Ég hefði meira en treyst mér til að vera með landsliðinu."

Gylfi segir við 433.is vonast til þess að vera valinn aftur í landsliðið sem fyrst og talar um ekkert jafnist á við að spila fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir
banner
banner
banner