Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 03. maí 2024 22:34
Brynjar Óli Ágústsson
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Lengjudeildin
<b>Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu</b>
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Blendnar tilfinninga, ég hefði að sjálfsögðu vilja vinna leikinn,'' segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding, eftir 1-1 jafntefli gegn Gróttu í 1. umferð Lengjudeildarinnar. 


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grótta

„Frammistaðan var var ekki sú besta hjá okkur, við höfum oft spilað betur en í dag og Grótta er með hörku lið og áttu fínan leik þannig að jafntefli mögulega sanngjör niðurstaða,''

Elmar Cogic átti færi í seinni hálfleik þar sem boltinn endaði í báðar stangirnar og út.

„Auðvitað hefði verið gaman þegar boltinn fór stöngi, stöngin út, ef hann hefði farið réttum megin við línunna en svona er fótbolti. Ég hélt að hann væri inni. Þegar hann fer í fyrri stöngina, þá voru eiginlega allir vissir að hann færi síðan inn og maður var nánast byrjaður að fagna. Maður hefur séð ýmist í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður,''

Afturelding skora mark snemma í leiknum og eiga mörg góð færi til að skora annað mark.

„Við byrjum leikinn frábærlega og komust yfir snemma. Mér fannst við hleypa þeim allt of mikið inn í leikinn eftir það að óþörfu fannst mér. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta,''

Möguleg rangstaða var í jöfnunarmarki Gróttu.

„Við vorum eitthvað að reyna skoða þetta hérna niðri. Ég held að það sé ómögulegt að segja miðavið hvernig myndavélin er staðsett. Ég var fyrsta að hugsa þegar þetta gerðist hann sem gaf fyrir væri rangstæður,''

Afturelding var spáð í efsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum Lengjudeildarinnar.

''Spá er bara spá og hún er samkvæmisleikur fyrir mót, svo gleymist það eftir 2 til 3 umferðir þegar mótið byrjar að spilast,'' segir Magnús Már

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner