„Fyrri hálfleikurinn var frekar lokaður og áttum svoldið erfitt uppdráttar og sköpum okkur lítið af færum, en mér fannst seinni hálfleikurinn vera algjör eign okkar og vorum komnir með fínt control á leikinn þegar Sindri fær sitt seina gula spjald og samt sem áður einum færri vorum við að stjórna leiknum og fáum fína sénsa og opnnanir en það bara tókst ekki". Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir grátlegt 1-0 tap gegn Gróttu
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 0 Keflavík
Haraldur var aðspurður um rauða spjaldið hans Sindra.
„Eins og ég segji var þetta seinna gula, mér finnst það frekar ódyrt meðan við og þá þarf maður við að gera aðeins meira til að verðskulda seinna gula spjaldið"
Stórleikur við Aftureldingu í næstu umferð hvernig leggst hann í þig?
„Hann leggst bara vel í okkur, loksins loksins komnir á grasið þá en eigum svo sem bikarleik þarna í milli tíðinni (gegn ÍA) en já hann leggst bara vel í okkur".
Hægt er að sjá viðtalið við Harald hér fyrir ofan í spilaranum.