Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Keflavík
3
0
Afturelding
Arnar Daði Jóhannesson '26
Sami Kamel '30 , víti 1-0
Sami Kamel '66 2-0
Valur Þór Hákonarson '80 3-0
21.05.2024  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 330
Maður leiksins: Sami Kamel
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson
7. Mamadou Diaw ('54)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('84)
10. Dagur Ingi Valsson ('81)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('84)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson ('84)
17. Óliver Andri Einarsson ('84)
21. Aron Örn Hákonarson
28. Kári Sigfússon ('81)
50. Oleksii Kovtun
99. Valur Þór Hákonarson ('54)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Hólmar Örn Rúnarsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Ernir Bjarnason
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Mamadou Diaw ('25)
Ásgeir Helgi Orrason ('59)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('64)
Dagur Ingi Valsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Fyrsti sigur Keflavíkur i deildinni þetta sumarið staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
92. mín
Valur Þór skorar aftur, leggur snyrtilega milli fóta Birkis en flaggið er á lofti.
91. mín
Enginn uppbótartimi gefin upp. Skjótum á klassískar þrjár
90. mín
Afturelding fær hér hornspyrnu.
89. mín

Þetta er að fjara út í rólegheitum hér í Keflavík.
84. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
84. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
84. mín
Inn:Óliver Andri Einarsson (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
84. mín
Inn:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
83. mín
Þvílíkt skot frá Frans!
Hamrar boltann af einhverjum 30 metrum eftir stórsókn Keflavíkur og boltinn smellur í slánni! Firnafast skot og mun sláin hristast næstu vikuna.
81. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
80. mín MARK!
Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
Stoðsending: Ásgeir Páll Magnússon
Þrjú stig í hús í Keflavík held ég að hægt sé að fullyrða
Frábær bolti fyrir markið frá vinstri frá Ásgeiri Páli. Enn betra var þó hlaupið inn á teiginn frá Val sem stekkur upp við vítapunkt og sneiðir boltann yfir Birki sem mætir honum í teignum
77. mín Gult spjald: Dagur Ingi Valsson (Keflavík)

Of hátt með hendurnar að mati Gunnars.
75. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
75. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
74. mín

Skyndisókn Keflavíkur. Sami Kamel finnur Ara Pál sem velur að skjóta með betri valkosti úti til hægri.
73. mín
Gunnlaugur Fannar leikur sér að eldinum. Í baráttu við Elmar inn á teig Keflavíkur og Elmar fellur.

Ekkert dæmt þó.
69. mín
Aftur ógnar Keflavík
Dagur Ingi með skotið af vinstri vítateigshorni en Birkir handsamar boltann. Með herkjum þó.
66. mín MARK!
Sami Kamel (Keflavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Valsson
Keflavík tvöfaldar Dagur Ingi með boltann úti til hægri. Lítur upp og sér Sami á auðum sjó í teignum við vítapunkt. Setur boltann fast með jörðinni á hann og Sami þakkar fyrir sig með því að setja boltann í fyrsta beint í hornið fram hjá Birki.
64. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)

Alltof seinn í tæklingu á miðjum vellinum.
60. mín
Georg Bjarnason með áhugaverða tilraun, hjólhestaspyrna eftir hornið en hittir boltann afar illa.
60. mín
Skotið beint í vegginn en hornspyrna niðurstaðan.
59. mín Gult spjald: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík)
Missir manninn fram hjá sér og reynir að rífa treyjunna af honum til að bæta upp fyrir mistök sín. Fær skiljanlega gult

Aukaspyrna á stórhættulegum stað
57. mín
Sami Kamel í frábæru skotfæri í D-boganum eftir sendingu frá Val, Fyrsta snertingin svíkur hann og skotið eftir því. Laflaust og beint á Birki.
54. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Mamadou Diaw (Keflavík)
Mjög skynsöm breyting hjá Haraldi. Mamadou á gulu og hefur teflt á tæpasta vað.
53. mín
Mamadou keyrir inn á teiginn vinstra megin. Boltinn fastur fyrir en Stefán nær ekki að setja boltann á markið.
50. mín
Svaklegt skot!
Aron Elí með skot af löngu færi sem smellur í þverslánni.

Kraftur í Aftureldingu í byrjun.
46. mín
Mamadou að leika sér að eldinum, brýtur af sér í blábyrjun síðari hálfleiks.

Á gulu spjaldi.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Keflavík hefur þennan síðari hálfleik.
46. mín Gult spjald: Magnús Már Einarsson (Afturelding)
45. mín
Hálfleikur

Athyglisverðum fyrri hálfleik lokið hér þar sem Keflavík leiðir eftir mark úr vítaspyrnu. Hvort um rautt spjald hafi verið að ræða er ég ekki sannfærður um.

Magnús Már mætir hér út á völl og les Gunnari Oddi pistilinn og uppsker fyrir það gult spjald.
44. mín
Frábær varsla hjá BIrki
Stefán Jón í frábæru færi vinstra megin í teignum eftir fyrirgjöf frá Frans frá hægri. Birkir gerir sig eins breiðan og hægt er og ver glæslilega. Frákastið á Sami sem nær föstu skoti en varnarmenn henda sér fyrir.

Keflavík fær horn sem ekkert verður úr.
43. mín
Dagur Ingi í áltlegri stöðu í sókn Keflavíkur. Tekur svona sjö skærum of mikið og missir boltann.
39. mín
Afturelding sækir horn.

Þeirra möguleikar ættu að liggja í föstum leikatriðum.

Ekkert varð úr
38. mín
Róast heldur síðustu mínútur. Keflavík með tögl og haldir hér en ekki skapað sér afgerandi færi síðustu mínútur.
31. mín
Keflavík aftur í dauðafæri strax
Mamadou nú hægra megin keyrir upp völlinn og setur boltann fyrir. Sami lætur hann fara fyrir fætur Stefáns sem á skotið en Birkir ver vel.
30. mín Mark úr víti!
Sami Kamel (Keflavík)
Keflavík tekur forystu
Birkir fer í rétt horn en spyrna Sami góð og syngur í netinu.

Þetta gæti orðið brekka fyrir gestina.
29. mín
Inn:Birkir Haraldsson (Afturelding) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
Bjarna Páli fórnað
26. mín Rautt spjald: Arnar Daði Jóhannesson (Afturelding)
Og rautt á Arnar Daða!
Ég skal ekki segja. Veit ekki til þess að önnur regla gildi um markmenn en mér fannst Arnar reyna að ná til boltans.
26. mín
Keflavík fær vítaspyrnu!
Arnar Daði klaufi í markinu. Fær sendingu til baka og fær Sami Kamel í pressu á sig. Sami vinnur boltann og Arnar tekur hann niður.

25. mín Gult spjald: Mamadou Diaw (Keflavík)
Fyrir leikaraskap
Keyrir inn á teiginn og fellur auðveldlega eftir viðskipti við varnarmann. Get ekki séð betur en að Gunnar hafi nelgt þetta.
22. mín
Skot í markrammann
Fyrst Mamadou með skot úr teignum sem Arnar Daði ver, frákastið til Ara Steins sem á hörkuskot í stöngina. Gestirnir setja boltann afturfyrir í horn.

Ekkert verður úr horninu.
22. mín
Sami Kamel í færi
Mamadou með fyrirgjöf frá vinstri, Sami í markteignum en nær ekki að halda boltanum niðri.
21. mín
Fyrsta horn Aftureldingar
Boltinn skallaður út fyrir teiginn fyrir fætur Aron Jó sem á skotið sem fer af varnarmanni í hendur Ásgeirs.
20. mín
Ari Steinn með skot fyrir Keflavík , auðvelt viðureignar fyrir Arnar í markinu.
18. mín
Stórhætta í teig Keflavíkur Bjarni Páll með boltann í teignum, leikur alveg upp að endamörkum við markteiginn og sker boltann út í teiginn en finnur ekki samherja. Vantaði örlítið meiri ákefð í gestina þarna.
16. mín
Fyrsta álitlega sókn Aftureldingar
Bera boltann upp vinstri vænginn, Aron Elí með fyrirgjöfina yfir á fjærstöng. Þar mætir Bjartur Bjarmi en nær ekki krafti í skotið og boltinn örugglega í fang Ásgeirs Orra.
12. mín
Aftur vinnur Keflavík horn
Mamadou með boltann fyrir markið. Dagur Ingi í baráttu við Arnar Daði um boltann, Arnar Daði á undan og setur boltann í horn,

Ekkert verður úr horninu.
11. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins. Sami Kamel býr sig undir að spyrna fyrir.

Heimamenn skalla frá beint fyrir fætur Ara Steins, hann týnir boltanum og hleypur í það minnsta fjóra hringi í kringum boltann áður en gestirnir koma honum að lokum frá.
7. mín
Allt Keflavík hér í byrjun
Sami Kamel finnur Stefán Jón í D-boganum, Stefán nær að snúa en skot hans af varnarmanni og í innkast.
5. mín
Kraftur í heimamönnum í byrjun
Mamadou Diaw keyrir inn á teiginn frá vinstri. Reynir að setja hann fyrir markið en boltinn af varnarmanni í fang Arnars.
4. mín
Góð sókn Keflavíkur
Ari Steinn með boltann á miðjum vallarhelmingi Aftureldingar, leggur hann út til hægri í hlaupaleið Dags Inga sem keyrir inn á teiginn og nær fínasta skot sem Arnar Daði gerir vel í að verja.
1. mín
Leikur hafinn
Andri Frey Jónasson sparkar okkur af stað hér.
Fyrir leik
Liðin mætt í hús.
Hjá gestunum hefur Hrannar Snær náð að jafna sig frá leiknum gegn Val og er í byrjunarliðinu. Magnús Már er þó tilneyddur í tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik en líkt og áður segir taka Gunnar Bergmann Sigurðsson og Oliver Bjerrum Jensen út leikbann í dag. Í þeirra stað koma Bjarni Páll Linett Runólfsson og Sigurpáll Melberg Pálsson inn í byrjunarliðið.

Heimamenn í Keflavík gera einnig breytingar á liði sínu frá bikarsigrinum á ÍA. Axel Ingi Jóhannesson er utan hóps í kvöld og á líklega við meiðsli að stríða. Þá tekur Sindri Snær Magnússon út leikbann. Inn í þeirra stað koma Frans Elvarson og Ari Steinn Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Einn spámaður er ekki nóg. Ég fékk Sölva Haraldsson fréttaritara Fótbolta.net og ÍRing með meiru til að spá fyrir um leikinn líka.

Keflavík 2 - 1 Afturelding

Ég er að hallast meira að Keflavík. Þetta verður mjög jafn leikur sé ég fyrir mer. Ætlaði að segja 2-2 en ég held að Keflavík nái að vinna þetta rett svo á grasinu 2-1.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Kemstu ekki á leikinn? Youtube til bjargar!
Fyrir leik
Annar Gunnar er með flautuna
Gunnar Oddur Hafliðason er dómari leiksins í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Arnþór Helgi Gíslason og Smári Stefánsson. Hjalti Halldórsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Gunnar Malmquist spáir í spilin Gunn­ar Malmquist Þórs­son sem spáir í leikinna. Hann er leikmaður Aftureldingar sem mætir FH í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Spá hans þarf því sennilega varla að koma á óvart fyrir nokkurn mann.

Keflavík 1 - 2 Afturelding

Mosfellingar ná í langþráðan sigur og eru loksins komnir á siglingu.

Mynd: Mummi Lú

Fyrir leik
Fyrri viðureignir í deild. Alls sex sinnum hafa liðin mæst í deildarkeppni á vegum KSÍ síðast sumarið 2020. Tölfræðin hallar þar í átt til Keflavíkur sem hefur haft sigur alls fjórum sinnum. Einum leik hefur lokið með jafntefli og Afturelding borið sigur úr býtum einu sinni.

Innbyrðis markatala er svo 19-4 Keflavík í vil.

Eftirminnilegasti leikur liðanna

Eftirminnilegasti leikur liðanna að mati undirritaðs er þó án efa úrslitaleikur B-deildar Fótbolta.net mótsins árið 2020 í Reykjaneshöllinni. Adam Ægir Pálsson núverandi leikmaður Vals kom þar liði Keflavíkur yfir á 83. mínútu leiksins en Jason Daði Svanþórsson núverandi Bliki jafnaði á þeirri 87. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni til þess að fá fram sigurvegara í leiknum sem væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að 34, já 34 spyrnur alls þurfti til að skera úr um sigurvegara en Afturelding hafði þar sigur í vítakeppninni 16-15

   05.02.2020 19:24
Afturelding meistari í B-deild Fótbolta.net mótsins eftir maraþonvítaspyrnukeppni
Fyrir leik
Keflavík Liði Keflavíkur hefur ekki tekist að sýna sömu frammistöðu í Lengjudeildinni þetta sumarið og þeir hafa gert í Mjólkurbikarnum, í það minnsta ekki það sem af er.

Í fyrstu umferð mótsins fengu þeir nýliða ÍR í heimsókn á gervigrasið við hlið Nettóhallarinnar í Keflavík. Bragi Karl Bjarkason kom þar gestunum úr Breiðholti yfir með marki úr vítaspyrnu á 24.mínútu leiksins. Tveimur mínútum síðar hafði Keflavík jafnað er Valur Þór Hákonarson skoraði en áður en flautað var til hálfleiks hafði Stefán Þór Pálsson komið ÍR í forystu á ný. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og gleði Breiðhyltinga í leikslok sannarlega ósvikin. Leiksins verður þó mögulega helst minnst fyrir frábæra dómgæslu en Hafliði Breiðfjörð sem fjallaði um leikinn fyrir Fótbolta.net fór fögrum orðum um frammistöðu Helga Mikael Jónassonar dómara leiksins og tileinkaði Helga fyrirsögn skýrslu sinnar.

   03.05.2024 22:57
Sýnikennsla í dómgæslu þegar ÍR byrjaði á sigri gegn klaufabárðum úr Keflavík


Í annari umferð skellti Keflavík sér svo í heimsókn á Seltjarnarnes og mætti þar liði Gróttu. Sóknarleikur Keflavíkur þótti ekki burðugur á Vivaldi vellinum það kvöldið og fór svo að lokum að Grótta hafði 1-0 sigur með marki Tómasar Orra Róbertssonar undir lok fyrri hálfleiks. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir lið Keflavíkur fék Sindri Snær Magnússon að líta rauða spjaldið í leiknum og verður því í leikbanni í kvöld. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var þó á því eftir leik að lið hans hefði mögulega átt meira skilið út úr leiknum.

   10.05.2024 22:46
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Afturelding Í fyrstu umferð fékk lið Aftureldingar Gróttu í heimsókn á Malbiksstöðina að Varmá. Afturelding komst þar yfir í byrjun leiks er Aron Bjarki Jósepsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 1-0 Aftureldingu í vil stóðu leikar því í hálfleik. Á 55. mínútu leiksins jafnaði svo Damian Timian fyrir lið Gróttu og þar við sat. Bæði lið fengu sín færi til þess að tryggja sér sigur í leiknum en allt kom fyrir ekki og jafntefli því niðurstaðan.

   03.05.2024 22:34
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður

Mosfellingar héldu svo í heimsókn til Akureyrar þar sem þeir mættu liði Þórs. Framan af leik lék allt í lyndi og eftir mörk frá Georg Bjarnasyni og Andra Frey Jónassyni snemma leiks hélt lið Aftureldingar til hálfleiks með 2-1 forystu en Birkir Heimisson hafði minnkað munin fyrir lið Þórs um miðbik hálfleiksins. Eftir aðeins um þriggja mínútna leik syrti heldur í álinn fyrir Mosfellinga er Gunnar Bergmann Sigmarsson fékk að líta beint rautt spjald. Lið Þórs tók sér þó tíma í að nýta sér liðsmuninn en Egill Orri Arnarsson jafnaði að lokum fyrir Þór á 71. mínútu leiksins. Er komið var fram í uppbótartíma fór svo allt í skrúfuna hjá Aftureldingu. Á 93. mínútu fékk Oliver Bjerrum Jensen að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og á næstu þremur mínútu skoruðu Rafael Victor og Sigfús Fannar Gunnarsson fyrir Þór og tryggðu þeim 4-2 sigur.

   09.05.2024 19:05
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"


Mynd: Raggi Óla


Ekki með og tæpir

Gunnar Bergmann Sigurðsson og Oliver Bjerrum Jensen taka báðir út leikbann i leiknum í dag og verða því ekki með. Þá fór Hrannar Snær Magnússon af velli í bikarleiknum gegn Val á dögunum og er spurning hvort að hann hafi náð að jafna sig fyrir leik kvöldsins.
Fyrir leik
Toppslagur á botninum? Í spá fyrirliða og forráðamanna var þessum liðum spá velgengni í sumar. Heimamönnum í Keflavík var þar spáð 3.sæti deildarinnar og þar með sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni á meðan að gestunum úr Mosfellsbæ var spáð sigri í deildinni.

   30.04.2024 14:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 1. sæti


   29.04.2024 15:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 3. sæti


Stigasöfnun beggja liða í fyrstu tveimur umferðum mótsins hefur þó verið helst til dræm og verma þau tvö neðstu sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Keflavík þar á botninum án stiga en Afturelding sæti ofar með eitt stig.
Fyrir leik
HS Orkuvöllurinn heilsar
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin líkt og ávallt í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Aftureldingar í þriðju umferð Lengjudeildar karla. Flautað verður til leiks hér í Keflavík á slaginu 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('75)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('29)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('84)
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('84)
25. Georg Bjarnason
28. Sigurpáll Melberg Pálsson
77. Hrannar Snær Magnússon ('75)

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m) ('29)
3. Breki Freyr Gíslason
10. Kári Steinn Hlífarsson ('84)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
17. Valgeir Árni Svansson ('75)
26. Sævar Atli Hugason ('84)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('75)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Magnús Már Einarsson ('46)

Rauð spjöld:
Arnar Daði Jóhannesson ('26)