Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   fös 03. maí 2024 22:34
Brynjar Óli Ágústsson
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Lengjudeildin
<b>Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu</b>
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Blendnar tilfinninga, ég hefði að sjálfsögðu vilja vinna leikinn,'' segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding, eftir 1-1 jafntefli gegn Gróttu í 1. umferð Lengjudeildarinnar. 


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grótta

„Frammistaðan var var ekki sú besta hjá okkur, við höfum oft spilað betur en í dag og Grótta er með hörku lið og áttu fínan leik þannig að jafntefli mögulega sanngjör niðurstaða,''

Elmar Cogic átti færi í seinni hálfleik þar sem boltinn endaði í báðar stangirnar og út.

„Auðvitað hefði verið gaman þegar boltinn fór stöngi, stöngin út, ef hann hefði farið réttum megin við línunna en svona er fótbolti. Ég hélt að hann væri inni. Þegar hann fer í fyrri stöngina, þá voru eiginlega allir vissir að hann færi síðan inn og maður var nánast byrjaður að fagna. Maður hefur séð ýmist í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður,''

Afturelding skora mark snemma í leiknum og eiga mörg góð færi til að skora annað mark.

„Við byrjum leikinn frábærlega og komust yfir snemma. Mér fannst við hleypa þeim allt of mikið inn í leikinn eftir það að óþörfu fannst mér. Það er eitthvað sem við þurfum að bæta,''

Möguleg rangstaða var í jöfnunarmarki Gróttu.

„Við vorum eitthvað að reyna skoða þetta hérna niðri. Ég held að það sé ómögulegt að segja miðavið hvernig myndavélin er staðsett. Ég var fyrsta að hugsa þegar þetta gerðist hann sem gaf fyrir væri rangstæður,''

Afturelding var spáð í efsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum Lengjudeildarinnar.

''Spá er bara spá og hún er samkvæmisleikur fyrir mót, svo gleymist það eftir 2 til 3 umferðir þegar mótið byrjar að spilast,'' segir Magnús Már

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner