Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   mið 20. mars 2024 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Gylfi í löngu viðtali: Kominn tími á að vera heima í eðlilegu lífi
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður í treyju númer 23.
Verður í treyju númer 23.
Mynd: Valur
Það verður spennandi að fylgjast með Gylfa í Val.
Það verður spennandi að fylgjast með Gylfa í Val.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Kalt á æfingu.
Kalt á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er markahæstur í sögu landsliðsins.
Er markahæstur í sögu landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ánægður að vera kominn heim.
Ánægður að vera kominn heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög fín," segir Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Fótbolta.net í dag. Hann skrifaði í síðustu viku undir tveggja ára samning við Val og er mættur heim í íslenska boltann.

„Valur hefur reglulega haft samband síðustu tólf mánuði. Það er langur aðdragandi að þessu en ég vildi ekki ræða neina samninga fyrr en ég var orðinn heill og gat þá farið að æfa og spila með liði. Eftir að ég byrjaði að æfa úti með Fylki þá gerðust hlutirnir hratt."

Hjartað sagði mér að koma hingað
Valur var í æfingaferð á Spáni á dögunum og hitti Gylfi liðið þar. Hann þekkti til hjá Valsmönnum eftir að hafa æft með liðinu á meðan hann var heima á Íslandi í fyrra. Síðan þá hefur Valur reynt að semja við hann en það tókst núna.

Af hverju er það Valur núna?

„Áhuginn frá þeim. Þeir gáfust ekki upp sem sýndi mér að þeir höfðu mikinn áhuga á að fá mig. Líka bara hópurinn, strákarnir hérna og þjálfararnir. Allt félagið í heild sinni hljómaði mjög vel og ég er ánægður að vera kominn."

Áður en hann samdi við Val þá reyndu önnur félög á Íslandi að klófesta hann. Víkingur gerði heiðarlega tilraun og þá hafði KR líka áhuga.

„Það voru einhver félög sem höfðu samband en ég ætla ekki að fara nánar út í það. Önnur félög höfðu samband en hjartað sagði mér að koma hingað."

Óli Jó spilaði stóran þátt
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vals, kom að þessum félagaskiptum en hann sinnir ráðgjafahlutverki á Hlíðarenda. Óli Jó og Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa, eru góðir vinir.

„Hann var í sambandi við föður minn reglulega síðustu tólf mánuði eða svo. Hann var alltaf að spyrja hvernig ég hefði það og hver staðan á mér væri, hvort ég vildi ekki koma að æfa með Valsliðinu og svo framvegis. Hann var stór partur af þessu."

Stór fjölskylda
Gylfi hefur myndað tengingu við Val á síðustu mánuðum en hann sást á körfuboltaleikjum hjá félaginu í fyrra, ásamt því að hann mætti á æfingar í fótboltanum. „Það var geggjað að vera á körfunni hérna í úrslitakeppninni. Það var í fyrsta sinn sem ég hef verið heima á þessum tíma og haft möguleikann á því að koma á leiki."

„Maður finnur það þegar maður er hérna að það er gríðarlegur áhugi á öllum íþróttum. Valur er með frábær lið í karla- og kvennabolta í mismunandi íþróttum. Þetta er stórt félag og maður finnur að þetta er stór fjölskylda."

Með innkomu Gylfa í Val er ekki útilokað að það verði körfuboltastemning á fótboltaleikjunum á Hlíðarenda í sumar. Það væri allavega ekki leiðinlegra fyrir Gylfa og félaga.

Líður vel eftir æfinguna í gær
Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli frá því seint á síðasta ári og ekkert spilað síðan í nóvember. Góður möguleiki er á að hann muni spila sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld.

„Mér leið mjög vel á Spáni. Hitinn er vinur sinavandamála. Ég var að æfa á mjög góðu grasi úti og það var frábært. Ég náði að æfa mjög vel og mér fannst ég vera í fínu standi. Það er smá munur að koma hér heima í kuldann en mér líður samt vel eftir æfinguna í gær. Eins og er, þá er ekkert vesen," segir Gylfi.

„Fyrsti leikur er í kvöld og ég er tilbúinn í hann. Ég mun auðvitað ekki spila mjög margar mínútur ef ég spila en þetta er góður undirbúningur fyrir mótið. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna leikinn og komast í úrslit. Við erum mjög spenntir."

Kominn tími á að vera heima í eðlilegu lífi
Gylfi segist ekki endilega hafa búist við því fyrir nokkrum árum að hann væri að koma heim á þessum tímapunkti, en hann er ánægður með það. Hann sneri aftur í fótbolta í fyrra eftir tveggja ára fjarveru og hugsar ekki um að hætta núna.

„Mig langaði alltaf þegar ég var yngri að spila á Íslandi seint á ferlinum. Ég bjóst samt kannski við að ég myndi hætta í fótbolta þegar ég var 32 eða 33 ára en svo langar mig núna að spila áfram. Ég veit ekki alveg hvort ég bjóst við þessu en það er gaman að vera kominn heim. Ég er búinn að vera úti í einhver 19 ár eða eitthvað. Það er kominn tími á að vera heima í eðlilegu lífi nær vinum og fjölskyldu," segir Gylfi sem verður 35 ára á árinu. Hann hefur átt magnaðan feril þar sem hann hefur lengst af spilað í ensku úrvalsdeildinni.

Verða vonandi betri en ég í sumar
Að Gylfi sé kominn heim í Bestu deildina eru einhver stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi enda er Gylfi einn besti fótboltamaður sem hefur komið frá Íslandi, ef ekki sá besti. Hann býst samt ekki endilega við því að koma hér heim í deildina og vera langbestur

„Nei, alls ekki. Í Valsliðinu er fullt af ungum og spennandi strákum sem verða vonandi betri en ég í sumar því þeir eiga framtíðina fyrir sér. Ég mun gera allt sem ég get til að vera í mínu besta standi, hvernig sem það verður."

Gylfi talaði um það þegar hann skrifaði undir hjá Val að hann ætlaði sér að verða Íslandsmeistari, það væri markmiðið. Hann segist vera að einbeita sér að því núna að koma sér í fullkomið stand fyrir tímabilið en það er stutt í mót. Hann segir gaman að sjá hversu mikill áhugi er á komu hans í deildina.

„Mér hefur verið sagt hitt og þetta, en það er bara jákvætt að áhuginn er að aukast. Ég held að hann hafi verið að gera það síðustu ár. Það eru mörg lið sem eru búin að vera að fá leikmenn erlendis frá sem hafa verið að spila á Norðurlöndum og meginlandinu. Ég held að liðin séu að verða sterkari og sterkari," sagði Gylfi að lokum en viðtalið er hægt að horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner