Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 03. maí 2024 22:34
Brynjar Óli Ágústsson
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Lengjudeildin
<b>Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu</b>
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Blendnar tilfinninga, ég hefði að sjálfsögðu vilja vinna leikinn,'' segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding, eftir 1-1 jafntefli gegn Gróttu í 1. umferð Lengjudeildarinnar. 


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grótta

„Frammistaðan var var ekki sú besta hjá okkur, við höfum oft spilað betur en í dag og Grótta er með hörku lið og áttu fínan leik þannig að jafntefli mögulega sanngjör niðurstaða,''

Elmar Cogic átti færi í seinni hálfleik þar sem boltinn endaði í báðar stangirnar og út.

„Auðvitað hefði verið gaman þegar boltinn fór stöngi, stöngin út, ef hann hefði farið réttum megin við línunna en svona er fótbolti. Ég hélt að hann væri inni. Þegar hann fer í fyrri stöngina, þá voru eiginlega allir vissir að hann færi síðan inn og maður var nánast byrjaður að fagna. Maður hefur séð ýmist í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður,''

Afturelding skora mark snemma í leiknum og eiga mörg góð færi til að skora annað mark.

„Við byrjum leikinn frábærlega og komust yfir snemma. Mér fannst við hleypa þeim allt of mikið inn í leikinn eftir það að óþörfu fannst mér. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta,''

Möguleg rangstaða var í jöfnunarmarki Gróttu.

„Við vorum eitthvað að reyna skoða þetta hérna niðri. Ég held að það sé ómögulegt að segja miðavið hvernig myndavélin er staðsett. Ég var fyrsta að hugsa þegar þetta gerðist hann sem gaf fyrir væri rangstæður,''

Afturelding var spáð í efsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum Lengjudeildarinnar.

''Spá er bara spá og hún er samkvæmisleikur fyrir mót, svo gleymist það eftir 2 til 3 umferðir þegar mótið byrjar að spilast,'' segir Magnús Már

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner