Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 05. febrúar 2020 19:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding meistari í B-deild Fótbolta.net mótsins eftir maraþonvítaspyrnukeppni
Afturelding með verðlaunagripinn eftir leik.
Afturelding með verðlaunagripinn eftir leik.
Mynd: Afturelding
Jon Tena varði tvær vítaspyrnur og skoraði sjálfur úr sinni spyrnu í kvöld.
Jon Tena varði tvær vítaspyrnur og skoraði sjálfur úr sinni spyrnu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1-1 Afturelding
1-0 Adam Ægir Pálsson ('83)
1-1 Jason Daði Svanþórsson ('88)
16-17 eftir vítaspyrnukeppni

Keflavík og Afturelding mættust í dag í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins. Liðin sigruðu sína riðla í mótinu og mættust toppliðin í Reykjaneshöllinni í dag.

Markalaust var í hálfleik en á 83. mínútu komst Keflavík yfir. Ari Steinn Guðmundsson átti þá laglega sendingu inn á Adam Ægi Pálsson sem fór framhjá Jon Tena í marki Aftureldingar og skoraði. Lagleg og snörp sókn Keflvíkinga.

Afturelding jafnaði skömmu seinna eftir laglegan sprett Ragnars Más Lárussonar upp vinstri vænginn. Hann kom sér inn á teiginn og lagði boltann út á Jason Daða Svanþórsson sem jafnaði leikinn. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Afturelding skoraði úr sinni fyrstu spyrnu og Keflavík svaraði. Það sama gerðist í annarri, þriðju, fjórðu og fimmtu umferð. Því var haldið áfram inn í bráðabana og þar héldu menn áfram að skora.

Það var ekki fyrr en í níundu umferð vítaspyrnukeppninnar sem leikmaður Aftureldingar skaut í þverslána og Keflavík gat því tryggt sér sigurinn. Leikmaður Keflavíkur skaut yfir og því hélt keppnin áfram.

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur skoraði í tíundu umferð og Jon Tena svaraði með marki í þeirri elleftu. Keflavík jafnaði metin og því var haldið í annan hring þar sem allir leikmenn höfðu tekið vítaspyrnu.

Í 13. umferð keppninnar varði Sindri Kristinn vítaspyrnu og því gat Keflavík tryggt sér sigurinn með marki. Jon Tena svaraði með vörslu og því hélt skemmtunin áfram.

Eftir sextán umferðir var staðan jöfn, 15-15. Tveimur umferðum seinna varð ljóst að Afturelding sigraði í keppninni. Afturelding skoraði í átjándu umferð en Jon Tena varði sína aðra vítaspyrnu og því er Afturelding meistari í B-deild Fótbolta.net mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner